Hundruð milljóna í ríkissjóð frá skipulagðri brotastarfsemi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. janúar 2018 07:15 Betur má ef duga skal, segir lögregla, sem ætlar að spýta í lófana í þessum efnum og leggja meiri áherslu á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Fréttablaðið/Stefán Íslensk lögregluyfirvöld hafa á síðustu tveimur árum haldlagt tæplega 78 milljónir króna, oftast nær í málum er varða fíkniefnaviðskipti. Búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár eftir umfangsmiklar aðgerðir hér á landi sem leiddu til upptöku á hátt í 200 milljónum króna. Haldlagðir fjármunir renna beint í ríkissjóð eftir að dómur þess efnis fellur. Lögreglan lagði hald á rúmlega 50,4 milljónir króna í níutíu málum árið 2016 og um 27 milljónir króna í 87 málum í fyrra. Oftast er um að ræða fíkniefnamál, en einnig fölsunarmál auk annarra fjársvikamála. Inni í þessum tölum eru ekki þeir fjármunir sem gerðir voru upptækir í Euro Market-málinu svokallaða, en þeir eru taldir nema um 200 milljónum íslenskra króna. Inni í þeim eru húseignir og hlutir í fyrirtækjum, svo fátt eitt sé nefnt.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Fréttablaðið/Anton BrinkGrímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, segir að mikil áhersla sé lögð á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Hins vegar megi alltaf betur fara og að hafin sé vinna við að breyta verkferlum innan lögreglunnar. „Ég get ekki sagt að við séum ánægð með þennan árangur, því við teljum að það sé meiri afrakstur af skipulagðri brotastarfsemi en svo að við náum nema litlu broti af henni. Og það er það sem við viljum gera – að ná afrakstrinum. Við erum að breyta skipulagi okkar þannig að við getum náð betri árangri í þessum efnum,“ segir hann. Tveir pólskir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem talin eru hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru mennirnir tveir eigandi og framkvæmdastjóri smávöruverslunarinnar Euro Market í Hamraborg og eru grunaðir um skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnainnflutning, peningaþvætti og fjársvik. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út í vikulok en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið á undanförnum vikum og rannsókn þess ólokið. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu eru fjármunir sem gerðir eru upptækir samkvæmt dómi ekki eyrnamerktir. Hins vegar séu tvær undantekningar; ef um er að ræða fiskveiðilagabrot rennur andvirði afla og veiðarfæra í landhelgissjóð, og ef maður hefur hlotið tjón af broti geti uppteknu fé verið ráðstafað til hans. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08 Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa á síðustu tveimur árum haldlagt tæplega 78 milljónir króna, oftast nær í málum er varða fíkniefnaviðskipti. Búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár eftir umfangsmiklar aðgerðir hér á landi sem leiddu til upptöku á hátt í 200 milljónum króna. Haldlagðir fjármunir renna beint í ríkissjóð eftir að dómur þess efnis fellur. Lögreglan lagði hald á rúmlega 50,4 milljónir króna í níutíu málum árið 2016 og um 27 milljónir króna í 87 málum í fyrra. Oftast er um að ræða fíkniefnamál, en einnig fölsunarmál auk annarra fjársvikamála. Inni í þessum tölum eru ekki þeir fjármunir sem gerðir voru upptækir í Euro Market-málinu svokallaða, en þeir eru taldir nema um 200 milljónum íslenskra króna. Inni í þeim eru húseignir og hlutir í fyrirtækjum, svo fátt eitt sé nefnt.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Fréttablaðið/Anton BrinkGrímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, segir að mikil áhersla sé lögð á að uppræta skipulagða brotastarfsemi. Hins vegar megi alltaf betur fara og að hafin sé vinna við að breyta verkferlum innan lögreglunnar. „Ég get ekki sagt að við séum ánægð með þennan árangur, því við teljum að það sé meiri afrakstur af skipulagðri brotastarfsemi en svo að við náum nema litlu broti af henni. Og það er það sem við viljum gera – að ná afrakstrinum. Við erum að breyta skipulagi okkar þannig að við getum náð betri árangri í þessum efnum,“ segir hann. Tveir pólskir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem talin eru hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru mennirnir tveir eigandi og framkvæmdastjóri smávöruverslunarinnar Euro Market í Hamraborg og eru grunaðir um skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnainnflutning, peningaþvætti og fjársvik. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út í vikulok en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið á undanförnum vikum og rannsókn þess ólokið. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu eru fjármunir sem gerðir eru upptækir samkvæmt dómi ekki eyrnamerktir. Hins vegar séu tvær undantekningar; ef um er að ræða fiskveiðilagabrot rennur andvirði afla og veiðarfæra í landhelgissjóð, og ef maður hefur hlotið tjón af broti geti uppteknu fé verið ráðstafað til hans.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08 Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Fara fram á þriggja vikna einangrun Mennirnir hafa verið í einangrun í tíu daga. Krafist er 21 dags einangrunar í viðbót. 22. desember 2017 16:08
Staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur Pólverjum Mennirnir eru grunaðir um aðild að skipulögðum glæpasamtökum og munu sitja í gæsluvarðhaldi til 12. janúar. 22. desember 2017 17:15