Í farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 21:11 Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. Vísir/GVA Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sænskur maður sem fyrr í mánuðinum var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir að aðstoða fjölskyldu við að koma ólöglega til landsins, skuli sæta farbanni á meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir, en þó ekki lengur en til 13. apríl næstkomandi. Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. „Ákærði hafi viðurkennt hjá lögreglu að hafa greitt fyrir fjölskylduna farmiða hingað til lands og áfram héðan til Dublin eftir að hafa fengið beiðni þess efnis frá aðila í Malmö. Þá hafi hann viðurkennt að hafa komið með sömu flugvél og þau hingað til lands. Hjónin hafi bæði skýrt svo frá að þau hefðu ferðast á röngum nöfnum hingað til lands. Þá hafi fjölskyldufaðirinn borið að þau hefðu einnig ferðast á fölsuðum vegabréfum og hefði dómfelldi tekið við hinum fölsuðu skilríkum eftir framvísun um borð í flugvélina hingað til lands,“ segir í úrskurðinum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 13. október í fyrra og sætti farbanni frá 16. september til 23. október en þann dag var hann handtekinn vegna gruns um að hafa haft í hótunum við fyrrnefndan fjölskylduföður og fjölskylduna vegna framburðar um aðstoð við að koma fjölskyldunni til Íslands. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætti því til 8. desember síðastliðins. Var gefin út ákæra vegna hótana mannsins í garð föðurins í nóvember og var það mál sameinað eldra málinu frá því í október. Eins og áður segir var maðurinn fyrr í mánuðinum dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, og sætir hann farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Landsrétti. Dómsmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sænskur maður sem fyrr í mánuðinum var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir að aðstoða fjölskyldu við að koma ólöglega til landsins, skuli sæta farbanni á meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir, en þó ekki lengur en til 13. apríl næstkomandi. Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. „Ákærði hafi viðurkennt hjá lögreglu að hafa greitt fyrir fjölskylduna farmiða hingað til lands og áfram héðan til Dublin eftir að hafa fengið beiðni þess efnis frá aðila í Malmö. Þá hafi hann viðurkennt að hafa komið með sömu flugvél og þau hingað til lands. Hjónin hafi bæði skýrt svo frá að þau hefðu ferðast á röngum nöfnum hingað til lands. Þá hafi fjölskyldufaðirinn borið að þau hefðu einnig ferðast á fölsuðum vegabréfum og hefði dómfelldi tekið við hinum fölsuðu skilríkum eftir framvísun um borð í flugvélina hingað til lands,“ segir í úrskurðinum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 13. október í fyrra og sætti farbanni frá 16. september til 23. október en þann dag var hann handtekinn vegna gruns um að hafa haft í hótunum við fyrrnefndan fjölskylduföður og fjölskylduna vegna framburðar um aðstoð við að koma fjölskyldunni til Íslands. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætti því til 8. desember síðastliðins. Var gefin út ákæra vegna hótana mannsins í garð föðurins í nóvember og var það mál sameinað eldra málinu frá því í október. Eins og áður segir var maðurinn fyrr í mánuðinum dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, og sætir hann farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Landsrétti.
Dómsmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira