Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR: 84-73 │ Sannfærandi sigur Breiðhyltinga Árni Jóhannsson skrifar 18. janúar 2018 21:45 Ryan Taylor, sem var frábær í kvöld, hirðir eitt af níu fráköstum sínum. Vísir / Hanna Andrésdóttir ÍR tók á móti KR í Hertz hellinum í 14. umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Bæði lið voru örlítið taugatrekkt í byrjun leiks og áttu erfitt með að hitta í körfuna fyrstu fimm mínútur fyrsta leikhluta en sýndu það þó bæði að þau ætluðu að selja sig dýrt í varnarleiknum. Enda var mikið undir fyrir leik, liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Þegar bæði lið voru búin að hrista af sér titringinn úr líkamanum þá byrjuðu þau að finna sig í sóknarleiknum og KR-ingar náðu undirtökum og leiddu eftir fyrsta leikhluta með fimm stigum. Í öðrum leikhluta héldu liðin áfram að sýna hörkuvörn en sýndu auk þess góðan sóknarleik. ÍR-ingar unnu sig betur inn í leikinn og náðu á endanum að jafna leikinn áður en lokaflautan gall í fyrri hálfleik 41-41. KR hafði notið góðs af stigum skoruðum eftir tapaða bolta já ÍR en það átti eftir að breytast. Í seinni hálfleik komu heimamenn út með blóð á tönnunum, það má færa rök fyrir því að gestirnir hafi verið slegnir út af laginu en KR er alltaf KR og náðu að hanga vel í heimamönnum sem mest náðu 15 stiga forskoti. ÍR var á framfætinum í þriðja leikhluta og náði að halda haus þrátt fyrir áhlaup KR-inga sem lengst náðu að minnka muninn í tvö stig. ÍR-ingar spiluðu fantagóða vörn og hörkubaráttu í seinni hálfleiknum og um leið og þeir náðu að fara betur með boltann þá var lokahnykkurinn settur á flottan leik þeirra. ÍR átti sigurinn fyllilega skilið.ÍR: Ryan Taylor 34/9 fráköst, Danero Thomas 12/7 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 10/8 fráköst/11 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 9/6 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6, Kristinn Marinósson 6, Sveinbjörn Claessen 5, Hákon Örn Hjálmarsson 3, Trausti Eiríksson 2/5 fráköst.KR: Brandon Penn 17/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 14, Kristófer Acox 13/7 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Darri Hilmarsson 13/8 fráköst, Björn Kristjánsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 7, Zaccery Alen Carter 2, Veigar Áki Hlynsson 2.Afhverju vann ÍR?Krafturinn og baráttan sem ÍR-ingar sýndu í seinni hálfleik var til fyrirmyndar. Þeir gerður gestunum margoft erfitt fyrir að finna leið að körfunni og neyddu þá í erfiðari skot. Ásamt því þá hættu ÍR-ingar að tapa boltanum jafn oft og þeir gerðu í fyrri hálfleik og fengu góða nýtingur í sóknum sínum og framlag frá mörgum mönnum.Hverjir stóðu upp úr í kvöld?Maður leiksins í kvöld var Ryan Taylor, mýkt hans og hreyfanleiki í kringum körfuna er unun að horfa á og gerði það að verkum að ÍR gat treyst oftar en ekki á það að fá körfu ef boltinn rataði til hans. Taylor skoraði 34 stig í kvöld og það þrátt fyrir að vera með tvo menn á sér mest allan tímann. Hann er enginn slugsi í vörninni heldur og varði tvö skot ansi glæsilega og fengum við veður af því að í annað skiptið barði hann boltanum svo hart í spjaldið að það hafi komið sprunga í það.Hvað gekk illa?Bæði lið voru illa brennd af töpuðum boltum í kvöld, ÍR í fyrri hálfleik og KR í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik skoraði KR 16 stig eftir að hafa unnið boltann af ÍR á móti tveimur stigum gestanna en það var ótrúlegur viðsnúningur í þessum hluta leiksins í seinni hálfleik. ÍR skoraði 20 stig í seinni hálfleik eftir tapaðan bolta gestanna á móti þremur stigum KR. Var þetta lykilatriði í sigri heimamanna.Hvað gerist næst?ÍR-ingar eru komnir á topp deildarinnar þar sem Haukar töpuðu í kvöld og fara næst í Njarðvík þar sem þeir freista þess að festa sig í sessi. KR þarf að taka stöðuna og fara yfir hvað þeir geta gert betur. KR fær Val í heimsókn í næstu umferð og getur náð vopnum sínum aftur í baráttunni. Finnur Freyr Stefánsson: Vorum daufir og ekki fókuseraðirFinnur Freyr Stefánsson.Vísir/HannaÞjálfari KR var skiljanlega daufur í dálkinn þegar hann hitti blaðamann fyrir eftir tap KR á móti ÍR í kvöld. Hann var spurður út í viðsnúninginn sem varð í seinni hálfleik en KR hafði verið örlítið með yfirhöndina í þeim fyrri í jöfnum leik. „Þetta var frekar jafnt í fyrri hálfleik en ÍR kemur sterkari út í seinni hálfleik og nær frumkvæðinu og þurfti ég að brenna leikhléi þarna um miðjan hálfleikinn. Þeir komu miklu kraftmeiri til leiks og fóru að gera hlutina betur og við fórum að gera alltof mikið af mistökum. Við gerðum bara of mikið af mistökum til að eiga séns á að vinna leikinn.“ Finnur var spurður að því hvort hans menn hafi hreinlega verið slegnir út af laginu í kvöld. „Ég veit það ekki. Við töluðum um að koma orkumiklir til leiks en mér fannst við vera daufir og ekki fókuseraðir. Eitthvað var það en ég veit ekki nákvæmlega hvað.“ Hvað þarf KR að gera í vikunni til að laga leik hans manna? „Æfa betur.“ Borche Ilievski: Eigum aldrei að tapa í BreiðholtiBorce Ilievski, þjálfari ÍR.Vísir/Ernir„Við þurftum að stoppa þá í að taka sóknarfráköst og við þurftum að hætta að missa boltann svona mikið“, sagði þjálfari ÍR um það hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik. „Þeir skoruðu 26 stig af 41 einu eftir sóknarfráköst og tapaða bolta hjá okkur. Það var lykillinn hjá okkur að breyta þessu í seinni hálfleik hjá okkur.“ Borche var svo spurður að því hvað þessi sigur þýddi í framtíðinni í þegar líður á Íslandsmótið. „Þetta var fyrsti sigur minn á móti KR eftir að ég tók við ÍR þannig að ég er persónulega mjög ánægður með það. Þessi sigur þýðir samt allt því að Haukar töpuðu og við erum komnir í efsta sætið sem er eitthvað sem við þurfum að verja og allavega tryggja þaðað við séum eitt af fjórum efstu liðunum“. Að lokum var Borche spurður út í mikilvægi heimavallarins í gengi ÍR-inga. „Hann er mjög mikilvægur, við ættum aldrei að tapa í Breiðholti og þess vegna gefum við okkur alla í leikina hérna“. Dominos-deild karla
ÍR tók á móti KR í Hertz hellinum í 14. umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Bæði lið voru örlítið taugatrekkt í byrjun leiks og áttu erfitt með að hitta í körfuna fyrstu fimm mínútur fyrsta leikhluta en sýndu það þó bæði að þau ætluðu að selja sig dýrt í varnarleiknum. Enda var mikið undir fyrir leik, liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Þegar bæði lið voru búin að hrista af sér titringinn úr líkamanum þá byrjuðu þau að finna sig í sóknarleiknum og KR-ingar náðu undirtökum og leiddu eftir fyrsta leikhluta með fimm stigum. Í öðrum leikhluta héldu liðin áfram að sýna hörkuvörn en sýndu auk þess góðan sóknarleik. ÍR-ingar unnu sig betur inn í leikinn og náðu á endanum að jafna leikinn áður en lokaflautan gall í fyrri hálfleik 41-41. KR hafði notið góðs af stigum skoruðum eftir tapaða bolta já ÍR en það átti eftir að breytast. Í seinni hálfleik komu heimamenn út með blóð á tönnunum, það má færa rök fyrir því að gestirnir hafi verið slegnir út af laginu en KR er alltaf KR og náðu að hanga vel í heimamönnum sem mest náðu 15 stiga forskoti. ÍR var á framfætinum í þriðja leikhluta og náði að halda haus þrátt fyrir áhlaup KR-inga sem lengst náðu að minnka muninn í tvö stig. ÍR-ingar spiluðu fantagóða vörn og hörkubaráttu í seinni hálfleiknum og um leið og þeir náðu að fara betur með boltann þá var lokahnykkurinn settur á flottan leik þeirra. ÍR átti sigurinn fyllilega skilið.ÍR: Ryan Taylor 34/9 fráköst, Danero Thomas 12/7 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 10/8 fráköst/11 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 9/6 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6, Kristinn Marinósson 6, Sveinbjörn Claessen 5, Hákon Örn Hjálmarsson 3, Trausti Eiríksson 2/5 fráköst.KR: Brandon Penn 17/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 14, Kristófer Acox 13/7 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Darri Hilmarsson 13/8 fráköst, Björn Kristjánsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 7, Zaccery Alen Carter 2, Veigar Áki Hlynsson 2.Afhverju vann ÍR?Krafturinn og baráttan sem ÍR-ingar sýndu í seinni hálfleik var til fyrirmyndar. Þeir gerður gestunum margoft erfitt fyrir að finna leið að körfunni og neyddu þá í erfiðari skot. Ásamt því þá hættu ÍR-ingar að tapa boltanum jafn oft og þeir gerðu í fyrri hálfleik og fengu góða nýtingur í sóknum sínum og framlag frá mörgum mönnum.Hverjir stóðu upp úr í kvöld?Maður leiksins í kvöld var Ryan Taylor, mýkt hans og hreyfanleiki í kringum körfuna er unun að horfa á og gerði það að verkum að ÍR gat treyst oftar en ekki á það að fá körfu ef boltinn rataði til hans. Taylor skoraði 34 stig í kvöld og það þrátt fyrir að vera með tvo menn á sér mest allan tímann. Hann er enginn slugsi í vörninni heldur og varði tvö skot ansi glæsilega og fengum við veður af því að í annað skiptið barði hann boltanum svo hart í spjaldið að það hafi komið sprunga í það.Hvað gekk illa?Bæði lið voru illa brennd af töpuðum boltum í kvöld, ÍR í fyrri hálfleik og KR í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik skoraði KR 16 stig eftir að hafa unnið boltann af ÍR á móti tveimur stigum gestanna en það var ótrúlegur viðsnúningur í þessum hluta leiksins í seinni hálfleik. ÍR skoraði 20 stig í seinni hálfleik eftir tapaðan bolta gestanna á móti þremur stigum KR. Var þetta lykilatriði í sigri heimamanna.Hvað gerist næst?ÍR-ingar eru komnir á topp deildarinnar þar sem Haukar töpuðu í kvöld og fara næst í Njarðvík þar sem þeir freista þess að festa sig í sessi. KR þarf að taka stöðuna og fara yfir hvað þeir geta gert betur. KR fær Val í heimsókn í næstu umferð og getur náð vopnum sínum aftur í baráttunni. Finnur Freyr Stefánsson: Vorum daufir og ekki fókuseraðirFinnur Freyr Stefánsson.Vísir/HannaÞjálfari KR var skiljanlega daufur í dálkinn þegar hann hitti blaðamann fyrir eftir tap KR á móti ÍR í kvöld. Hann var spurður út í viðsnúninginn sem varð í seinni hálfleik en KR hafði verið örlítið með yfirhöndina í þeim fyrri í jöfnum leik. „Þetta var frekar jafnt í fyrri hálfleik en ÍR kemur sterkari út í seinni hálfleik og nær frumkvæðinu og þurfti ég að brenna leikhléi þarna um miðjan hálfleikinn. Þeir komu miklu kraftmeiri til leiks og fóru að gera hlutina betur og við fórum að gera alltof mikið af mistökum. Við gerðum bara of mikið af mistökum til að eiga séns á að vinna leikinn.“ Finnur var spurður að því hvort hans menn hafi hreinlega verið slegnir út af laginu í kvöld. „Ég veit það ekki. Við töluðum um að koma orkumiklir til leiks en mér fannst við vera daufir og ekki fókuseraðir. Eitthvað var það en ég veit ekki nákvæmlega hvað.“ Hvað þarf KR að gera í vikunni til að laga leik hans manna? „Æfa betur.“ Borche Ilievski: Eigum aldrei að tapa í BreiðholtiBorce Ilievski, þjálfari ÍR.Vísir/Ernir„Við þurftum að stoppa þá í að taka sóknarfráköst og við þurftum að hætta að missa boltann svona mikið“, sagði þjálfari ÍR um það hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik. „Þeir skoruðu 26 stig af 41 einu eftir sóknarfráköst og tapaða bolta hjá okkur. Það var lykillinn hjá okkur að breyta þessu í seinni hálfleik hjá okkur.“ Borche var svo spurður að því hvað þessi sigur þýddi í framtíðinni í þegar líður á Íslandsmótið. „Þetta var fyrsti sigur minn á móti KR eftir að ég tók við ÍR þannig að ég er persónulega mjög ánægður með það. Þessi sigur þýðir samt allt því að Haukar töpuðu og við erum komnir í efsta sætið sem er eitthvað sem við þurfum að verja og allavega tryggja þaðað við séum eitt af fjórum efstu liðunum“. Að lokum var Borche spurður út í mikilvægi heimavallarins í gengi ÍR-inga. „Hann er mjög mikilvægur, við ættum aldrei að tapa í Breiðholti og þess vegna gefum við okkur alla í leikina hérna“.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum