Heildaruppgjör Hafþór Sævarsson skrifar 16. janúar 2018 07:00 Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki ryðja veginn fyrir það heildaruppgjör sem þarf að fara fram. Feluleikir endast ekki til lengdar þegar sagan er öll kirfilega skjalfest, smáatriði staðfest og nöfn undirrituð. Hið mikla skjalafals og leikverk Guðmundar- og Geirfinnsmála er skráð á tiltekna starfsmenn stjórnskipunarinnar. Þá varpa skráðar dagsetningar ljósi á tímalínu sem upplýsir söguna í heild. Nú þegar endurupptaka að hluta á þessum málum mjakast til Hæstaréttar, stendur valið milli uppgjörs og feluleiks. Ákæruvaldið ætti með réttu að fara fram af krafti, af öllu því afli sem það getur fram borið og benda á allt sem talið er að gæti hjálpað til staðfestingar dómnum. Dómsmorðinu gamla. Það mun hins vegar ákæruvaldið aldrei þora. Því það myndi opinbera hversu vitfirrtur sá málstaður er, að fara fram á sekt, og hefur alltaf verið. Málstaður sá, að fara fram á sekt í þessu máli, er svo veikburða að það má færa skynsamleg rök fyrir því að sjálfu réttaröryggi landsins stafi beinlínis hætta af því að gera þeim málstað opinber skil. Ákæruvaldið mun því aldrei þora, því það sýnir opinbera starfsmenn misnota mannshvörf. Saklaus ungmenni voru valin af mönnum sem vissu allt um sakleysi þeirra. Pyntuð yfir margra mánaða tímabil í gæsluvarðhaldi, leidd í margar gildrur og súrrealískar skýrslutökur. Látin segja eitt og svo annað, ýmist dópuð, hrædd eða lamin. En það var ekki einu sinni nóg til að dæma þau sek! Nei, það þurfti að framleiða skáldaðar forsendur í dómnum sjálfum til að sakfella! Ákæruvaldið mun því aldrei þora, vegna þess að þá kæmi í ljós leikritið í allri sinni dýrð. Hverjir stóðu að handritsgerð þessara mála, hverjir hjálpuðu til við sviðsetningu. Hvaða leikmenn voru fengnir til verksins og hvaða hundar valdir. Hverjir framleiðendur voru og í hvaða tilgangi leikurinn var gerður: Árásin á Ólaf Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra Íslands. Ólafur stóð hana af sér, reið með björgum fram og samdi um Karl Schütz. Þjóðverji sá er háttsettasti ræstitæknir sem forseti íslenska lýðveldisins hefur nokkru sinni hengt á stórriddarakross. Í staðinn mun ákæruvaldið fara fram á sýknu, því þá þarf ekki að skoða eitt eða neitt! Ekkert afl og engin mótstaða, gott og vel. Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki hindra þá opinberun sem heildaruppgjörið krefst. Þá skiptir engu hvort alvöruréttarhöld ryðja veginn fyrir fram, eður ei. Faðir minn barðist fyrir því að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri. Sögunni af því hvernig tilteknir starfsmenn stjórnskipunarinnar unnu gegn stjórnskipuninni sjálfri. Sögunni af því hvernig stjórnmálaöfl sameinuðust í misnotkun á mannshvörfum. Sögunni af réttar- og dómsmorði: Sannleikann sem þarf að gera upp. Höfundur er sonur Sævars Ciesielski. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Hafþór Sævarsson Ciesielski Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki ryðja veginn fyrir það heildaruppgjör sem þarf að fara fram. Feluleikir endast ekki til lengdar þegar sagan er öll kirfilega skjalfest, smáatriði staðfest og nöfn undirrituð. Hið mikla skjalafals og leikverk Guðmundar- og Geirfinnsmála er skráð á tiltekna starfsmenn stjórnskipunarinnar. Þá varpa skráðar dagsetningar ljósi á tímalínu sem upplýsir söguna í heild. Nú þegar endurupptaka að hluta á þessum málum mjakast til Hæstaréttar, stendur valið milli uppgjörs og feluleiks. Ákæruvaldið ætti með réttu að fara fram af krafti, af öllu því afli sem það getur fram borið og benda á allt sem talið er að gæti hjálpað til staðfestingar dómnum. Dómsmorðinu gamla. Það mun hins vegar ákæruvaldið aldrei þora. Því það myndi opinbera hversu vitfirrtur sá málstaður er, að fara fram á sekt, og hefur alltaf verið. Málstaður sá, að fara fram á sekt í þessu máli, er svo veikburða að það má færa skynsamleg rök fyrir því að sjálfu réttaröryggi landsins stafi beinlínis hætta af því að gera þeim málstað opinber skil. Ákæruvaldið mun því aldrei þora, því það sýnir opinbera starfsmenn misnota mannshvörf. Saklaus ungmenni voru valin af mönnum sem vissu allt um sakleysi þeirra. Pyntuð yfir margra mánaða tímabil í gæsluvarðhaldi, leidd í margar gildrur og súrrealískar skýrslutökur. Látin segja eitt og svo annað, ýmist dópuð, hrædd eða lamin. En það var ekki einu sinni nóg til að dæma þau sek! Nei, það þurfti að framleiða skáldaðar forsendur í dómnum sjálfum til að sakfella! Ákæruvaldið mun því aldrei þora, vegna þess að þá kæmi í ljós leikritið í allri sinni dýrð. Hverjir stóðu að handritsgerð þessara mála, hverjir hjálpuðu til við sviðsetningu. Hvaða leikmenn voru fengnir til verksins og hvaða hundar valdir. Hverjir framleiðendur voru og í hvaða tilgangi leikurinn var gerður: Árásin á Ólaf Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra Íslands. Ólafur stóð hana af sér, reið með björgum fram og samdi um Karl Schütz. Þjóðverji sá er háttsettasti ræstitæknir sem forseti íslenska lýðveldisins hefur nokkru sinni hengt á stórriddarakross. Í staðinn mun ákæruvaldið fara fram á sýknu, því þá þarf ekki að skoða eitt eða neitt! Ekkert afl og engin mótstaða, gott og vel. Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki hindra þá opinberun sem heildaruppgjörið krefst. Þá skiptir engu hvort alvöruréttarhöld ryðja veginn fyrir fram, eður ei. Faðir minn barðist fyrir því að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri. Sögunni af því hvernig tilteknir starfsmenn stjórnskipunarinnar unnu gegn stjórnskipuninni sjálfri. Sögunni af því hvernig stjórnmálaöfl sameinuðust í misnotkun á mannshvörfum. Sögunni af réttar- og dómsmorði: Sannleikann sem þarf að gera upp. Höfundur er sonur Sævars Ciesielski.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun