Geir: Boltinn er hjá HSÍ Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 16. janúar 2018 22:45 Geir veit ekki hvort hann verður áfram landsliðsþjálfari. vísir/epa Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segist hafa áhuga á að halda áfram með landsliðið en samningur hans við HSÍ rennur út eftir EM. Við hittum á Geir á hóteli landsliðsins í kvöld eftir að ljóst var að Ísland hefði lokið keppni á EM þetta árið. „Þessu ævintýri er að ljúka viku of snemma. Markmiðið var alltaf að komast til Zagreb í milliriðil. Þetta byrjaði vel gegn Svíum og sá sigur gaf góð fyrirheit um framhaldið. Von um að fara með tvö stig í milliriðil. Því miður er þetta fljótt að breytast. Þetta er niðurstaðan og ég er mjög svekktur með hana,“ segir Geir en hans menn geta engu öðru um kennt en sjálfum sér. „Það eru við sem berum ábyrgð og leggjum þetta upp. Þetta er niðurstaðan og ég er ekki sáttur. Ég hef átt gott spjall við hópinn og hef fengið gott fóður frá þeim til þess að vinna með. Næstu dagar fara í að gera þetta upp. Þegar illa gengur kemur efni sem maður getur mikið lært af. Það er ætlunin að læra af þessu.“ Það var margt gott í leik íslenska liðsins og líka margt sem miður fór. Hvað fannst þjálfaranum? „Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að það eru slæmir kaflar í þeim. Þeir eru mislangir. Einn stuttur kafli til að mynda á móti Svíum breytti miklu í þeim leik,“ segir þjálfarinn en íslenska liðið virtist fara á taugum í kvöld og ekki höndla pressuna. Andlega hliðin er eitthvað sem þarf að skoða segir Geir. „Það er klárlega þáttur sem þarf að skoða og ég ræddi um það við drengina. Hvernig leið okkur á þessum mínútum og almennt í leiknum sem og fyrir leik. Það er pottþétt einn anginn af þessu.“ Eins og áður segir er Geir að verða samningslaus en vill hann halda áfram að þjálfa liðið? „Ég lýsti því yfir síðasta sumar að ég hefði áhuga á að halda áfram með liðið. Núna er boltinn hjá HSÍ og við verðum að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Geir en er hann bjartsýnn á að fá samningstilboð frá sambandinu? „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Mínar vangaveltur á þessari stundu hafa nær eingöngu beinst að átta mig á kjarna málsins. Út frá þessum þremur leikjum og hvað hefði verið hægt að gera betur.“ Ekki náðist í Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, í kvöld til að spyrja hann út í stöðu þjálfaramála. EM 2018 í handbolta Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segist hafa áhuga á að halda áfram með landsliðið en samningur hans við HSÍ rennur út eftir EM. Við hittum á Geir á hóteli landsliðsins í kvöld eftir að ljóst var að Ísland hefði lokið keppni á EM þetta árið. „Þessu ævintýri er að ljúka viku of snemma. Markmiðið var alltaf að komast til Zagreb í milliriðil. Þetta byrjaði vel gegn Svíum og sá sigur gaf góð fyrirheit um framhaldið. Von um að fara með tvö stig í milliriðil. Því miður er þetta fljótt að breytast. Þetta er niðurstaðan og ég er mjög svekktur með hana,“ segir Geir en hans menn geta engu öðru um kennt en sjálfum sér. „Það eru við sem berum ábyrgð og leggjum þetta upp. Þetta er niðurstaðan og ég er ekki sáttur. Ég hef átt gott spjall við hópinn og hef fengið gott fóður frá þeim til þess að vinna með. Næstu dagar fara í að gera þetta upp. Þegar illa gengur kemur efni sem maður getur mikið lært af. Það er ætlunin að læra af þessu.“ Það var margt gott í leik íslenska liðsins og líka margt sem miður fór. Hvað fannst þjálfaranum? „Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að það eru slæmir kaflar í þeim. Þeir eru mislangir. Einn stuttur kafli til að mynda á móti Svíum breytti miklu í þeim leik,“ segir þjálfarinn en íslenska liðið virtist fara á taugum í kvöld og ekki höndla pressuna. Andlega hliðin er eitthvað sem þarf að skoða segir Geir. „Það er klárlega þáttur sem þarf að skoða og ég ræddi um það við drengina. Hvernig leið okkur á þessum mínútum og almennt í leiknum sem og fyrir leik. Það er pottþétt einn anginn af þessu.“ Eins og áður segir er Geir að verða samningslaus en vill hann halda áfram að þjálfa liðið? „Ég lýsti því yfir síðasta sumar að ég hefði áhuga á að halda áfram með liðið. Núna er boltinn hjá HSÍ og við verðum að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Geir en er hann bjartsýnn á að fá samningstilboð frá sambandinu? „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Mínar vangaveltur á þessari stundu hafa nær eingöngu beinst að átta mig á kjarna málsins. Út frá þessum þremur leikjum og hvað hefði verið hægt að gera betur.“ Ekki náðist í Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, í kvöld til að spyrja hann út í stöðu þjálfaramála.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Sjá meira