Gamaldags átakapólitík Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. janúar 2018 15:53 Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu Vinstri græn áherslu á að veruleg innspýting fjármuna í heilbrigðismál, menntamál, innviðauppbyggingu og velferðarmál væri nauðsynleg til að koma þessum málaflokkum í sómasamlegt horf. Auka þyrfti árleg útgjöld til þessara málaflokka í skrefum um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu umfram sem fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði ráð fyrir. Við lögðum einnig áherslu á bætt vinnubrögð, að þegar ákvarðanir eru teknar á vetvangi stjórnmálanna væri horft til lengra en eins árs í senn og byggt á stefnumótun sem tæki mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri tíma frekar að vinna litlar orustur inn á Alþingi. Það er okkar trú að þannig getum við nýtt fjármuni betur og þannig gert betur fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna tók við þann 1. desember sl. og hóf strax vinnu við breytingar á því fjárlagafrumvarpi sem fyrri ríkisstjórn hafði lagt fram. Fjórum vikum síðar samþykkti Alþingi fjárlög sem fela í sér tæplega 19 milljarða útgjaldaaukningu umfram það sem fyrri fjárlög höfðu gert ráð fyrir og samtals 55,3 milljarða útgjaldaaukningu á milli ára. Ef við horfum eingöngu á útgjaldaaukninguna og hugsum jafnvel í prósentum má segja að þessi fjárlög séu einstakur árangur í loforðaefndum. Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið – 19 milljarðar af 40-50 voru komnir í hús. En auðvitað er þetta ekki svo einfallt að það sé hægt afgreiða þetta með einföldum prósentureikningi. Fjárlögin voru unnin á ótrúlega stuttum tíma og því gafst ekki mikill tími til að horfa langt fram veginn. Sú vinna stendur nú yfir, við gerð fjármálaáætlunar, endurskoðun almannatrygginga og einnig heilbrigðisáætlunar, svo dæmi séu nefnd.Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem virðast telja að eðlilegt sé að smætta alla umræðu um ríkisfjármál og uppbyggingu á okkar samfélagslegu innviðum niður í einfaldan prósentureikning og stakar atkvæðagreiðslur á Alþingi, eins og sjá mátti í grein hans í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Vinstri svik“. Ágúst hefur nefnilega með einföldum prósentureikningi komist að þeirri niðurstöðu að Vinstri græn hafi framið mikil svik með fyrrnefndum fjármlögum. Þetta er hins vegar marklaust þegar kemur að því að mæla árangur eða efndir Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ágúst hefði nefnilega getað gert lítið úr nánast hvaða útgjaldaaukningu sem er með því að veifa prósentutölum, enda er 40 til 50 milljarða aukning útgjalda bara um 5% aukning. Allt tal um svik Vinstri grænna er því marklaust, hluti af hinni gömlu átakapólitík sem engu skilar. Ég hvet Ágúst Ólaf, og aðra í stjórnarandstöðunni, til að taka höndum saman með okkur í ríkisstjórninni í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Stj.mál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu Vinstri græn áherslu á að veruleg innspýting fjármuna í heilbrigðismál, menntamál, innviðauppbyggingu og velferðarmál væri nauðsynleg til að koma þessum málaflokkum í sómasamlegt horf. Auka þyrfti árleg útgjöld til þessara málaflokka í skrefum um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu umfram sem fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði ráð fyrir. Við lögðum einnig áherslu á bætt vinnubrögð, að þegar ákvarðanir eru teknar á vetvangi stjórnmálanna væri horft til lengra en eins árs í senn og byggt á stefnumótun sem tæki mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri tíma frekar að vinna litlar orustur inn á Alþingi. Það er okkar trú að þannig getum við nýtt fjármuni betur og þannig gert betur fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna tók við þann 1. desember sl. og hóf strax vinnu við breytingar á því fjárlagafrumvarpi sem fyrri ríkisstjórn hafði lagt fram. Fjórum vikum síðar samþykkti Alþingi fjárlög sem fela í sér tæplega 19 milljarða útgjaldaaukningu umfram það sem fyrri fjárlög höfðu gert ráð fyrir og samtals 55,3 milljarða útgjaldaaukningu á milli ára. Ef við horfum eingöngu á útgjaldaaukninguna og hugsum jafnvel í prósentum má segja að þessi fjárlög séu einstakur árangur í loforðaefndum. Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið – 19 milljarðar af 40-50 voru komnir í hús. En auðvitað er þetta ekki svo einfallt að það sé hægt afgreiða þetta með einföldum prósentureikningi. Fjárlögin voru unnin á ótrúlega stuttum tíma og því gafst ekki mikill tími til að horfa langt fram veginn. Sú vinna stendur nú yfir, við gerð fjármálaáætlunar, endurskoðun almannatrygginga og einnig heilbrigðisáætlunar, svo dæmi séu nefnd.Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem virðast telja að eðlilegt sé að smætta alla umræðu um ríkisfjármál og uppbyggingu á okkar samfélagslegu innviðum niður í einfaldan prósentureikning og stakar atkvæðagreiðslur á Alþingi, eins og sjá mátti í grein hans í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Vinstri svik“. Ágúst hefur nefnilega með einföldum prósentureikningi komist að þeirri niðurstöðu að Vinstri græn hafi framið mikil svik með fyrrnefndum fjármlögum. Þetta er hins vegar marklaust þegar kemur að því að mæla árangur eða efndir Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ágúst hefði nefnilega getað gert lítið úr nánast hvaða útgjaldaaukningu sem er með því að veifa prósentutölum, enda er 40 til 50 milljarða aukning útgjalda bara um 5% aukning. Allt tal um svik Vinstri grænna er því marklaust, hluti af hinni gömlu átakapólitík sem engu skilar. Ég hvet Ágúst Ólaf, og aðra í stjórnarandstöðunni, til að taka höndum saman með okkur í ríkisstjórninni í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun