Meistaradeildin og Evrópudeildin áfram á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2018 11:26 Real Madrid bar sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Vísir/Getty Fjarskipti hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa komist að samkomulagi um að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA verði áfram sýnd á Stöð 2 Sport. Nýr samningur gildir frá keppnistímabilinu sem hefst 2018 og til loka tímabilsins 2021. Báðar keppnir hafa verið sýndar á Stöð 2 Sport og forverum hennar undanfarna áratugi. Tíu beinar útsendingar verða frá hverri umferð í Meistaradeild Evrópu auk þess sem að öllum leikjum verða gerð skil í samantektarþáttum sem og upphitunarþáttum á Stöð 2 Sport. Þá verður leikjum Evrópudeildar UEFA áfram gerð góð skil eins og áður. Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu sem var send í morgun vegna samningsins. „Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport UEFA og Fjarskipti hf./Stöð 2 Sport hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð, ásamt samantektarþáttum, sýndar á Stöð 2 Sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. „Við fögnum því að geta áfram boðið áhorfendum Stöðvar 2 sport upp á markaveislu í beinni og ítarlegar skýringar okkar bestu íþróttaskýrenda á eftir. Það var okkur mikið kappsmál að halda meistaradeildinni á Stöð 2 Sport enda viljum við bjóða áhorfendum okkar þar upp á það besta sem gerist í íþróttaheiminum. Það segir sína sögu að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Samstarf Stöð 2 Sport og UEFA hefur verið langt og farsælt og það er okkur sérstök ánægja að áframhald verði á því,“ segir Björn Víglundsson framkvæmdastjóri Miðla Fjarskipta hf. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni, áður Evrópukeppni félagsliða, í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu og Stöð 2 Sport kappkostar áfram að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Þjónusta Miðla Fjarskipta hf. við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum.“ Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Fjarskipti hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa komist að samkomulagi um að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA verði áfram sýnd á Stöð 2 Sport. Nýr samningur gildir frá keppnistímabilinu sem hefst 2018 og til loka tímabilsins 2021. Báðar keppnir hafa verið sýndar á Stöð 2 Sport og forverum hennar undanfarna áratugi. Tíu beinar útsendingar verða frá hverri umferð í Meistaradeild Evrópu auk þess sem að öllum leikjum verða gerð skil í samantektarþáttum sem og upphitunarþáttum á Stöð 2 Sport. Þá verður leikjum Evrópudeildar UEFA áfram gerð góð skil eins og áður. Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu sem var send í morgun vegna samningsins. „Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport UEFA og Fjarskipti hf./Stöð 2 Sport hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð, ásamt samantektarþáttum, sýndar á Stöð 2 Sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. „Við fögnum því að geta áfram boðið áhorfendum Stöðvar 2 sport upp á markaveislu í beinni og ítarlegar skýringar okkar bestu íþróttaskýrenda á eftir. Það var okkur mikið kappsmál að halda meistaradeildinni á Stöð 2 Sport enda viljum við bjóða áhorfendum okkar þar upp á það besta sem gerist í íþróttaheiminum. Það segir sína sögu að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Samstarf Stöð 2 Sport og UEFA hefur verið langt og farsælt og það er okkur sérstök ánægja að áframhald verði á því,“ segir Björn Víglundsson framkvæmdastjóri Miðla Fjarskipta hf. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni, áður Evrópukeppni félagsliða, í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu og Stöð 2 Sport kappkostar áfram að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Þjónusta Miðla Fjarskipta hf. við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum.“
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn