Umhverfismál snerta okkur öll Sigurður Hannesson skrifar 17. janúar 2018 07:00 Almenningur hér á landi lítur ekki á Ísland sem brautryðjanda á alþjóðavettvangi á sviði loftslagsmála ef marka má nýlega könnun Gallup. Staðreynd málsins er þó sú að íslensk fyrirtæki hafa margt fram að færa í þessum efnum. Atvinnulífið jafnt sem almenningur bera ábyrgð sem gæslumenn náttúrunnar. Á undanförnum áratugum hefur vægi umhverfismála vaxið umtalsvert. Almenningur og stjórnendur fyrirtækja eru upplýstari um áhrif á umhverfið og þjóðir heims hafa tekið höndum saman til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Meira en náttúruvernd Umhverfismál snúast um miklu meira en náttúruvernd og má þar nefna endurvinnslu, áhrif okkar á lífríki, loftgæði, vatnsgæði og náttúruauðlindir. Gott samstarf stjórnvalda og atvinnulífs er forsenda þess að stjórnvöld nái metnaðarfullum markmiðum sínum í málaflokknum en stefnt er að 40% minni losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í samanburði við losun árið 1990 samkvæmt Parísarsamkomulaginu.Leggur sitt af mörkum Atvinnulífið, þar á meðal iðnaður leggur sitt af mörkum og má nefna þrennt í því sambandi. Í fyrsta lagi hafa mörg fyrirtæki markað sér stefnu í umhverfismálum og ráðist í breytingar til að draga úr áhrifum á umhverfið. Í öðru lagi skapa fyrirtæki verðmæti með endurvinnslu og úrvinnslu úrgangs. Í þriðja lagi mun atvinnulífið þróa nýja tækni og innleiða lausnir sem gerir þjóðum heims kleift að ná metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Umhverfisstefna fyrirtækja skiptir almenning máli bæði varðandi val á vinnuveitanda sem og viðleitni vinnuveitanda til að skapa umhverfisvænan vinnustað sem leggur áherslu á orkusparnað eins og fram kemur í könnun Gallup. Fyrirtæki hafa dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til dæmis með því að velja aðföng sem eru nær og þarf ekki að flytja um langan veg, auka veg endurvinnslu, hvatt starfsmenn til að nýta almenningssamgöngur eða umhverfisvæna ferðamáta og sett upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla við starfsstöðvar. Markaðslausnir hafa sannað gildi sitt og virka vel þegar kemur að umhverfismálum. Er það góð áminning um að boð og bönn eru ekki alltaf heppilegasta lausnin. Endurvinnsla skipar sífellt meiri sess í okkar daglega lífi og fyrirtæki veita þjónustu á því sviði og er það góð áminning um að verðmæti liggja í ruslinu.Hugvit og grænar lausnir Einn helsti styrkleiki Íslands liggur í þekkingu á endurnýjanlegri orku. Þá þekkingu má nýta í meira mæli annars staðar til að hjálpa öðrum að draga úr losun. Ný tækni leysir eldri tækni af hólmi með minni áhrifum á umhverfi og loftslag. Íslensk fyrirtæki hafa hannað lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Íslenskt hugvit hefur leitt af sér lausnir til að vinna verðmæti úr koltvísýringi eða koma honum fyrir í jörðu til að hindra útblástur svo dæmi séu tekin. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis og getur orðið mikilvægt framlag Íslands til baráttu heimsins í loftslagsmálum.Felur í sér tækifæri Umhverfismál og loftslagsbreytingar eru meðal helstu áskorana sem Ísland stendur frammi fyrir. Atvinnulífið er reiðubúið að vera þátttakandi í því að ná markmiðum um minnkun gróðurhúsalofttegunda og hefur framlag þess þegar haft áhrif. Metnaðarfull markmið um að draga úr útblæstri eru áskorun fyrir samfélagið á komandi áratugum en að sama skapi verða til tækifæri til þess að nýta hugvit og sköpunargáfu til að þróa nýja tækni og aðferðir til að gera hluti öðruvísi og betur. Gott samstarf stjórnvalda, atvinnulífs og almennings er forsenda þess að árangur náist.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Sigurður Hannesson Umhverfismál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur hér á landi lítur ekki á Ísland sem brautryðjanda á alþjóðavettvangi á sviði loftslagsmála ef marka má nýlega könnun Gallup. Staðreynd málsins er þó sú að íslensk fyrirtæki hafa margt fram að færa í þessum efnum. Atvinnulífið jafnt sem almenningur bera ábyrgð sem gæslumenn náttúrunnar. Á undanförnum áratugum hefur vægi umhverfismála vaxið umtalsvert. Almenningur og stjórnendur fyrirtækja eru upplýstari um áhrif á umhverfið og þjóðir heims hafa tekið höndum saman til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Meira en náttúruvernd Umhverfismál snúast um miklu meira en náttúruvernd og má þar nefna endurvinnslu, áhrif okkar á lífríki, loftgæði, vatnsgæði og náttúruauðlindir. Gott samstarf stjórnvalda og atvinnulífs er forsenda þess að stjórnvöld nái metnaðarfullum markmiðum sínum í málaflokknum en stefnt er að 40% minni losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í samanburði við losun árið 1990 samkvæmt Parísarsamkomulaginu.Leggur sitt af mörkum Atvinnulífið, þar á meðal iðnaður leggur sitt af mörkum og má nefna þrennt í því sambandi. Í fyrsta lagi hafa mörg fyrirtæki markað sér stefnu í umhverfismálum og ráðist í breytingar til að draga úr áhrifum á umhverfið. Í öðru lagi skapa fyrirtæki verðmæti með endurvinnslu og úrvinnslu úrgangs. Í þriðja lagi mun atvinnulífið þróa nýja tækni og innleiða lausnir sem gerir þjóðum heims kleift að ná metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Umhverfisstefna fyrirtækja skiptir almenning máli bæði varðandi val á vinnuveitanda sem og viðleitni vinnuveitanda til að skapa umhverfisvænan vinnustað sem leggur áherslu á orkusparnað eins og fram kemur í könnun Gallup. Fyrirtæki hafa dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til dæmis með því að velja aðföng sem eru nær og þarf ekki að flytja um langan veg, auka veg endurvinnslu, hvatt starfsmenn til að nýta almenningssamgöngur eða umhverfisvæna ferðamáta og sett upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla við starfsstöðvar. Markaðslausnir hafa sannað gildi sitt og virka vel þegar kemur að umhverfismálum. Er það góð áminning um að boð og bönn eru ekki alltaf heppilegasta lausnin. Endurvinnsla skipar sífellt meiri sess í okkar daglega lífi og fyrirtæki veita þjónustu á því sviði og er það góð áminning um að verðmæti liggja í ruslinu.Hugvit og grænar lausnir Einn helsti styrkleiki Íslands liggur í þekkingu á endurnýjanlegri orku. Þá þekkingu má nýta í meira mæli annars staðar til að hjálpa öðrum að draga úr losun. Ný tækni leysir eldri tækni af hólmi með minni áhrifum á umhverfi og loftslag. Íslensk fyrirtæki hafa hannað lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Íslenskt hugvit hefur leitt af sér lausnir til að vinna verðmæti úr koltvísýringi eða koma honum fyrir í jörðu til að hindra útblástur svo dæmi séu tekin. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis og getur orðið mikilvægt framlag Íslands til baráttu heimsins í loftslagsmálum.Felur í sér tækifæri Umhverfismál og loftslagsbreytingar eru meðal helstu áskorana sem Ísland stendur frammi fyrir. Atvinnulífið er reiðubúið að vera þátttakandi í því að ná markmiðum um minnkun gróðurhúsalofttegunda og hefur framlag þess þegar haft áhrif. Metnaðarfull markmið um að draga úr útblæstri eru áskorun fyrir samfélagið á komandi áratugum en að sama skapi verða til tækifæri til þess að nýta hugvit og sköpunargáfu til að þróa nýja tækni og aðferðir til að gera hluti öðruvísi og betur. Gott samstarf stjórnvalda, atvinnulífs og almennings er forsenda þess að árangur náist.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun