Íslandsmethafinn sér ekki eftir því að hafa valið frjálsar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Tiana Ósk með gullverðlaunapeningana sem hún vann um helgina. vísir/anton Hin 17 ára Tiana Ósk Whitworth úr ÍR stal senunni á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem fór fram í Laugardalnum um helgina. Á laugardaginn kom Tiana fyrst í mark í úrslitum í 60 metra hlaupi kvenna á tímanum 7,47 sekúndum. Hún sló þar með þriggja ára gamalt Íslandsmet Hrafnhild Eirar R. Hermóðsdóttur um þrjá hundruðustu úr sekúndu. Hrafnhild varð einmitt í 2. sæti í úrslitahlaupinu á laugardaginn á 7,66 sekúndum. Tiana lét sér ekki nægja gull og Íslandsmet í 60 metra hlaupi heldur bætti hún öðrum gullverðlaunum í safnið með því að vinna 200 metra hlaupið í gær. Hún hljóp á 24,39 sekúndum sem er hennar besti tími í greininni. Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur frá 2004 er 23,79 sekúndur.Íslandsmetahlaup Tiönu má sjá hér að neðan en myndbandið er af vef Silfursins.„Þetta gekk vonum framar og ég bjóst ekki við þessu á fyrsta móti. Ég er mjög ánægð með helgina,“ sagði Tiana í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var alls ekki eitthvað sem ég stefndi að strax. Ég var búin að hugsa um þetta en alls ekki á fyrsta móti. Það er alltaf gaman að hlaupa með Hrafnhild, hún er svo ótrúlega flott. Þetta kom mér á óvart. Ég er enn að ná þessu.“ Tiana segist hafa lagt mikla vinnu í að bæta sig í 200 metra hlaupi og því hafi árangurinn í gær verið sérstaklega ánægjulegur. „Þetta var besti tíminn minn hingað til. Aðalgreinarnar mínar eru 60 og 100 metra hlaup en ég reyni líka að einbeita mér að 200 metrunum. „Startið“ er mín sterkasta hlið en ég er að vinna í hraðaþoli,“ sagði Tiana.Tiana Ósk var afar ánægð með uppskeru helgarinnar.vísir/antonÍslandsmethafinn nýkrýndi byrjaði að æfa frjálsar íþróttir fyrir nokkrum árum en var áður í fimleikum. „Ég held ég hafi byrjað 2013. Íþróttakennarinn minn í grunnskóla fékk mig til að prófa eina frjálsíþróttaæfingu og þetta var strax það skemmtilegasta sem ég hafði prófað. Þá henti ég mér strax í þetta,“ sagði Tiana. „Ég var lengi í fimleikum og það var erfið ákvörðun hvort ég ætti að hætta í þeim og byrja í frjálsum. En ég sé alls ekki eftir því. Að æfa frjálsar er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þrátt fyrir árangur helgarinnar er Tiana hvergi nærri hætt. „Nú er bara að setja sér ný markmið. Mig langar að ná lágmörkum fyrir mót í sumar og einbeita mér að því að bæta tímana mína eins og ég get,“ sagði Tiana. Hún stefnir á að komast á HM U-20 ára sem fer fram í Tampere í Finnlandi í sumar. „Ég á betri tíma en lágmörkin í 100 metra hlaupi en ég þarf að hlaupa það aftur. Það er bara að koma sér í gott form og ná góðu hlaupi,“ sagði Tiana sem keppti m.a. á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í fyrra. Hún endaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi, 5. sæti í 200 metra hlaupi og var í sigurliði Íslands í 4x100 metra boðhlaupi. En hvert stefnir Tiana í framtíðinni? „Mig langar að ná eins langt í íþróttinni og ég get og halda áfram að bæta mig,“ sagði Tiana að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira
Hin 17 ára Tiana Ósk Whitworth úr ÍR stal senunni á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem fór fram í Laugardalnum um helgina. Á laugardaginn kom Tiana fyrst í mark í úrslitum í 60 metra hlaupi kvenna á tímanum 7,47 sekúndum. Hún sló þar með þriggja ára gamalt Íslandsmet Hrafnhild Eirar R. Hermóðsdóttur um þrjá hundruðustu úr sekúndu. Hrafnhild varð einmitt í 2. sæti í úrslitahlaupinu á laugardaginn á 7,66 sekúndum. Tiana lét sér ekki nægja gull og Íslandsmet í 60 metra hlaupi heldur bætti hún öðrum gullverðlaunum í safnið með því að vinna 200 metra hlaupið í gær. Hún hljóp á 24,39 sekúndum sem er hennar besti tími í greininni. Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur frá 2004 er 23,79 sekúndur.Íslandsmetahlaup Tiönu má sjá hér að neðan en myndbandið er af vef Silfursins.„Þetta gekk vonum framar og ég bjóst ekki við þessu á fyrsta móti. Ég er mjög ánægð með helgina,“ sagði Tiana í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var alls ekki eitthvað sem ég stefndi að strax. Ég var búin að hugsa um þetta en alls ekki á fyrsta móti. Það er alltaf gaman að hlaupa með Hrafnhild, hún er svo ótrúlega flott. Þetta kom mér á óvart. Ég er enn að ná þessu.“ Tiana segist hafa lagt mikla vinnu í að bæta sig í 200 metra hlaupi og því hafi árangurinn í gær verið sérstaklega ánægjulegur. „Þetta var besti tíminn minn hingað til. Aðalgreinarnar mínar eru 60 og 100 metra hlaup en ég reyni líka að einbeita mér að 200 metrunum. „Startið“ er mín sterkasta hlið en ég er að vinna í hraðaþoli,“ sagði Tiana.Tiana Ósk var afar ánægð með uppskeru helgarinnar.vísir/antonÍslandsmethafinn nýkrýndi byrjaði að æfa frjálsar íþróttir fyrir nokkrum árum en var áður í fimleikum. „Ég held ég hafi byrjað 2013. Íþróttakennarinn minn í grunnskóla fékk mig til að prófa eina frjálsíþróttaæfingu og þetta var strax það skemmtilegasta sem ég hafði prófað. Þá henti ég mér strax í þetta,“ sagði Tiana. „Ég var lengi í fimleikum og það var erfið ákvörðun hvort ég ætti að hætta í þeim og byrja í frjálsum. En ég sé alls ekki eftir því. Að æfa frjálsar er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þrátt fyrir árangur helgarinnar er Tiana hvergi nærri hætt. „Nú er bara að setja sér ný markmið. Mig langar að ná lágmörkum fyrir mót í sumar og einbeita mér að því að bæta tímana mína eins og ég get,“ sagði Tiana. Hún stefnir á að komast á HM U-20 ára sem fer fram í Tampere í Finnlandi í sumar. „Ég á betri tíma en lágmörkin í 100 metra hlaupi en ég þarf að hlaupa það aftur. Það er bara að koma sér í gott form og ná góðu hlaupi,“ sagði Tiana sem keppti m.a. á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í fyrra. Hún endaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi, 5. sæti í 200 metra hlaupi og var í sigurliði Íslands í 4x100 metra boðhlaupi. En hvert stefnir Tiana í framtíðinni? „Mig langar að ná eins langt í íþróttinni og ég get og halda áfram að bæta mig,“ sagði Tiana að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira