Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 85-60 | Öruggur sigur Grindavíkur í grannaslagnum Smári Jökull Jónsson skrifar 19. janúar 2018 22:45 Hörður Axel Vilhjálmsson. Vísir/Eyþór Grindavík vann öruggan 25 stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í 14.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Lokatölur urðu 85-60 eftir að staðan í hálfleik var 42-23. Fyrsti leikhluti var sveiflukenndur og liðin skiptust á að taka áhlaup. Staðan að honum loknum var 17-17 en í öðrum leikhluta skildu leiðir. Grindvíkingar spiluðu hörkuvörn og gestunum gekk ekkert að sækja á körfuna. Keflavík skoraði aðeins tvö stig fyrir innan þriggja stiga línuna í fyrri háfleik og munurinn var orðinn 19 stig í leikhléi, 42-23. Í seinni hálfleik héldu Grindvíkingar forskotinu. Keflavík virtist ætla að ná áhlaupi í þriðja leikhluta og gat minnkað muninn í 12 stig þegar skot Þrastar Leó Jóhanssonar dansaði á hringnum. Grindvíkingar svöruðu með þristi í næstu sókn og eftir það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Heimaenn juku forskot sitt aðeins og unnu að lokum öruggan sigur.Af hverju vann Grindavík?Þeir einfaldlega nýttu sér styrkleika sína inni í teig og lokuðu vörninni. Varnarleikur Grindavíkur hefur verið vandamál í vetur en hann var það svo sannarlega ekki í þessum leik. Þeir fengu ekki nema 6 stig á sig í öðrum leikhluta og það lagði grunninn að sigrinum. Þegar Keflvíkingar náðu smá spretti var það aðallega því þristarnir duttu niður og vegna slakrar ákvarðanatöku heimamanna í sóknarleiknum en þeir töpuðu 17 boltum í kvöld. Grindvíkingar hafa á að skipa afar sterku liði og fari þeir að komast almennilega í gang þarf svo sannarlega að reikna með þeim í baráttunni um þá titla sem eru í boði.Þessir stóðu upp úr:Sigur Grindavíkur var liðssigur. Margir lögðu í púkkið og Ólafur Ólafsson, J´Nathan Bullock og Sigurður Þorsteinsson áttu allir prýðisleik. Jóhann Árni og Ingvi áttu fína spretti en Ingvi tapaði of mörgum boltum í sókninni. Kristófer Breki Gylfason átti fína innkomu af bekknum í öðrum leikhluta og liðsheildin var sterk. Hjá Keflavík var fátt um fína drætti. Ragnar Örn Bragason sýndi lipra takta á köflum en allir leikmenn Keflavíkur geta gert betur en þeir gerðu í kvöld.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Keflavíkur gekk skelfilega í öðrum leikhluta og í fyrri hálfleik skoruðu þeir 21 af 23 stigum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Lykilleikmenn þeirra náðu sér alls ekki á strik og Dominique Elliott skoraði til dæmis ekki körfu fyrir hlé. Hörður Axel Vilhjálmsson var ólíkur sjálfum sér, tapaði boltum og gekk illa að koma boltanum í körfuna. Hann skoraði ekki nema 5 stig og Keflvíkingar þurfa meira en það frá landsliðsmanninum sterka.Hvað gerist næst?Grindavík heldur næst á Sauðárkrók og mæta þar bikarmeisturum Tindastóls. Það verður afar áhugaverður leikur og gaman að sjá hvort Grindvíkingar ná að taka kraftinn úr leiknum í kvöld með sér norður. Keflavík fær Hauka í heimsókn í Sláturhúsið eftir viku og það verður erfiður leikur fyrir heimamenn. Haukar hafa verið að spila vel undanfarið þó svo að þeir hafi tapað í gær. Keflvíkingar verða einfaldlega að fara að rífa sig í gang. Jóhann: Liðsframmistaðan var til fyrirmyndarJóhann var ánægður með leik sinna manna í sigrinum á Keflavík.vísir/ernirJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum sáttur eftir 25 stiga sigur á Keflavík í 14.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. „Við vorum öflugir, sérstaklega í öðrum leikhluta. Vörnin var flott og liðsframmistaðan til fyrirmyndar. Heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Jóhann við Vísi eftir leik. Fyrsti leikhlutinn var jafn en í öðrum leikhluta náðu Grindvíkingar áhlaupi þar sem vörnin small saman og Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum. „Við vorum auðvitað með ákveðið plan í gangi til dæmis að skipta á boltahindrunum sem gekk mjög vel. Við fældum þá kannski út úr því sem þeir vildu gera. Það sem skiptir máli var að við vorum að leggja helling á okkur og það voru lykilatriði í liðsvörninni sem voru til staðar,“ bætti Jóhann við. Jóhann sagði að ef eitthvað væri hægt að setja út á væri það ákvarðanatakan í sóknarleiknum. „Við erum að tapa 17 boltum sem er alltof mikið og eitthvað sem við þurfum að laga. Við þurfum að finna jafnvægið og ég hef engar áhyggjur, það kemur.“ Þorsteinn Finnbogason lék ekki með Grindavík í kvöld en hann fékk högg á mjöðmina á æfingu og er bólginn og marinn. Hvenær á Jóhann von á honum til baka? „Það kemur í ljós á mánudag. Við ætlum að sjá hvað helgin gefur okkur en ég á ekki von á því að hann verði lengi frá.“ Friðrik Ingi: Of margir máttarstólpar að spila undir getuFriðrik Ingi sagði Keflvíkinga hafa verið taktlausa undanfarið.Vísir/EyþórFriðrik Ingi Rúnarsson var svekktur eftir tapið gegn Grindavík í kvöld og sagði ekki mikið jákvætt hægt að taka úr leik sinna manna. „Það er kannski bara það að leikurinn er búinn,“ sagði Friðrik í samtali við Vísi eftir leik. „Þegar á reyndi létum við ýta okkur út úr öllu okkar aðgerðum. Við vorum ekki með nógu góð úrræði á köflum. Það sem angrar mann kannski mest er varnarleikurinn, að þó svo að það gangi ekki eitthvað í sókninni þá afsakar það ekki að menn séu seinir til baka, dekki ekki mennina, verji ekki körfuna eða taki ekki lausu boltana.“ „Mér finnst við sveiflast svolítið með því hvort að sóknarleikurinn sé góður eða ekki,“ bætti Friðrik Ingi við. Keflavík skoraði 2 stig í fyrri hálfleik úr tveggja stiga skotum og Bandaríkjamaðurinn Dominique Elliott skoraði ekki eina körfu. „Þeir voru miklu betri undir körfunni í dag, það er nokkuð ljóst. Við létum ýta okkur út úr hlutunum, vorum greinilega léttari og ekki eins líkamlega sterkir og þeir gengu á lagið. Þetta hafði þau áhrif að við náðum ekki að aflétta pressunni og fá betra flæði. Þetta helst allt í hendur.“ Friðrik Ingi sagði Keflvíkinga hafa verið taktlausa í leiknum í dag og í síðustu leikjum. „Það hafa verið breytingar um og eftir áramótin og einhvern veginn hefur takturinn ekki náðst eins og við viljum hafa hann. Við getum spilað betur en þetta en við erum ekki að gera það þessa stundina.“ Reggie Dupree lék ekki með Keflavík í dag og er nokkur óvissa um framhaldið hjá honum. „Hann þarf að vera í þessum umbúðum út mánuðinn. Eftir mánaðamótin kemur kannski í ljós hvort þetta hafi gróið almennilega og hann geti byrjað aftur. Það hefur verið svolítið skvaldur á honum, bæði í byrjun móts og svo aftur eftir áramótin.“ „Við söknum hans auðvitað en við erum með nóg af leikmönnum og aðrir verða bara að stíga upp og axla meiri ábyrgð. Í dag voru of margir máttarstólpar að spila undir getu,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson að lokum. Dagur Kár: Við stefnum eins hátt og við getum fariðDagur Kár í leik með Grindavík.Vísir/Anton„Ég er virkilega sáttur, sérstaklega með vörnina. Við höfum verið í basli í vetur og fengið á okkur 90 stig að meðaltali þannig að halda þeim í 60 stigum í dag er frábært,“ sagði bakvörðurinn Dagur Kár Jónsson hjá Grindavík í samtali við Vísi eftir sigur á Keflavík í kvöld. Grindavík stakk af í öðrum leikhluta og leit ekki til baka eftir það. Þeir héldu Keflvíkingum í 23 stigum í fyrri háfleik sem áttu í mesta basli sóknarlega. „Við vorum að hafa gaman af þessu. Það er búið að vera þungt yfir okkur í leikjum og við höfum verið að spila undir væntingum. Núna var ógeðslega gaman og þá kemur allt með, barátta og stemmning. Þá smellur allt.“ Grindvíkingar léku síðast þann 7.janúar og voru því að koma úr 12 daga pásu. Hafði það góð áhrif á liðið að fá tíma til að slípa sig saman eftir að J´Nathan Bullock kom til liðsins? „Fyrir Bullock var það frábært. Við hinir viljum spila sem fyrst og finnst leiðinlegt að fara í svona pásu. Ef við horfum á þetta út frá honum þá var þetta frábært fyrir hann til að koma sér inn í allt. Hann lítur virkilega vel út og þetta er allt að smella núna.“ Grindvíkingum var spáð góðu gengi í vetur en áttu í basli fyrir áramótin. Í dag sýndu þeir framfarir og ætla sér stóra hluti. „Við stefnum eins hátt og við getum farið. Við viljum bæta okkar leik og gerðum það klárlega í dag. Við þurfum bara að halda áfram að taka þessi skref. Heimavallarréttur í úrslitakeppni er mikilvægur en ef spilum svona vel þá skiptir það engu máli.“ Þröstur Leó: Eins og einhver hafi tekið botninn úr þessu hjá okkurÚr leik Keflavíkur frá því fyrr í vetur.Vísir/EyþórÞröstur Leó Jóhannsson skoraði 8 stig fyrir Keflvíkinga í tapinu gegn Grindavík í kvöld. Hann segir lítið annað í stöðunni en að halda áfram vinnunni. „Við fylgjum leikáætluninni í fyrsta leikhluta og erum smástund að koma okkur inn í þetta. Þeir taka sprett í byrjun og við erum að hlaupa nýja hluti og annað slíkt. Við komumst aftur inn í þetta í fyrsta leikhluta en síðan er eins og einhver hafi tekið botninn úr þessu hjá okkur,“ sagði Þröstur Leó í samtali við Vísi en Grindavík leiddi í hálfleik 42-23 eftir að staðan eftir fyrsta leikhluta var 17-17. Þröstur Leó reyndi í nokkur skipti að öskra sína menn í gang þegar Keflvíkingar gerðu sig líklega en það hafði lítið að segja. Fannst honum vanta stemmningu hjá hans mönnum í kvöld? „Já, ég verð eiginlega að segja það. Sama hvað maður reyndi þá vorum við ekki á tánum varnarlega og náðum ekki áhlaupinu sem við þurftum til að gera þetta að leik í lokin. Það hefði verið erfitt að elta þá jafnvel þó við hefðum náð áhlaupinu.“ Keflvíkingar léku síðast þann 7.janúar og fengu því góðan tíma til undirbúnings fyrir leikinn í kvöld. Þröstur Leó var sammála því að það væri afskaplega pirrandi að tapa stórt eftir svona langa pásu. „Við sköfum ekkert af því að við lögðum mikið á okkur í þessari pásu og unnum í fullt af nýjum hlutum sem við ætluðum að breyta að bæta. Við látum það bara ganga, einn leikhluti núna sem gekk þokkalega og við höldum bara áfram,“ sagði Þröstur Leó að lokum. Dominos-deild karla
Grindavík vann öruggan 25 stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í 14.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Lokatölur urðu 85-60 eftir að staðan í hálfleik var 42-23. Fyrsti leikhluti var sveiflukenndur og liðin skiptust á að taka áhlaup. Staðan að honum loknum var 17-17 en í öðrum leikhluta skildu leiðir. Grindvíkingar spiluðu hörkuvörn og gestunum gekk ekkert að sækja á körfuna. Keflavík skoraði aðeins tvö stig fyrir innan þriggja stiga línuna í fyrri háfleik og munurinn var orðinn 19 stig í leikhléi, 42-23. Í seinni hálfleik héldu Grindvíkingar forskotinu. Keflavík virtist ætla að ná áhlaupi í þriðja leikhluta og gat minnkað muninn í 12 stig þegar skot Þrastar Leó Jóhanssonar dansaði á hringnum. Grindvíkingar svöruðu með þristi í næstu sókn og eftir það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Heimaenn juku forskot sitt aðeins og unnu að lokum öruggan sigur.Af hverju vann Grindavík?Þeir einfaldlega nýttu sér styrkleika sína inni í teig og lokuðu vörninni. Varnarleikur Grindavíkur hefur verið vandamál í vetur en hann var það svo sannarlega ekki í þessum leik. Þeir fengu ekki nema 6 stig á sig í öðrum leikhluta og það lagði grunninn að sigrinum. Þegar Keflvíkingar náðu smá spretti var það aðallega því þristarnir duttu niður og vegna slakrar ákvarðanatöku heimamanna í sóknarleiknum en þeir töpuðu 17 boltum í kvöld. Grindvíkingar hafa á að skipa afar sterku liði og fari þeir að komast almennilega í gang þarf svo sannarlega að reikna með þeim í baráttunni um þá titla sem eru í boði.Þessir stóðu upp úr:Sigur Grindavíkur var liðssigur. Margir lögðu í púkkið og Ólafur Ólafsson, J´Nathan Bullock og Sigurður Þorsteinsson áttu allir prýðisleik. Jóhann Árni og Ingvi áttu fína spretti en Ingvi tapaði of mörgum boltum í sókninni. Kristófer Breki Gylfason átti fína innkomu af bekknum í öðrum leikhluta og liðsheildin var sterk. Hjá Keflavík var fátt um fína drætti. Ragnar Örn Bragason sýndi lipra takta á köflum en allir leikmenn Keflavíkur geta gert betur en þeir gerðu í kvöld.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Keflavíkur gekk skelfilega í öðrum leikhluta og í fyrri hálfleik skoruðu þeir 21 af 23 stigum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Lykilleikmenn þeirra náðu sér alls ekki á strik og Dominique Elliott skoraði til dæmis ekki körfu fyrir hlé. Hörður Axel Vilhjálmsson var ólíkur sjálfum sér, tapaði boltum og gekk illa að koma boltanum í körfuna. Hann skoraði ekki nema 5 stig og Keflvíkingar þurfa meira en það frá landsliðsmanninum sterka.Hvað gerist næst?Grindavík heldur næst á Sauðárkrók og mæta þar bikarmeisturum Tindastóls. Það verður afar áhugaverður leikur og gaman að sjá hvort Grindvíkingar ná að taka kraftinn úr leiknum í kvöld með sér norður. Keflavík fær Hauka í heimsókn í Sláturhúsið eftir viku og það verður erfiður leikur fyrir heimamenn. Haukar hafa verið að spila vel undanfarið þó svo að þeir hafi tapað í gær. Keflvíkingar verða einfaldlega að fara að rífa sig í gang. Jóhann: Liðsframmistaðan var til fyrirmyndarJóhann var ánægður með leik sinna manna í sigrinum á Keflavík.vísir/ernirJóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum sáttur eftir 25 stiga sigur á Keflavík í 14.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. „Við vorum öflugir, sérstaklega í öðrum leikhluta. Vörnin var flott og liðsframmistaðan til fyrirmyndar. Heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Jóhann við Vísi eftir leik. Fyrsti leikhlutinn var jafn en í öðrum leikhluta náðu Grindvíkingar áhlaupi þar sem vörnin small saman og Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum. „Við vorum auðvitað með ákveðið plan í gangi til dæmis að skipta á boltahindrunum sem gekk mjög vel. Við fældum þá kannski út úr því sem þeir vildu gera. Það sem skiptir máli var að við vorum að leggja helling á okkur og það voru lykilatriði í liðsvörninni sem voru til staðar,“ bætti Jóhann við. Jóhann sagði að ef eitthvað væri hægt að setja út á væri það ákvarðanatakan í sóknarleiknum. „Við erum að tapa 17 boltum sem er alltof mikið og eitthvað sem við þurfum að laga. Við þurfum að finna jafnvægið og ég hef engar áhyggjur, það kemur.“ Þorsteinn Finnbogason lék ekki með Grindavík í kvöld en hann fékk högg á mjöðmina á æfingu og er bólginn og marinn. Hvenær á Jóhann von á honum til baka? „Það kemur í ljós á mánudag. Við ætlum að sjá hvað helgin gefur okkur en ég á ekki von á því að hann verði lengi frá.“ Friðrik Ingi: Of margir máttarstólpar að spila undir getuFriðrik Ingi sagði Keflvíkinga hafa verið taktlausa undanfarið.Vísir/EyþórFriðrik Ingi Rúnarsson var svekktur eftir tapið gegn Grindavík í kvöld og sagði ekki mikið jákvætt hægt að taka úr leik sinna manna. „Það er kannski bara það að leikurinn er búinn,“ sagði Friðrik í samtali við Vísi eftir leik. „Þegar á reyndi létum við ýta okkur út úr öllu okkar aðgerðum. Við vorum ekki með nógu góð úrræði á köflum. Það sem angrar mann kannski mest er varnarleikurinn, að þó svo að það gangi ekki eitthvað í sókninni þá afsakar það ekki að menn séu seinir til baka, dekki ekki mennina, verji ekki körfuna eða taki ekki lausu boltana.“ „Mér finnst við sveiflast svolítið með því hvort að sóknarleikurinn sé góður eða ekki,“ bætti Friðrik Ingi við. Keflavík skoraði 2 stig í fyrri hálfleik úr tveggja stiga skotum og Bandaríkjamaðurinn Dominique Elliott skoraði ekki eina körfu. „Þeir voru miklu betri undir körfunni í dag, það er nokkuð ljóst. Við létum ýta okkur út úr hlutunum, vorum greinilega léttari og ekki eins líkamlega sterkir og þeir gengu á lagið. Þetta hafði þau áhrif að við náðum ekki að aflétta pressunni og fá betra flæði. Þetta helst allt í hendur.“ Friðrik Ingi sagði Keflvíkinga hafa verið taktlausa í leiknum í dag og í síðustu leikjum. „Það hafa verið breytingar um og eftir áramótin og einhvern veginn hefur takturinn ekki náðst eins og við viljum hafa hann. Við getum spilað betur en þetta en við erum ekki að gera það þessa stundina.“ Reggie Dupree lék ekki með Keflavík í dag og er nokkur óvissa um framhaldið hjá honum. „Hann þarf að vera í þessum umbúðum út mánuðinn. Eftir mánaðamótin kemur kannski í ljós hvort þetta hafi gróið almennilega og hann geti byrjað aftur. Það hefur verið svolítið skvaldur á honum, bæði í byrjun móts og svo aftur eftir áramótin.“ „Við söknum hans auðvitað en við erum með nóg af leikmönnum og aðrir verða bara að stíga upp og axla meiri ábyrgð. Í dag voru of margir máttarstólpar að spila undir getu,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson að lokum. Dagur Kár: Við stefnum eins hátt og við getum fariðDagur Kár í leik með Grindavík.Vísir/Anton„Ég er virkilega sáttur, sérstaklega með vörnina. Við höfum verið í basli í vetur og fengið á okkur 90 stig að meðaltali þannig að halda þeim í 60 stigum í dag er frábært,“ sagði bakvörðurinn Dagur Kár Jónsson hjá Grindavík í samtali við Vísi eftir sigur á Keflavík í kvöld. Grindavík stakk af í öðrum leikhluta og leit ekki til baka eftir það. Þeir héldu Keflvíkingum í 23 stigum í fyrri háfleik sem áttu í mesta basli sóknarlega. „Við vorum að hafa gaman af þessu. Það er búið að vera þungt yfir okkur í leikjum og við höfum verið að spila undir væntingum. Núna var ógeðslega gaman og þá kemur allt með, barátta og stemmning. Þá smellur allt.“ Grindvíkingar léku síðast þann 7.janúar og voru því að koma úr 12 daga pásu. Hafði það góð áhrif á liðið að fá tíma til að slípa sig saman eftir að J´Nathan Bullock kom til liðsins? „Fyrir Bullock var það frábært. Við hinir viljum spila sem fyrst og finnst leiðinlegt að fara í svona pásu. Ef við horfum á þetta út frá honum þá var þetta frábært fyrir hann til að koma sér inn í allt. Hann lítur virkilega vel út og þetta er allt að smella núna.“ Grindvíkingum var spáð góðu gengi í vetur en áttu í basli fyrir áramótin. Í dag sýndu þeir framfarir og ætla sér stóra hluti. „Við stefnum eins hátt og við getum farið. Við viljum bæta okkar leik og gerðum það klárlega í dag. Við þurfum bara að halda áfram að taka þessi skref. Heimavallarréttur í úrslitakeppni er mikilvægur en ef spilum svona vel þá skiptir það engu máli.“ Þröstur Leó: Eins og einhver hafi tekið botninn úr þessu hjá okkurÚr leik Keflavíkur frá því fyrr í vetur.Vísir/EyþórÞröstur Leó Jóhannsson skoraði 8 stig fyrir Keflvíkinga í tapinu gegn Grindavík í kvöld. Hann segir lítið annað í stöðunni en að halda áfram vinnunni. „Við fylgjum leikáætluninni í fyrsta leikhluta og erum smástund að koma okkur inn í þetta. Þeir taka sprett í byrjun og við erum að hlaupa nýja hluti og annað slíkt. Við komumst aftur inn í þetta í fyrsta leikhluta en síðan er eins og einhver hafi tekið botninn úr þessu hjá okkur,“ sagði Þröstur Leó í samtali við Vísi en Grindavík leiddi í hálfleik 42-23 eftir að staðan eftir fyrsta leikhluta var 17-17. Þröstur Leó reyndi í nokkur skipti að öskra sína menn í gang þegar Keflvíkingar gerðu sig líklega en það hafði lítið að segja. Fannst honum vanta stemmningu hjá hans mönnum í kvöld? „Já, ég verð eiginlega að segja það. Sama hvað maður reyndi þá vorum við ekki á tánum varnarlega og náðum ekki áhlaupinu sem við þurftum til að gera þetta að leik í lokin. Það hefði verið erfitt að elta þá jafnvel þó við hefðum náð áhlaupinu.“ Keflvíkingar léku síðast þann 7.janúar og fengu því góðan tíma til undirbúnings fyrir leikinn í kvöld. Þröstur Leó var sammála því að það væri afskaplega pirrandi að tapa stórt eftir svona langa pásu. „Við sköfum ekkert af því að við lögðum mikið á okkur í þessari pásu og unnum í fullt af nýjum hlutum sem við ætluðum að breyta að bæta. Við látum það bara ganga, einn leikhluti núna sem gekk þokkalega og við höldum bara áfram,“ sagði Þröstur Leó að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum