Meira en helmingur sér lögmennsku ekki sem framtíðarstarf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. janúar 2018 19:15 Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Stafshópinn setti Lögmannafélag Íslands á fót árið 2015 í tengslum við athugun á starfsumhverfi lögmanna en markmiðið var meðal annars að kortleggja hvernig þrýstingur vegna fjölskyldulífs hefði áhrif á starfshorfur lögmanna. Skýrslan hefur nú verið birt og niðurstöðurnar veita sterkar vísbendingu um að endurskoða þurfi samsetningu, uppbyggingu og starf innan stéttarinnar en níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt finna fyrir streitu í starfi og fimmtíu prósent sjá ekki fyrir sér að starfa sem lögmenn í framtíðinni. „Ég held að það sé áhyggjuefni og við viljum að þetta sé aðlagandi starfsvettvangur og við viljum að ungt fólk sem sinnir þessum störfum og býr sér til hæfni á þessu sviði nýti þá hæfni til frambúðar,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins. Í skýrslunni kemur fram að yfir helmingur fulltrúa með lögmannsréttindi telji sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Reimar segir að ýmislegt skýri þessa stöðu. „Sjálfsagt eru það miklar kröfur í starfi og tímafrestir fyrir skil verkefna og fleiri slíkir þættir sem gera þetta kannski ekki mjög spennandi til langframa,“ segir Reimar. Gögn sem unnið varmeð sýna að yfir áttatíu prósent fulltrúa á lögmannsstofum vinna meira en 41 tíma á viku, þar af 16 prósent meira en 50 tíma. Þannig benda niðurstöður til þess að vinnutími sé of langur en stór hópur fær ekki greidda yfirvinnu. Þá eiga konur erfiðara uppdráttar í lögmennsku. Ekki síst eftir að þær eignast sitt fyrsta barn. „Það virðist vera algengara að þær hætti í lögmennsku frekar en strákarnir. Það eru ungu konurnar sem eru mjög drífandi framanaf í sínu ferli en síðan virðast þær síður vilja leggja þetta fyrir sig,“ segir Reimar. Þá kemur fram að taka þurfi meira tillit til þarfa lögmanna þegar kemur að rekstri dómsmála fyrir Hæstarétti, til dæmis hvað varðar lögmæt forföll vegna tiltekinna fjölskylduaðstæðna. „Það hefur nú kannski verið þannig í gegn um tíðina að það hafa verið ósveigjanlegir frestir í Hæstarétti. Það hefur verið öllu sveigjanlegra í héraðsdómi. Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að það ríki skilningur á því að það verður að geta farið saman að vera lögmaður og eiga fjölskyldu,“ segir Reimar. Hann segir að lögmannafélagið muni bregðast við.„Nú getur þessi skýrsla verið grundvöllur áframhaldandi umræðna og getur orðið grundvöllur frekari rannsókna hér á landi og getur orðið grundvöllur fyrir því að það verði ráðist í einhverjar aðgerðir til að reyna bæta þessa stöðu. Það verða án efa haldnir fundir og það verður án ef lagt mat á það hvað er hægt að gera,“ segir Reimar. Dómsmál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Stafshópinn setti Lögmannafélag Íslands á fót árið 2015 í tengslum við athugun á starfsumhverfi lögmanna en markmiðið var meðal annars að kortleggja hvernig þrýstingur vegna fjölskyldulífs hefði áhrif á starfshorfur lögmanna. Skýrslan hefur nú verið birt og niðurstöðurnar veita sterkar vísbendingu um að endurskoða þurfi samsetningu, uppbyggingu og starf innan stéttarinnar en níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt finna fyrir streitu í starfi og fimmtíu prósent sjá ekki fyrir sér að starfa sem lögmenn í framtíðinni. „Ég held að það sé áhyggjuefni og við viljum að þetta sé aðlagandi starfsvettvangur og við viljum að ungt fólk sem sinnir þessum störfum og býr sér til hæfni á þessu sviði nýti þá hæfni til frambúðar,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins. Í skýrslunni kemur fram að yfir helmingur fulltrúa með lögmannsréttindi telji sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Reimar segir að ýmislegt skýri þessa stöðu. „Sjálfsagt eru það miklar kröfur í starfi og tímafrestir fyrir skil verkefna og fleiri slíkir þættir sem gera þetta kannski ekki mjög spennandi til langframa,“ segir Reimar. Gögn sem unnið varmeð sýna að yfir áttatíu prósent fulltrúa á lögmannsstofum vinna meira en 41 tíma á viku, þar af 16 prósent meira en 50 tíma. Þannig benda niðurstöður til þess að vinnutími sé of langur en stór hópur fær ekki greidda yfirvinnu. Þá eiga konur erfiðara uppdráttar í lögmennsku. Ekki síst eftir að þær eignast sitt fyrsta barn. „Það virðist vera algengara að þær hætti í lögmennsku frekar en strákarnir. Það eru ungu konurnar sem eru mjög drífandi framanaf í sínu ferli en síðan virðast þær síður vilja leggja þetta fyrir sig,“ segir Reimar. Þá kemur fram að taka þurfi meira tillit til þarfa lögmanna þegar kemur að rekstri dómsmála fyrir Hæstarétti, til dæmis hvað varðar lögmæt forföll vegna tiltekinna fjölskylduaðstæðna. „Það hefur nú kannski verið þannig í gegn um tíðina að það hafa verið ósveigjanlegir frestir í Hæstarétti. Það hefur verið öllu sveigjanlegra í héraðsdómi. Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að það ríki skilningur á því að það verður að geta farið saman að vera lögmaður og eiga fjölskyldu,“ segir Reimar. Hann segir að lögmannafélagið muni bregðast við.„Nú getur þessi skýrsla verið grundvöllur áframhaldandi umræðna og getur orðið grundvöllur frekari rannsókna hér á landi og getur orðið grundvöllur fyrir því að það verði ráðist í einhverjar aðgerðir til að reyna bæta þessa stöðu. Það verða án efa haldnir fundir og það verður án ef lagt mat á það hvað er hægt að gera,“ segir Reimar.
Dómsmál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira