Líkir árásum Trump á fjölmiðla við Stalín Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 13:45 Líkt og Jósef Stalín um pólitíska andstæðinga hefur Trump talað um fjölmiðla sem óvini þjóðarinnar. Vísir Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjölmiðlar séu „óvinir þjóðarinnar“ eru í anda Jósefs Stalíns og eiga ekki heima í pólitískri orðræðu, að mati öldungardeildarþingmanns Repúblikanaflokksins. Hann hyggst fordæma árásir Trump á fjölmiðla í ræðu í þinginu í vikinni. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona, fullyrðir að Trump hafi fengið orðalagið um „óvini þjóðarinnar“ frá Stalín. Í viðtali við MSNBC sagði Flake að Nikita Krútsjev, sem tók við af Stalín sem leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, hafi bannað notkun þess því að það væri of gildishlaðið og kastaði rýrð á heila stétt fólks. „Ég held að við ættum ekki að nota orðalag sem sovéskur einræðisherra hefur hafnað sem of gildishlöðnu,“ sagði Flake en hann ætlar að gagnrýna Trump í ræðu í öldungadeildinni á miðvikudag, að því er segir í frétt Politico.Ættu að tortryggja Trump frekar en fjölmiðlaFlake hefur verið gagnrýninn á Trump, ekki síst eftir að hann ákvað að gefa ekki aftur kost á sér til endurkjörs. Hann segir ekki eðlilegt að stjórnmálamenn fylki sér að baki hefðbundnum flokkslínum eins og nú sé að gerast. „Fólk verður að standa upp og segja að þetta sé ekki rétt. Þetta er ekki eðlilegt,“ segir Flake sem telur hegðun Trump ekki í lagi. Samkvæmt drögum að ræðunni sem hann hyggst flytja á miðvikudag ætlar Flake að vara við því að sannleikurinn hafi legið undir árás á liðnu ári sem aldrei fyrr í sögu Bandaríkjanna. Hvíta húsið standi í daglegum árásum á frjálsa fjölmiðla. „[...] þegar valdamaður kallar ósjálfrátt alla umfjöllun sem hentar honum ekki „falsfréttir“ þá ætti að sú manneskja að vera tortryggð, ekki fjölmiðlar,“ ætlar Flake að segja. Donald Trump Tengdar fréttir Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjölmiðlar séu „óvinir þjóðarinnar“ eru í anda Jósefs Stalíns og eiga ekki heima í pólitískri orðræðu, að mati öldungardeildarþingmanns Repúblikanaflokksins. Hann hyggst fordæma árásir Trump á fjölmiðla í ræðu í þinginu í vikinni. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona, fullyrðir að Trump hafi fengið orðalagið um „óvini þjóðarinnar“ frá Stalín. Í viðtali við MSNBC sagði Flake að Nikita Krútsjev, sem tók við af Stalín sem leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, hafi bannað notkun þess því að það væri of gildishlaðið og kastaði rýrð á heila stétt fólks. „Ég held að við ættum ekki að nota orðalag sem sovéskur einræðisherra hefur hafnað sem of gildishlöðnu,“ sagði Flake en hann ætlar að gagnrýna Trump í ræðu í öldungadeildinni á miðvikudag, að því er segir í frétt Politico.Ættu að tortryggja Trump frekar en fjölmiðlaFlake hefur verið gagnrýninn á Trump, ekki síst eftir að hann ákvað að gefa ekki aftur kost á sér til endurkjörs. Hann segir ekki eðlilegt að stjórnmálamenn fylki sér að baki hefðbundnum flokkslínum eins og nú sé að gerast. „Fólk verður að standa upp og segja að þetta sé ekki rétt. Þetta er ekki eðlilegt,“ segir Flake sem telur hegðun Trump ekki í lagi. Samkvæmt drögum að ræðunni sem hann hyggst flytja á miðvikudag ætlar Flake að vara við því að sannleikurinn hafi legið undir árás á liðnu ári sem aldrei fyrr í sögu Bandaríkjanna. Hvíta húsið standi í daglegum árásum á frjálsa fjölmiðla. „[...] þegar valdamaður kallar ósjálfrátt alla umfjöllun sem hentar honum ekki „falsfréttir“ þá ætti að sú manneskja að vera tortryggð, ekki fjölmiðlar,“ ætlar Flake að segja.
Donald Trump Tengdar fréttir Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50