Hvers vegna styðjum við íslenskan landbúnað? Margrét Gísladóttir skrifar 29. janúar 2018 13:21 Í nýliðinni viku var málþing á vegum grænmetisæta á Íslandi þar sem velt var upp þeirri spurningu hvers vegna neytendur væru að greiða „mjólkurskatt” en þar var átt við greiðslur úr ríkissjóði til kúabænda í mjólkurframleiðslu. Var daðrað við þá hugmynd að afnema greiðslur til kúabænda á þeim grundvelli að neyslumynstur fólks sé að breytast og ríkissjóður eigi ekki að styðja við framleiðslu á vöru sem ekki allir eru að neyta. Einnig komu upp hugmyndir um hvort skattgreiðendur gætu valið í hvað skattarnir þeirra fara í og þá gæti fólk til dæmis valið að styðja við grænmetisrækt í stað mjólkurframleiðslu og þar eftir götum. Þetta er um margt áhugavert sjónarmið sem er sjálfsagt að ræða. Á síðasta ári seldust mjólkurvörur unnar úr 145 milljón lítrum af mjólk hér á landi. Neyslan hefur aukist ár frá ári þó hún sveiflist á milli vöruflokka. Við neytum minni drykkjarmjólkur en höfum stóraukið neyslu okkar á smjöri og ostum svo dæmi sé tekið. Það er því erfitt að halda því fram að neysla mjólkurvara hafi tekið stórkostlegum breytingum. Í dag erum við með verðlagsnefnd sem ákveður verð til bænda og heildsöluverð ýmissa mjólkurvara. Sem dæmi eru smjör og drykkjarmjólk seld töluvert undir framleiðslukostnaðarverði og því ódýrari fyrir neytendur en ella. Vissulega kjósa ekki allir að neyta mjólkurvara en það á við um margt annað sem stutt er af stjórnvöldum, þjónustu eða iðnað, og er efni í sérstaka umræðu um hlutverk og forgangsröðun ríkissjóðs. Kúabú fyrst og fremst fjölskyldubú Flest lönd í heiminum styðja á einn eða annan hátt við innlendan landbúnað, meðal annars til að styðja við skynsamlega landnýtingu og fæðuöryggi. Það má segja að –þegar öllu er á botninn hvolft- sé það pólitísk ákvörðun hvort stundaður sé landbúnaður á Íslandi. Ef stuðningsgreiðslna nyti ekki við í einhverri mynd myndi samþjöppun óumflýjanlega eiga sér stað og kúabú í dreifðari byggðum myndu fyrst leggja upp laupana. Hvert bú þyrfti að halda mun fleiri gripi til að skila hagnaði, en í dag er meðalbúið að Íslandi með 47 kýr og miðast að mestu leyti við fjölskyldubú þar sem fjölskyldan á og rekur búið fremur en um sé að ræða eigendur og starfsmenn (til samanburðar er meðalkúabú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum með 1.241 kýr). Hér er margt undir svo sem landnýting og byggð í dreifðari sveitum, fjölbreytileiki í atvinnulífi, ásýnd dreifbýlis og eðli landbúnaðar sem við viljum að stundaður sé í landinu. Ef við værum einungis að hugsa um krónur og aura þá er það svo að við gætum raunverulega flutt inn allar mjólkurvörur sem neytt er hérlendis. Þá þyrftu engin kúabú að vera á Íslandi. Það myndi líklega skila sér í lægra verði fyrir neytendur, fyrst um sinn. En er það samfélagsgerð sem við viljum? Þess má geta að innfluttar mjólkurvörur hafa einnig hlotið opinberan stuðning í sínu upprunalandi. Varðandi upplýsingar til neytenda þá er hægt að sjá uppruna vörunnar í dag en lyfjanotkun, aðstaða dýra, starfsumhverfi og launakjör bænda er annað mál. Þverpólitísk samstaða um stuðning við íslenskan landbúnað Íslensk nautgriparækt hefur sérstöðu á mörgum sviðum. Helst ber að nefna okkar séríslenska kúakyn, eina minnstu notkun sýklalyfja í heiminum, lög um útigöngu gripa, eitt hæsta hlutfall heims af kúm í lausagöngufjósum og hrifning erlendra ferðamanna af fjölskyldubúunum sem einkenna greinina. Núverandi rekstarumhverfi greinarinnar er sífellt í endurskoðun og meðal annars á endurskoðunarnefnd búvörusamninga að skila af sér skýrslu í lok þessa árs um hvað má betur fara í núverandi búvörusamningum. Ekkert er yfir gagnrýni hafið en ljóst er að flestir stjórnmálamenn eru þó sammála um að styðja eigi við íslenskan landbúnað á einn eða annan hátt, sem er vel. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku var málþing á vegum grænmetisæta á Íslandi þar sem velt var upp þeirri spurningu hvers vegna neytendur væru að greiða „mjólkurskatt” en þar var átt við greiðslur úr ríkissjóði til kúabænda í mjólkurframleiðslu. Var daðrað við þá hugmynd að afnema greiðslur til kúabænda á þeim grundvelli að neyslumynstur fólks sé að breytast og ríkissjóður eigi ekki að styðja við framleiðslu á vöru sem ekki allir eru að neyta. Einnig komu upp hugmyndir um hvort skattgreiðendur gætu valið í hvað skattarnir þeirra fara í og þá gæti fólk til dæmis valið að styðja við grænmetisrækt í stað mjólkurframleiðslu og þar eftir götum. Þetta er um margt áhugavert sjónarmið sem er sjálfsagt að ræða. Á síðasta ári seldust mjólkurvörur unnar úr 145 milljón lítrum af mjólk hér á landi. Neyslan hefur aukist ár frá ári þó hún sveiflist á milli vöruflokka. Við neytum minni drykkjarmjólkur en höfum stóraukið neyslu okkar á smjöri og ostum svo dæmi sé tekið. Það er því erfitt að halda því fram að neysla mjólkurvara hafi tekið stórkostlegum breytingum. Í dag erum við með verðlagsnefnd sem ákveður verð til bænda og heildsöluverð ýmissa mjólkurvara. Sem dæmi eru smjör og drykkjarmjólk seld töluvert undir framleiðslukostnaðarverði og því ódýrari fyrir neytendur en ella. Vissulega kjósa ekki allir að neyta mjólkurvara en það á við um margt annað sem stutt er af stjórnvöldum, þjónustu eða iðnað, og er efni í sérstaka umræðu um hlutverk og forgangsröðun ríkissjóðs. Kúabú fyrst og fremst fjölskyldubú Flest lönd í heiminum styðja á einn eða annan hátt við innlendan landbúnað, meðal annars til að styðja við skynsamlega landnýtingu og fæðuöryggi. Það má segja að –þegar öllu er á botninn hvolft- sé það pólitísk ákvörðun hvort stundaður sé landbúnaður á Íslandi. Ef stuðningsgreiðslna nyti ekki við í einhverri mynd myndi samþjöppun óumflýjanlega eiga sér stað og kúabú í dreifðari byggðum myndu fyrst leggja upp laupana. Hvert bú þyrfti að halda mun fleiri gripi til að skila hagnaði, en í dag er meðalbúið að Íslandi með 47 kýr og miðast að mestu leyti við fjölskyldubú þar sem fjölskyldan á og rekur búið fremur en um sé að ræða eigendur og starfsmenn (til samanburðar er meðalkúabú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum með 1.241 kýr). Hér er margt undir svo sem landnýting og byggð í dreifðari sveitum, fjölbreytileiki í atvinnulífi, ásýnd dreifbýlis og eðli landbúnaðar sem við viljum að stundaður sé í landinu. Ef við værum einungis að hugsa um krónur og aura þá er það svo að við gætum raunverulega flutt inn allar mjólkurvörur sem neytt er hérlendis. Þá þyrftu engin kúabú að vera á Íslandi. Það myndi líklega skila sér í lægra verði fyrir neytendur, fyrst um sinn. En er það samfélagsgerð sem við viljum? Þess má geta að innfluttar mjólkurvörur hafa einnig hlotið opinberan stuðning í sínu upprunalandi. Varðandi upplýsingar til neytenda þá er hægt að sjá uppruna vörunnar í dag en lyfjanotkun, aðstaða dýra, starfsumhverfi og launakjör bænda er annað mál. Þverpólitísk samstaða um stuðning við íslenskan landbúnað Íslensk nautgriparækt hefur sérstöðu á mörgum sviðum. Helst ber að nefna okkar séríslenska kúakyn, eina minnstu notkun sýklalyfja í heiminum, lög um útigöngu gripa, eitt hæsta hlutfall heims af kúm í lausagöngufjósum og hrifning erlendra ferðamanna af fjölskyldubúunum sem einkenna greinina. Núverandi rekstarumhverfi greinarinnar er sífellt í endurskoðun og meðal annars á endurskoðunarnefnd búvörusamninga að skila af sér skýrslu í lok þessa árs um hvað má betur fara í núverandi búvörusamningum. Ekkert er yfir gagnrýni hafið en ljóst er að flestir stjórnmálamenn eru þó sammála um að styðja eigi við íslenskan landbúnað á einn eða annan hátt, sem er vel. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun