Allir flokkar koma saman vegna #metoo Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. janúar 2018 06:00 Markmið okkar var að kalla saman alla flokkana og sjá hvort við gætum komist að einhverri sameiginlegri niðurstöðu. Reynt að koma okkur niður á eitthvað, hvernig má bæta og breyta okkar samskiptum, og notað það sem veganesti inn í framtíðina,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, en í kjölfar #metoo-byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Íslandi tekið höndum saman og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.30. Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds. „Við settumst niður saman í lok síðasta árs þar sem var fenginn einn frá hverjum flokki og komum okkur saman um þessa dagskrá. Við ákváðum að gera þetta ekki á hefðbundin máta, fá einn frá hverjum flokki til að koma og tala – heldur erum við meira að leita út fyrir raðir flokkanna og fá annað fólk til að hjálpa okkur. Fræða okkur – fræðast í sameiningu,“ útskýrir Heiða Björg. Hún vonast til þess að í lok fundar verði hægt að taka saman einhverja punkta sem veganesti fyrir flokkana inn í áframhaldandi starf. „En svo verður auðvitað hver flokkur að taka þetta áfram og gera sinn eigin samskiptasamning.“ Hún ítrekar að allir sem vilja séu velkomnir á fundinn, þótt hann fjalli fyrst og fremst um stjórnmálin og félagasamtök. „Við hugsuðum að starf félagasamtaka væri svipað stjórnmálaflokkunum og datt í hug að það gæti verið gagnlegt fyrir þau að koma. Félagasamtök, eins og stjórnmálaflokkar, hafa ekki deildir eða mannauðsstjóra innan sinna vébanda sem geta tekið á málunum. Málin flækjast nefnilega þegar fólk kemur saman af áhuga og það er ekki eins ljós hírarkía og í fyrirtækjum úti í bæ.“ Heiða segir jafnframt mikilvægt að karlar taki þátt í umræðunni, en Gestur Pálmason markþjálfi er einn þeirra sem taka til máls á fundinum með fyrirlesturinn Sjónarhorn karlmanna sem vilja taka ábyrgð. „Okkur finnst það mjög mikilvægt. Hvort sem þeir vilja gera það sér eða með okkur. Mér finnst konur komnar lengra í umræðunni. Karlmenn verða að taka þetta alvarlega og mín upplifun er sú að flestir geri það; séu til í þetta samtal. Almennt er mín upplifun sú að karlarnir vilji að samskiptin séu góð, fólk upplifi sig öruggt, geti tjáð sig og tekið þátt í öllu mögulegu án þess að finnast öryggi sínu ógnað. Og í þessum orðum mínum er engin ásökun falin. Við viljum bara laga menninguna og samskiptin. Það er tilgangur fundarins.“Salvör NordalFréttablaðið/GVASalvör Nordal: Óskrifaðar reglur í samskiptum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er ein þeirra sem flytja ávarp og ber það yfirskriftina Óskrifaðar reglur í samskiptum. „Sum af þeim áreitnismálum sem hefur verið talað um kallast á við umræðuna um friðhelgi einkalífsins, og þar koma inn þessar óskráðu reglur. Það er að segja, hvernig við komum fram við hvert annað í daglegum samskiptum. Ég hef mikið rannsakað friðhelgi einkalífsins sem siðfræðingur. Svo mun ég koma inn á málefni barna í þessu samhengi. Það hafa verið sláandi frásagnir sem fram hafa komið í #metoo-umræðunni í sambandi við börn, eða að brot hafi átt sér stað þegar viðkomandi var á barnsaldri. Það er alvarlegt,“ segir Salvör. „Það er svo mikilvægt eftir alla þessa umræðu að við einblínum á hvað tekur við, hver næstu skref verða. Aðeins þannig verða raunverulegar breytingar á þessari ómenningu sem hefur viðgengist í öll þessi ár.“Dagskrá fundarins Húsið er opnað klukkan 8.00, fundurinn hefst 8.30 og lýkur 10.30. Opnunarávarp. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Metoo í skugga valdsins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona Metoo í skugga valdsins. Hvar liggja mörkin? Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur. Óskrifaðar reglur í samskiptum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sjónarhorn karlmanna sem vilja axla ábyrgð. Gestur Pálmason markþjálfi. Metoo – hvað svo? Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Pallborð og umræður. Fundarstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir fv. ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna, mun stýra pallborðsumræðum í kjölfar erindanna. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, lokar fundinum.Vísir sýnir beint frá fundinum. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Loka lauginni vegna veðurs Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Markmið okkar var að kalla saman alla flokkana og sjá hvort við gætum komist að einhverri sameiginlegri niðurstöðu. Reynt að koma okkur niður á eitthvað, hvernig má bæta og breyta okkar samskiptum, og notað það sem veganesti inn í framtíðina,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, en í kjölfar #metoo-byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Íslandi tekið höndum saman og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.30. Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds. „Við settumst niður saman í lok síðasta árs þar sem var fenginn einn frá hverjum flokki og komum okkur saman um þessa dagskrá. Við ákváðum að gera þetta ekki á hefðbundin máta, fá einn frá hverjum flokki til að koma og tala – heldur erum við meira að leita út fyrir raðir flokkanna og fá annað fólk til að hjálpa okkur. Fræða okkur – fræðast í sameiningu,“ útskýrir Heiða Björg. Hún vonast til þess að í lok fundar verði hægt að taka saman einhverja punkta sem veganesti fyrir flokkana inn í áframhaldandi starf. „En svo verður auðvitað hver flokkur að taka þetta áfram og gera sinn eigin samskiptasamning.“ Hún ítrekar að allir sem vilja séu velkomnir á fundinn, þótt hann fjalli fyrst og fremst um stjórnmálin og félagasamtök. „Við hugsuðum að starf félagasamtaka væri svipað stjórnmálaflokkunum og datt í hug að það gæti verið gagnlegt fyrir þau að koma. Félagasamtök, eins og stjórnmálaflokkar, hafa ekki deildir eða mannauðsstjóra innan sinna vébanda sem geta tekið á málunum. Málin flækjast nefnilega þegar fólk kemur saman af áhuga og það er ekki eins ljós hírarkía og í fyrirtækjum úti í bæ.“ Heiða segir jafnframt mikilvægt að karlar taki þátt í umræðunni, en Gestur Pálmason markþjálfi er einn þeirra sem taka til máls á fundinum með fyrirlesturinn Sjónarhorn karlmanna sem vilja taka ábyrgð. „Okkur finnst það mjög mikilvægt. Hvort sem þeir vilja gera það sér eða með okkur. Mér finnst konur komnar lengra í umræðunni. Karlmenn verða að taka þetta alvarlega og mín upplifun er sú að flestir geri það; séu til í þetta samtal. Almennt er mín upplifun sú að karlarnir vilji að samskiptin séu góð, fólk upplifi sig öruggt, geti tjáð sig og tekið þátt í öllu mögulegu án þess að finnast öryggi sínu ógnað. Og í þessum orðum mínum er engin ásökun falin. Við viljum bara laga menninguna og samskiptin. Það er tilgangur fundarins.“Salvör NordalFréttablaðið/GVASalvör Nordal: Óskrifaðar reglur í samskiptum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er ein þeirra sem flytja ávarp og ber það yfirskriftina Óskrifaðar reglur í samskiptum. „Sum af þeim áreitnismálum sem hefur verið talað um kallast á við umræðuna um friðhelgi einkalífsins, og þar koma inn þessar óskráðu reglur. Það er að segja, hvernig við komum fram við hvert annað í daglegum samskiptum. Ég hef mikið rannsakað friðhelgi einkalífsins sem siðfræðingur. Svo mun ég koma inn á málefni barna í þessu samhengi. Það hafa verið sláandi frásagnir sem fram hafa komið í #metoo-umræðunni í sambandi við börn, eða að brot hafi átt sér stað þegar viðkomandi var á barnsaldri. Það er alvarlegt,“ segir Salvör. „Það er svo mikilvægt eftir alla þessa umræðu að við einblínum á hvað tekur við, hver næstu skref verða. Aðeins þannig verða raunverulegar breytingar á þessari ómenningu sem hefur viðgengist í öll þessi ár.“Dagskrá fundarins Húsið er opnað klukkan 8.00, fundurinn hefst 8.30 og lýkur 10.30. Opnunarávarp. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Metoo í skugga valdsins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona Metoo í skugga valdsins. Hvar liggja mörkin? Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur. Óskrifaðar reglur í samskiptum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sjónarhorn karlmanna sem vilja axla ábyrgð. Gestur Pálmason markþjálfi. Metoo – hvað svo? Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Pallborð og umræður. Fundarstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir fv. ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna, mun stýra pallborðsumræðum í kjölfar erindanna. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, lokar fundinum.Vísir sýnir beint frá fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Loka lauginni vegna veðurs Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira