Svara því að karlar fái herraklippingu 18 ára Sveinn Arnarsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Starfsfólk Domus Medica framkvæmir ófrjósemisaðgerðir. Fyrsta skrefið í ferlinu er að fara í viðtal hjá þvagfæraskurðlækni. vísir/gva Þó lög setji aldurstakmörk við ófrjósemisaðgerð hjá báðum kynjum við 25 ár virðist það aldurstakmark aðeins eiga við um konur. Heildarendurskoðun laganna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu þar sem meðal annars verður skoðað hvort breyta eigi aldurstakmörkunum sem þessum.Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að ung kona, 27 ára, ætli í ófrjósemisaðgerð. Lög um ófrjósemisaðgerðir eru frá árinu 1975 en þar kemur fram að kona og karl þurfi að vera 25 ára til að fá að fara í aðgerðina. Fréttablaðið hringdi í tvígang í Domus Medica til að fá upplýsingar um hvert aldurstakmarkið væri fyrir karla. Í bæði skiptin var blaðamanni tjáð að það væri ekkert aldurstakmark hvað það varðaði. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að aldurstakmarkið sé hið sama fyrir karla og fyrir konur.Birgir Jakobsson, Landlæknir„Ef það er almennt svo að horft sé til aldurstakmarka gagnvart konum frekar en körlum þá finnst mér það ótrúlega merkilegt. Er hugmyndin þá sú að frekar þurfi að leiðbeina ungum konum en körlum í þessum málum? Ef svo er þá er verið að ýta undir það að konur hafi minna vald yfir sínum líkama en karlar,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisstýra. „Nú veit ég ekki hvort þetta sé almennt svona en þeir aðilar sem gera slíkar aðgerðir hljóta að þurfa að fara eftir lögum og gæta. Eitt verður yfir alla að ganga ef aldurstakmarkið er 25 ár í lögum um ófrjósemisaðgerðir.“ Úr heilbrigðisráðuneytinu fengust þau svör að eftirlit með þessum aðgerðum og heilbrigðisþjónustu almennt væri í höndum landlæknisembættisins. Birgir Jakobsson landlæknir segir að ef þetta sé rétt þurfi að skoða þetta nánar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál nákvæmlega þar sem ég þekki ekki framkvæmdina. Hins vegar er það svo að ef lögum er ekki framfylgt þarf að skoða það sérstaklega.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira
Þó lög setji aldurstakmörk við ófrjósemisaðgerð hjá báðum kynjum við 25 ár virðist það aldurstakmark aðeins eiga við um konur. Heildarendurskoðun laganna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu þar sem meðal annars verður skoðað hvort breyta eigi aldurstakmörkunum sem þessum.Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að ung kona, 27 ára, ætli í ófrjósemisaðgerð. Lög um ófrjósemisaðgerðir eru frá árinu 1975 en þar kemur fram að kona og karl þurfi að vera 25 ára til að fá að fara í aðgerðina. Fréttablaðið hringdi í tvígang í Domus Medica til að fá upplýsingar um hvert aldurstakmarkið væri fyrir karla. Í bæði skiptin var blaðamanni tjáð að það væri ekkert aldurstakmark hvað það varðaði. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að aldurstakmarkið sé hið sama fyrir karla og fyrir konur.Birgir Jakobsson, Landlæknir„Ef það er almennt svo að horft sé til aldurstakmarka gagnvart konum frekar en körlum þá finnst mér það ótrúlega merkilegt. Er hugmyndin þá sú að frekar þurfi að leiðbeina ungum konum en körlum í þessum málum? Ef svo er þá er verið að ýta undir það að konur hafi minna vald yfir sínum líkama en karlar,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisstýra. „Nú veit ég ekki hvort þetta sé almennt svona en þeir aðilar sem gera slíkar aðgerðir hljóta að þurfa að fara eftir lögum og gæta. Eitt verður yfir alla að ganga ef aldurstakmarkið er 25 ár í lögum um ófrjósemisaðgerðir.“ Úr heilbrigðisráðuneytinu fengust þau svör að eftirlit með þessum aðgerðum og heilbrigðisþjónustu almennt væri í höndum landlæknisembættisins. Birgir Jakobsson landlæknir segir að ef þetta sé rétt þurfi að skoða þetta nánar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál nákvæmlega þar sem ég þekki ekki framkvæmdina. Hins vegar er það svo að ef lögum er ekki framfylgt þarf að skoða það sérstaklega.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira
Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30