Veðbankar spá fyrir um hver muni vinna Game of Thrones Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2018 14:45 Næturkonungurinn þykir leiðinlega líklegur til að bera sigur úr býtum. Vísir/HBO Veðbankar eru farnir að spá fyrir um það hver muni sitja í hásætinu beitta þegar Game of Thrones klárast á næsta ári. Aðdáendur þáttanna hafa verið að spyrja sig að þessu undanfarin ár og lesendur bókanna mun lengur en það. Hins vegar fer að líða að þessu og hafa veðbankar sett saman lista yfir hver sé líklegastur til að vinna krúnuleikana svokölluðu. Samkvæmt Winter Is Coming tók veðmangarinn breski, William Hill, stuðlana saman um daginn og bjó til lista. Af öllum þeim persónum sem enn lifa er Jon Snow (Aegon Targaryen) sagður líklegastur til að drottna yfir Westeros. Enda er hann réttmætur erfingi Targaryenættarinnar, eins og í ljós kom í síðustu þáttaröð. Þá er Næturkonungurinn sjálfur í fjórða sæti. Það er svo sannarlega raunhæfur möguleiki að hann vinni og drottni yfir líkum íbúa Westeros og jafnvel alls heimsins.Listinn: Jon Snow 9/4 Daenerys Targaryen 4/1 Cersei Lannister 7/1 Næturkonungurinn 8/1 Tyrion Lannister 10/1 Bran Stark 12/1 Gendry 12/1 Samwell Tarly 12/1 Sansa Stark 12/1 Arya Stark 14/1 Euron Greyjoy 20/1 Jaime Lannister 25/1 Varys 50/1 Theon Greyjoy 66/1 Davos Seaworth 80/1 Yara Greyjoy 80/1 Brienne frá Tarth 100/1 Jaqen H'gar 100/1 Melisandre 100/1 Gilly 250/1 Ef enginn vinnur, sem er einnig raunhæfur möguleiki, verða öll veðmál ógild. Augljóslega eru margir þarna líklegri en aðrir en svo má ekki gleyma því að pör gætu drottnað saman yfir Westeros. Hvað finnst ykkur? Game of Thrones Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Veðbankar eru farnir að spá fyrir um það hver muni sitja í hásætinu beitta þegar Game of Thrones klárast á næsta ári. Aðdáendur þáttanna hafa verið að spyrja sig að þessu undanfarin ár og lesendur bókanna mun lengur en það. Hins vegar fer að líða að þessu og hafa veðbankar sett saman lista yfir hver sé líklegastur til að vinna krúnuleikana svokölluðu. Samkvæmt Winter Is Coming tók veðmangarinn breski, William Hill, stuðlana saman um daginn og bjó til lista. Af öllum þeim persónum sem enn lifa er Jon Snow (Aegon Targaryen) sagður líklegastur til að drottna yfir Westeros. Enda er hann réttmætur erfingi Targaryenættarinnar, eins og í ljós kom í síðustu þáttaröð. Þá er Næturkonungurinn sjálfur í fjórða sæti. Það er svo sannarlega raunhæfur möguleiki að hann vinni og drottni yfir líkum íbúa Westeros og jafnvel alls heimsins.Listinn: Jon Snow 9/4 Daenerys Targaryen 4/1 Cersei Lannister 7/1 Næturkonungurinn 8/1 Tyrion Lannister 10/1 Bran Stark 12/1 Gendry 12/1 Samwell Tarly 12/1 Sansa Stark 12/1 Arya Stark 14/1 Euron Greyjoy 20/1 Jaime Lannister 25/1 Varys 50/1 Theon Greyjoy 66/1 Davos Seaworth 80/1 Yara Greyjoy 80/1 Brienne frá Tarth 100/1 Jaqen H'gar 100/1 Melisandre 100/1 Gilly 250/1 Ef enginn vinnur, sem er einnig raunhæfur möguleiki, verða öll veðmál ógild. Augljóslega eru margir þarna líklegri en aðrir en svo má ekki gleyma því að pör gætu drottnað saman yfir Westeros. Hvað finnst ykkur?
Game of Thrones Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira