Dani best eftir stórbrotinn leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. janúar 2018 16:00 Halldór Garðar og Danielle voru best í vikunni vísir/skjáskot Eins og alltaf á föstudagskvöldum þá gerðu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi upp síðustu umferð í Domino's deildu karla og kvenna í gærkvöld. Þar hafa þeir þann sið á að verðlauna þá leikmenn sem standa upp úr að hverju sinni og var ekkert brugðið út af þeirri venju í gær. Það hefur líklegast aldrei verið eins auðvelt að velja leikmann umferðarinnar kvenna megin, en Stjörnukonan Danielle Rodriguez átti einhvern besta leik sem sést hefur í íslenskum körfubolta þegar Stjarnan sótti Njarðvík heim. Hún kom að öllum nema tveimur körfum Stjörnunnar í leiknum, var með 30 stig, 17 fráköst og 19 stoðsendingar. Þar fyrir utan fiskaði hún 6 villur og var með 57 framlagspunkta. Sá sem stóð upp úr í 15. umferð Domino's deildar karla var Halldór Garðar Hermannsson. Þór Þorlákshöfn fylgdi sterkum Haukasigri í síðustu umferð eftir með glæsilegum útisigri á Stjörnunni. Halldór Garðar dró Þorlákshafnar liðið áfram sem oft áður, en hann skilaði 19 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum þrátt fyrir að koma inn á af bekknum.Halldór Garðar var að sjálfsögðu einnig í liði umferðarinnar. Með honum þar voru Kristófer Acox, sem var næst stigahæstur í liði KR sem lagði Val á heimavelli, Matthías Orri Sigurðsson, sem leiddi ÍR til sterks útisigurs á Njarðvík, og Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson og Antonio Hester. Stólarnir unnu Grindavík í hörku leik í Síkinu þar sem Hester náði að vera stigahæstur með 20 stig þrátt fyrir að spila aðeins 18 mínútur. Þjálfari liðsins að þessu sinni er Viðar Örn Hafsteinsson sem stýrði sínum mönnum í Hetti til fyrsta sigurs síns í vetur þegar Þór Akureyri mætti í heimsókn á Egilsstaði. Framlengja þurfti leikinn en Hattarmenn tóku leikinn yfir í framlengingunni og unnu að lokum með nokkrum yfirburðum. Í liði 17. umferðar kvenna eru Guðbjörg Sverrisdóttir, sem var frábær í spennusigri Vals á Skallagrím, Thelma Dís Ágústsdóttir, sem leiddi lið Keflavíkur til öruggs sigurs á Breiðabliki, Dýrfinna Arnardóttir, sem var næst stigahæst í sigri Hauka á Snæfelli og mótherji hennar þar, Gunnhildur Gunnarsdóttir, er einnnig í liðinu. Fimm manna úrvalsliðið er svo fullkomnað með Danielle Rodriguez. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fær þann heiður að þjálfa úrvalsliðið að þessu sinni. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Eins og alltaf á föstudagskvöldum þá gerðu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi upp síðustu umferð í Domino's deildu karla og kvenna í gærkvöld. Þar hafa þeir þann sið á að verðlauna þá leikmenn sem standa upp úr að hverju sinni og var ekkert brugðið út af þeirri venju í gær. Það hefur líklegast aldrei verið eins auðvelt að velja leikmann umferðarinnar kvenna megin, en Stjörnukonan Danielle Rodriguez átti einhvern besta leik sem sést hefur í íslenskum körfubolta þegar Stjarnan sótti Njarðvík heim. Hún kom að öllum nema tveimur körfum Stjörnunnar í leiknum, var með 30 stig, 17 fráköst og 19 stoðsendingar. Þar fyrir utan fiskaði hún 6 villur og var með 57 framlagspunkta. Sá sem stóð upp úr í 15. umferð Domino's deildar karla var Halldór Garðar Hermannsson. Þór Þorlákshöfn fylgdi sterkum Haukasigri í síðustu umferð eftir með glæsilegum útisigri á Stjörnunni. Halldór Garðar dró Þorlákshafnar liðið áfram sem oft áður, en hann skilaði 19 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum þrátt fyrir að koma inn á af bekknum.Halldór Garðar var að sjálfsögðu einnig í liði umferðarinnar. Með honum þar voru Kristófer Acox, sem var næst stigahæstur í liði KR sem lagði Val á heimavelli, Matthías Orri Sigurðsson, sem leiddi ÍR til sterks útisigurs á Njarðvík, og Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson og Antonio Hester. Stólarnir unnu Grindavík í hörku leik í Síkinu þar sem Hester náði að vera stigahæstur með 20 stig þrátt fyrir að spila aðeins 18 mínútur. Þjálfari liðsins að þessu sinni er Viðar Örn Hafsteinsson sem stýrði sínum mönnum í Hetti til fyrsta sigurs síns í vetur þegar Þór Akureyri mætti í heimsókn á Egilsstaði. Framlengja þurfti leikinn en Hattarmenn tóku leikinn yfir í framlengingunni og unnu að lokum með nokkrum yfirburðum. Í liði 17. umferðar kvenna eru Guðbjörg Sverrisdóttir, sem var frábær í spennusigri Vals á Skallagrím, Thelma Dís Ágústsdóttir, sem leiddi lið Keflavíkur til öruggs sigurs á Breiðabliki, Dýrfinna Arnardóttir, sem var næst stigahæst í sigri Hauka á Snæfelli og mótherji hennar þar, Gunnhildur Gunnarsdóttir, er einnnig í liðinu. Fimm manna úrvalsliðið er svo fullkomnað með Danielle Rodriguez. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fær þann heiður að þjálfa úrvalsliðið að þessu sinni.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira