Enn vegið að Hugarafli sem missir húsnæðið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. janúar 2018 05:00 Frá mótmælum Hugaraflsfólks við niðurskurði í fyrra. Vísir/Anton Brink „Það þýðir að við verðum húsnæðislaus,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin standa nú á krossgötum í kjölfar ákvörðunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót um að leggja niður núverandi teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Hugarafl á í virku samstarfi við teymið og hefur haft aðsetur í húsnæði þess. Skipulagsbreytingarnar hafa því miklar afleiðingar fyrir Hugarafl sem barist hefur í bökkum með fjármögnun undanfarin misseri. Stjórn Hugarafls fundar í dag um stöðuna og hvað sé til ráða.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Fréttablaðið/Stefán„Auk þess að verða húsnæðislaus missum við fagfólkið í teyminu sem er mjög alvarlegt fyrir fólkið sem leitar til okkar. Við verðum að hafa húsnæði til að geta rekið starfsemina og staðið við okkar samninga.“ Meðal þeirra er þjónustusamningur Hugarafls við Vinnumálastofnun um starfsendurhæfingu ungs fólks með geðraskanir sem gerður var síðastliðið haust. Sá samningur tryggði áframhaldandi rekstur Hugarafls sem stóð frammi fyrir fjársvelti síðastliðið vor. „Staðan nú er enn alvarlegri en í vor. Við þurfum að berjast áfram fyrir tilveru okkar, en gefumst ekki upp.“ Bæði forsvarsmenn Hugarafls og Geðheilsu – eftirfylgdar hafa gagnrýnt breytingarnar sem Málfríður segir að fari í raun gegn geðheilsustefnunni sem samþykkt var á Alþingi árið 2016.Magnea Rivera Reinaldsdóttir. Fréttablaðið/ValliHugarafl verður að óbreyttu húsnæðislaust um mitt þetta ár. Málfríður kveðst vera búin að senda nýjum félagsmálaráðherra þrjá pósta um stöðuna en kveðst enn eiga eftir að fá svar. Fundur hennar með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýverið hafi þó verið ágætur og hún fundið fyrir miklum velvilja frá ráðherra í garð Hugarafls. Skráðar komur til Hugarafls voru 12.000 á síðasta ári og eiga margir samtökunum og því góða starfi sem þar er unnið mikið að launa. Ein þeirra er Magnea Rivera Reinaldsdóttir, sem bæði hefur sótt þar þjónustu og sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir samtökin. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég ekki haft Hugarafl þegar ég var útskrifuð af geðdeild, ekki nærri því orðin góð, haustið 2014. Ég fer enn tvisvar, þrisvar í viku. Þetta er eins og annað heimili manns. Ég er mest að hugsa um hvert fólkið eigi að fara sem leitar til teymisins, sem er sálfræðingur, iðjuþjálfari og félagsráðgjafi. Þetta er allt saman frítt og tilvísunarlaust. Þetta er hræðilega sorglegt og ég fullyrði að þetta teymi vinnur alveg einstaklega gott starf.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
„Það þýðir að við verðum húsnæðislaus,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin standa nú á krossgötum í kjölfar ákvörðunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót um að leggja niður núverandi teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Hugarafl á í virku samstarfi við teymið og hefur haft aðsetur í húsnæði þess. Skipulagsbreytingarnar hafa því miklar afleiðingar fyrir Hugarafl sem barist hefur í bökkum með fjármögnun undanfarin misseri. Stjórn Hugarafls fundar í dag um stöðuna og hvað sé til ráða.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Fréttablaðið/Stefán„Auk þess að verða húsnæðislaus missum við fagfólkið í teyminu sem er mjög alvarlegt fyrir fólkið sem leitar til okkar. Við verðum að hafa húsnæði til að geta rekið starfsemina og staðið við okkar samninga.“ Meðal þeirra er þjónustusamningur Hugarafls við Vinnumálastofnun um starfsendurhæfingu ungs fólks með geðraskanir sem gerður var síðastliðið haust. Sá samningur tryggði áframhaldandi rekstur Hugarafls sem stóð frammi fyrir fjársvelti síðastliðið vor. „Staðan nú er enn alvarlegri en í vor. Við þurfum að berjast áfram fyrir tilveru okkar, en gefumst ekki upp.“ Bæði forsvarsmenn Hugarafls og Geðheilsu – eftirfylgdar hafa gagnrýnt breytingarnar sem Málfríður segir að fari í raun gegn geðheilsustefnunni sem samþykkt var á Alþingi árið 2016.Magnea Rivera Reinaldsdóttir. Fréttablaðið/ValliHugarafl verður að óbreyttu húsnæðislaust um mitt þetta ár. Málfríður kveðst vera búin að senda nýjum félagsmálaráðherra þrjá pósta um stöðuna en kveðst enn eiga eftir að fá svar. Fundur hennar með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýverið hafi þó verið ágætur og hún fundið fyrir miklum velvilja frá ráðherra í garð Hugarafls. Skráðar komur til Hugarafls voru 12.000 á síðasta ári og eiga margir samtökunum og því góða starfi sem þar er unnið mikið að launa. Ein þeirra er Magnea Rivera Reinaldsdóttir, sem bæði hefur sótt þar þjónustu og sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir samtökin. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég ekki haft Hugarafl þegar ég var útskrifuð af geðdeild, ekki nærri því orðin góð, haustið 2014. Ég fer enn tvisvar, þrisvar í viku. Þetta er eins og annað heimili manns. Ég er mest að hugsa um hvert fólkið eigi að fara sem leitar til teymisins, sem er sálfræðingur, iðjuþjálfari og félagsráðgjafi. Þetta er allt saman frítt og tilvísunarlaust. Þetta er hræðilega sorglegt og ég fullyrði að þetta teymi vinnur alveg einstaklega gott starf.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira