Stuðningur við að komast aftur á fulla ferð í námi Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifar 23. janúar 2018 08:45 Oft er sagt að draumurinn sé upphaf alls. Draumurinn sé uppspretta þess að upplifa eitthvað nýtt, öðlast skarpari sýn á lífið og tilveruna. Þroskast og verða meira! Þessa dagana láta margir drauminn um menntun rætast með því að skrá sig til leiks hjá símenntunarmiðstöðvum um land allt. Margir jafnvel eftir áralangt hlé frá námi. Tæplega sextán þúsund manns sóttu sér nám hjá símenntunarmiðstöðvum á Íslandi árið 2016. Þar af er stór hópur sem tilheyrði svokallaðri framhaldsfræðslu en samkvæmt lögum miðar hún að því að veita fullorðnum einstaklingum með stutta formlega skólagöngu að baki viðeigandi námstækifæri og auðvelda þeim að hefja nám að nýju. Framhaldsfræðslukerfinu er ætlað að bjóða þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskólanámi tækifæri til náms. Það verkefni er samvinnuverkefni stjórnvalda og samtaka launafólks og atvinnurekenda.Með sigrunum kemur sjálfstraustFramhaldsfræðslan hefur skilað ótvíræðum árangri. Ótal margar sögur eru til um nemendur sem hafa komið sjálfum sér á óvart, tekist að klífa fjöll sem þeir töldu fyrirfram að væru ókleif. Með sigrunum kemur sjálfstraust til þess að takast á við enn stærri verkefni. Margir þeirra sem hefja nám hjá símenntunarmiðstöðvunum eftir margra ára hlé frá námi sækja sér menntun á vottuðum námsbrautum sem opna leiðina til iðnnáms, stúdentsprófs eða inn í háskólabrýr og háskóla. Þannig hefur námsbrautin Menntastoðir notið vinsælda meðal fullorðinna um árabil en námið má meta til allt að 50 eininga í framhaldsskóla. Námið nýtur stuðnings úr Fræðslusjóði en til hans ákvarðar Alþingi fjárframlög á fjárlögum hvers árs. Meginhlutverk sjóðsins er beinlínis að stuðla að því að í boði séu námstækifæri fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki.Mikið lagt upp úr samvinnu og stuðningiSímenntunarmiðstöðvarnar leggja mikið upp úr persónulegri þjónustu við nemendur og náms- og starfsráðgjöf, sem miðstöðvarnar veita þeim endurgjaldslaust. Flestir sem skrá sig í Menntastoðir eru á aldrinum 25 til 30 ára og eiga það sameiginlegt að hafa lokið litlu eða engu námi á framhaldsskólastigi. Námið tekur á grunnfögum íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku og upplýsingatækni auk þess sem lögð er áhersla á að nemendur læri námstækni, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Nemendur fá því mikinn stuðning við námið enda oft stórt skref að setjast aftur á skólabekk eftir kannski langt hlé frá námi. Margir þeirra hafa jafnvel ákveðið með sjálfum sér að þeir eigi ekki erindi í bóklegt nám. Náms- og starfsráðgjafar eru ávallt til staðar og aðstoða, ásamt kennurum og öðru starfsfólki, nemendur við að komast á fulla ferð aftur í námi. Þá hafa kennararnir haldgóða reynslu af kennslu fullorðinna námsmanna. Enn fremur er mikið lagt upp úr samvinnu og stuðningi nemenda sjálfra og þeir skapi sér sín eigin lærdómssamfélög. Slík samheldni er ekki síst mikilvæg til að ná árangri í námi. Elstu nemendurnir í Menntastoðum eru oft yfir fimmtugt en þrátt fyrir breitt aldursbil og ólíkan bakgrunn finnur fólk sig vel í hópunum og mikil samstaða myndast í þeim. Flestir eru sammála um að fyrsti dagurinn sé erfiðastur. Margir upplifa óræðar tilfinningar, smá ótta í bland við eftirvæntingu, þegar fyrsta skrefið er tekið til að upplifa drauminn um að setjast á skólabekk aftur en fljótlega verður allt auðveldara og jafnvel miklu betra en áður. Með auknu sjálfstrausti vex fólki fiskur um hrygg og kemur sjálfu sér mest á óvart þegar það nær raunverulegum en ófyrirséðum árangri.Við höfum verk að vinnaHvernig sem á það er litið er það samfélaginu verðmætt að hækka menntunarstigið á Íslandi. Á Íslandi er hlutfall íbúa sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2015 höfðu 25,2% eingöngu lokið grunnmenntun, þ.e. styttra námi en framhaldsskólastigi (41.900), samkvæmt niðurstöðum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Ef horft er til Norðurlandanna hafa mun færri íbúar allra hinna Norðurlandanna eingöngu lokið grunnmenntun (13-20%). Þá er hlutfall íbúa á aldrinum 25-64 ára, sem hefur eingöngu lokið grunnmenntun, hærra á Íslandi en að meðaltali í OECD löndum, eða 25% á móti 23% innan OECD. Ef horft er til þeirrar samstarfsyfirlýsingar sem mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Samtök atvinnulífsins (SA), fjármálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga gáfu út árið 2010 um að hækka menntunarstig íslensku þjóðarinnar til aukinnar virkni í atvinnulífi og samfélaginu í heild, höfum við verk að vinna. Margt hefur áunnist en við þurfum að gera enn betur til að ná yfirlýstu markmiði um að hlutfall fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar verði ekki hærra en 10% árið 2020. Þar gegna símenntunarmiðstöðvar mikilvægu hlutverki. Því þarf að tryggja rekstur þeirra og enn frekari þróun og stuðning innan framhaldsfræðslukerfisins.Höfundur er framkvæmdastjóri Mímis – símenntunar, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Oft er sagt að draumurinn sé upphaf alls. Draumurinn sé uppspretta þess að upplifa eitthvað nýtt, öðlast skarpari sýn á lífið og tilveruna. Þroskast og verða meira! Þessa dagana láta margir drauminn um menntun rætast með því að skrá sig til leiks hjá símenntunarmiðstöðvum um land allt. Margir jafnvel eftir áralangt hlé frá námi. Tæplega sextán þúsund manns sóttu sér nám hjá símenntunarmiðstöðvum á Íslandi árið 2016. Þar af er stór hópur sem tilheyrði svokallaðri framhaldsfræðslu en samkvæmt lögum miðar hún að því að veita fullorðnum einstaklingum með stutta formlega skólagöngu að baki viðeigandi námstækifæri og auðvelda þeim að hefja nám að nýju. Framhaldsfræðslukerfinu er ætlað að bjóða þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskólanámi tækifæri til náms. Það verkefni er samvinnuverkefni stjórnvalda og samtaka launafólks og atvinnurekenda.Með sigrunum kemur sjálfstraustFramhaldsfræðslan hefur skilað ótvíræðum árangri. Ótal margar sögur eru til um nemendur sem hafa komið sjálfum sér á óvart, tekist að klífa fjöll sem þeir töldu fyrirfram að væru ókleif. Með sigrunum kemur sjálfstraust til þess að takast á við enn stærri verkefni. Margir þeirra sem hefja nám hjá símenntunarmiðstöðvunum eftir margra ára hlé frá námi sækja sér menntun á vottuðum námsbrautum sem opna leiðina til iðnnáms, stúdentsprófs eða inn í háskólabrýr og háskóla. Þannig hefur námsbrautin Menntastoðir notið vinsælda meðal fullorðinna um árabil en námið má meta til allt að 50 eininga í framhaldsskóla. Námið nýtur stuðnings úr Fræðslusjóði en til hans ákvarðar Alþingi fjárframlög á fjárlögum hvers árs. Meginhlutverk sjóðsins er beinlínis að stuðla að því að í boði séu námstækifæri fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki.Mikið lagt upp úr samvinnu og stuðningiSímenntunarmiðstöðvarnar leggja mikið upp úr persónulegri þjónustu við nemendur og náms- og starfsráðgjöf, sem miðstöðvarnar veita þeim endurgjaldslaust. Flestir sem skrá sig í Menntastoðir eru á aldrinum 25 til 30 ára og eiga það sameiginlegt að hafa lokið litlu eða engu námi á framhaldsskólastigi. Námið tekur á grunnfögum íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku og upplýsingatækni auk þess sem lögð er áhersla á að nemendur læri námstækni, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Nemendur fá því mikinn stuðning við námið enda oft stórt skref að setjast aftur á skólabekk eftir kannski langt hlé frá námi. Margir þeirra hafa jafnvel ákveðið með sjálfum sér að þeir eigi ekki erindi í bóklegt nám. Náms- og starfsráðgjafar eru ávallt til staðar og aðstoða, ásamt kennurum og öðru starfsfólki, nemendur við að komast á fulla ferð aftur í námi. Þá hafa kennararnir haldgóða reynslu af kennslu fullorðinna námsmanna. Enn fremur er mikið lagt upp úr samvinnu og stuðningi nemenda sjálfra og þeir skapi sér sín eigin lærdómssamfélög. Slík samheldni er ekki síst mikilvæg til að ná árangri í námi. Elstu nemendurnir í Menntastoðum eru oft yfir fimmtugt en þrátt fyrir breitt aldursbil og ólíkan bakgrunn finnur fólk sig vel í hópunum og mikil samstaða myndast í þeim. Flestir eru sammála um að fyrsti dagurinn sé erfiðastur. Margir upplifa óræðar tilfinningar, smá ótta í bland við eftirvæntingu, þegar fyrsta skrefið er tekið til að upplifa drauminn um að setjast á skólabekk aftur en fljótlega verður allt auðveldara og jafnvel miklu betra en áður. Með auknu sjálfstrausti vex fólki fiskur um hrygg og kemur sjálfu sér mest á óvart þegar það nær raunverulegum en ófyrirséðum árangri.Við höfum verk að vinnaHvernig sem á það er litið er það samfélaginu verðmætt að hækka menntunarstigið á Íslandi. Á Íslandi er hlutfall íbúa sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2015 höfðu 25,2% eingöngu lokið grunnmenntun, þ.e. styttra námi en framhaldsskólastigi (41.900), samkvæmt niðurstöðum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Ef horft er til Norðurlandanna hafa mun færri íbúar allra hinna Norðurlandanna eingöngu lokið grunnmenntun (13-20%). Þá er hlutfall íbúa á aldrinum 25-64 ára, sem hefur eingöngu lokið grunnmenntun, hærra á Íslandi en að meðaltali í OECD löndum, eða 25% á móti 23% innan OECD. Ef horft er til þeirrar samstarfsyfirlýsingar sem mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Samtök atvinnulífsins (SA), fjármálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga gáfu út árið 2010 um að hækka menntunarstig íslensku þjóðarinnar til aukinnar virkni í atvinnulífi og samfélaginu í heild, höfum við verk að vinna. Margt hefur áunnist en við þurfum að gera enn betur til að ná yfirlýstu markmiði um að hlutfall fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar verði ekki hærra en 10% árið 2020. Þar gegna símenntunarmiðstöðvar mikilvægu hlutverki. Því þarf að tryggja rekstur þeirra og enn frekari þróun og stuðning innan framhaldsfræðslukerfisins.Höfundur er framkvæmdastjóri Mímis – símenntunar, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun