Eldur kom upp í rútu í norðvesturhluta Kasakstan í morgun. Talið er að 52 hafi látist. Eldsupptök eru ókunn.
Aðeins fimm náðu að koma sér úr rútunni áður en hún varð alelda að sögn breska ríkisútvarpsins. Björgunarsveitir hlúðu að eftirlifendum en ekki fylgir sögunni hvort bílstjórar rútunnar, sem voru tveir, hafi komist lífs af.
Slysið var klukkan 10:30 að staðartíma og í þarlendum miðlum segir að rútan hafi verið að flytja fólk frá Rússlandi. Ferðinni var heitið að borginni Shymkent í suðurhluta Kasakstan, skammt frá landamærum ríkisins við Úsbekistan.
Bruni dró 52 farþega til dauða
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið


Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent




Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

