Svar við opnu bréfi Hjördísar Albertsdóttur Skúli Helgason skrifar 19. janúar 2018 09:57 Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. Þú fjallar þar um kjarabaráttu kennara og spyrð mig einfaldrar spurningar, hvort ég muni beita mér fyrir kjarabótum grunnskólakennara. Við því er einfalt svar og skýrt: Já, ég mun gera það. Það hef ég reyndar gert frá því ég tók sæti í borgarstjórn árið 2014 og reyndar fyrir þann tíma. Það er því ekki rétt sem þú segir í bréfinu að ég og mínir félagar hafi „staðið gegn launaleiðréttingu kennara hingað til“.Þvert á móti, við hjá borginni höfum sérstaklega talað fyrir því á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga í samningaviðræðum síðustu ára að það ætti að teygja sig til hins ítrasta til að mæta sanngjörnum kröfum kennara.Árangurinn er sá að tekist hefur að brúa þann mun sem var á kjörum kennara og annarra háskólamenntaðra hópa sem starfa hjá borginni. Þetta má sjá á meðfylgjandi myndum. Eins og hér sést hafa dagvinnulaun kennara hækkað umfram laun annarra háskólamenntaðra í störfum hjá borginni frá 2014. Á sama hátt hafa launahækkanir kennara verið meiri en annarra háskólamenntaðra hjá borginni á sama tímabili og halda í við hækkun launa á almennum markaði. Rétt er að halda til haga að á móti hluta af þessum hækkunum kom sala réttinda sem kom sveitarfélögunum til góða.En baráttunni er ekki lokið og við erum samherjar í því að berjast fyrir enn betri kjörum kennara. Við höfum alltof lengið búið við brenglað gildismat í samfélaginu hvað varðar launakjör mismunandi hópa, þar sem t.d. störf í fjármálageiranum eru mun betur metin til launa en störf í mennta- og velferðarþjónustunni. Þarna er ábyrgð ríkisins mikil og nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að leiðrétta þessa brenglun. Metnaður okkar og forgangsmál í meirihluta borgarstjórnar er að búa vel að okkar kennurum, bæði varðandi laun og starfsumhverfi. Þess vegna höfum við bætt 9 milljörðum króna í menntakerfið í borginni á kjörtímabili, þar af 7 milljörðum í hærri laun starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Með því viljum við sýna í verki að við metum ykkar mikilvægu störf að verðleikum og á sama tíma þurfum við að vinna að því að laða fleiri til kennarastarfa í Reykjavíkurborg, sem ég þreytist ekki á að minna á að eru einhver þau mikilvægustu í íslensku samfélagi.Skúli Helgasonborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Opið bréf til Skúla Helgasonar Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja. 18. janúar 2018 08:15 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. Þú fjallar þar um kjarabaráttu kennara og spyrð mig einfaldrar spurningar, hvort ég muni beita mér fyrir kjarabótum grunnskólakennara. Við því er einfalt svar og skýrt: Já, ég mun gera það. Það hef ég reyndar gert frá því ég tók sæti í borgarstjórn árið 2014 og reyndar fyrir þann tíma. Það er því ekki rétt sem þú segir í bréfinu að ég og mínir félagar hafi „staðið gegn launaleiðréttingu kennara hingað til“.Þvert á móti, við hjá borginni höfum sérstaklega talað fyrir því á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga í samningaviðræðum síðustu ára að það ætti að teygja sig til hins ítrasta til að mæta sanngjörnum kröfum kennara.Árangurinn er sá að tekist hefur að brúa þann mun sem var á kjörum kennara og annarra háskólamenntaðra hópa sem starfa hjá borginni. Þetta má sjá á meðfylgjandi myndum. Eins og hér sést hafa dagvinnulaun kennara hækkað umfram laun annarra háskólamenntaðra í störfum hjá borginni frá 2014. Á sama hátt hafa launahækkanir kennara verið meiri en annarra háskólamenntaðra hjá borginni á sama tímabili og halda í við hækkun launa á almennum markaði. Rétt er að halda til haga að á móti hluta af þessum hækkunum kom sala réttinda sem kom sveitarfélögunum til góða.En baráttunni er ekki lokið og við erum samherjar í því að berjast fyrir enn betri kjörum kennara. Við höfum alltof lengið búið við brenglað gildismat í samfélaginu hvað varðar launakjör mismunandi hópa, þar sem t.d. störf í fjármálageiranum eru mun betur metin til launa en störf í mennta- og velferðarþjónustunni. Þarna er ábyrgð ríkisins mikil og nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að leiðrétta þessa brenglun. Metnaður okkar og forgangsmál í meirihluta borgarstjórnar er að búa vel að okkar kennurum, bæði varðandi laun og starfsumhverfi. Þess vegna höfum við bætt 9 milljörðum króna í menntakerfið í borginni á kjörtímabili, þar af 7 milljörðum í hærri laun starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Með því viljum við sýna í verki að við metum ykkar mikilvægu störf að verðleikum og á sama tíma þurfum við að vinna að því að laða fleiri til kennarastarfa í Reykjavíkurborg, sem ég þreytist ekki á að minna á að eru einhver þau mikilvægustu í íslensku samfélagi.Skúli Helgasonborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar