Saga þjóðfrelsisbaráttunnar í Víetnam Gylfi Páll Hersir skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Þessa dagana er myndin Post sýnd í kvikmyndahúsum. Þar segir frá átökum dagblaðsins Washington Post við stjórnvöld vegna birtingar leyniskjala sem Daniel Ellsberg, þáverandi starfsmaður Varnarmálaráðuneytisins, ljósritaði og kom til New York Times og Washington Post. Skjölin afhjúpa margra ára lygar stjórnvalda um málefni Víetnam og höfðu umtalsverð áhrif á afstöðu fólks til stríðsins. Mér finnst því við hæfi að rekja stuttlega sögu þjóðfrelsisbaráttunnar í landinu. Árið 1888 gerðu Frakkar Suðaustur-Asíu (núverandi Kambódíu, Víetnam og Laos) að nýlendu sinni – frumskógarsvæði voru rudd til þess rækta gúmmítré, sjálfsþurftarbúskapur lagðist af, fólk flutt nauðungarflutningum og nauðungarvinnu komið á. Nýlendustjórninni fylgdi mikil kúgun. Þjóðverjar hernámu Frakkland árið 1940 og komu á fót leppstjórn sem nýlendustjórnin í Suðaustur-Asíu studdi. Sama ár hernámu Japanir svæðið og stjórnuðu í náinni samvinnu við nýlendustjórn Frakka mestan hluta síðari heimsstyrjaldar. Eftir að Þjóðverjar höfðu verið hraktir frá Frakklandi, varpaði hernámslið Japana embættismönnum Frakka á dyr og lýsti Víetnam sjálfstætt ríki undir stjórn keisarans Bao Dai sem hafði unnið með Japönum. Samfara uppgjöf Japana fyrir bandamönnum í styrjaldarlok varð uppreisn í borgum landsins sem kom Víet Minh, Sjálfstæðisbandalagi Víetnams til valda. Nýja ríkisstjórnin lýsti yfir stofnun Lýðveldisins Víetnam. Á Potsdam-ráðstefnunni í stríðslok ákváðu bandamenn að hersveitir Chiang Kai-sheks tækju við af Japönum í norðurhluta landins en Bretar í þeim syðri. Víet Minh hafði fulla hernaðarlega stjórn í öllu landinu og því var ekki þörf á utanaðkomandi herliði. Hryðjuverk og ofbeldi setuliðsins á almennum borgurum varð til þess að mánaðargamalli ríkisstjórn Víet Minh var steypt af stóli og nýlendustjórn komið á fót í syðri hluta landsins sem heyrði undir ríkisstjórn de Gaulle í París. Þá tóku Frakkar völdin í nyrðri hluta landsins. Skæruliðabaráttunni gegn yfirráðum Frakka lauk með fullum hernaðarsigri Víet Minh í maí 1954 í frægri orrustu við Dien Bien Phu. Tekist var á um það innan ráðastéttarinnar í Bandaríkjunum 1954 hvort senda ætti bandarískt herlið á vettvang og rætt um að varpa kjarnorkusprengjum á landið. Þrátt fyrir afgerandi hernaðarsigur Víet Minh var gert samkomulag í Genf árið 1954 um skiptingu Víetnams um 17. breiddarbaug og Frökkum gert að yfirgefa nyrðri hluta landsins. Í syðri hlutanum átti að ríkja bráðabirgðastjórn til tveggja ára undir forystu Bao Dai og kosningar að fara fram um sameiningu landsins með liðsinni Bandaríkjanna. Frakkar fóru en gríðarleg bandarísk hernaðaraðstoð streymdi til handa ríkisstjórninni í Suður-Víetnam. Aldrei kom til kosninganna, enda komst Eisenhower Bandaríkjaforseti síðar svo að orði í endurminningum sínum: „Allir þeir kunnáttumenn um málefni Indókína sem ég ræddi við eða skrifaðist á við voru sammála um það að hefðu kosningar verið haldnar ... hefðu trúlega 80% íbúanna frekar greitt atkvæði með kommúnistanum Ho Chi Minh sem leiðtoga sínum en þjóðhöfðingjanum Bao Dai.“ Skæruliðabaráttan hófst að nýju. Árið 1959 streymdu bandarískir hernaðarráðgjafar til Suður-Víetnams. Þá fyrst barst stuðningur frá Norður-Víetnam. Árið 1960 myndaði andspyrnan í suðri Þjóðfrelsisfylkinguna (NLF) sem óvinirnir uppnefndu „Víet Cong“. Annar þáttur Víetnam stríðsins stóð yfir í 15 ár og lauk í apríllok 1975, þegar síðustu bandarísku starfsmennirnir flúðu í þyrlu af þaki sendiráðsins í Saigon (núverandi Ho Chi Minh borg). Í stríðinu féllu á bilinu 2 til 3 milljónir Víetnama og 60.000 bandarískir hermenn. Varpað var meira sprengjumagni á Laos, Kambódíu og Víetnam en samanlagt í öllum styrjöldum fram að því. Kostnaður Bandaríkjastjórnar bara í Suður-Víetnam nam 140 milljörðum dollara sem samsvarar 7.000 dollurum á hvern og einn 20 milljóna íbúa landsins. Þjóðartekjur á mann voru þarna 157 dollarar á ári. Í febrúar 1965, skömmu eftir að Lyndon B. Johnson komst til valda, hófu Bandaríkin stórfelldar sprengjuárásir á Norður-Víetnam, m.a. með nýjum tegundum af sprengjum, kúlu-, nála- og íkveikjusprengjum s.s. bensínhlaup- og fosfórsprengjum. Þá voru 23.000 bandarískir hermenn í Víetnam. Flestir urðu þeir 549.000 í árslok 1968. Auk þess voru þarna 50.000 hermenn frá Suður-Kóreu og færri frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Thailandi og Filippseyjum. Víðtæk alþjóðleg andstaða var við stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam. Víetnam-nefndir voru stofnaðar víða um heim, m.a. á Íslandi, og skipulagðar voru mótmælaaðgerðir í öllum heimshornum. Hér á landi voru farnar mjög fjölmennar mótmælagöngur og haldnir inni- og útifundir með þátttöku ýmissa stjórnmála- og félagasamtaka. Í Washington fóru fram stærstu pólitísku mótmælin í sögu landsins, í nóvember 1969 og aftur í apríl 1971 tóku þátt 750.000 manns. Áróðurinn gegn stríðinu og fjöldahreyfingin gegn því leiddi til róttækniþróunar margra, bæði í bandarísku samfélagi, á Íslandi og víðar. Pólitísk ásýnd Bandaríkjanna breyttist. Í kjölfarið fylgdi heilbrigt vantraust í garð stjórnvalda. Hin staðlaða ímynd bandaríska hermannsins sem hlýðinn undirsáti ráðastéttarinnar breyttist. Hermenn gerðust liðhlaupar, þeir mótmæltu stríðsrekstrinum. Víetnamhreyfingin í Bandaríkjunum var að því leyti öðruvísi en aðrar merkar hreyfingar fyrir félagslegum umbótum í landinu, að hún takmarkaðist ekki við innlend málefni og samþykkti ekki gagnrýnislaust utanríkisstefnu heimsveldisins, stríð og gagnbyltingar ráðastéttarinnar. Andstyggð á hverskyns ævintýrum Bandaríkjahers á erlendri grundu takmörkuðu hernaðarumsvif stjórnvalda svo talað hefur verið um „Víetnam-áhrifin“ allt til þessa. Árangursrík barátta alþýðu manna í Víetnam gegn bandarísku heimsvaldastefnunni markaði þáttaskil í sögu þessarar aldar. Hún breytti með afgerandi hætti pólitískri vitund milljóna manna í Bandaríkjunum og víðar, hún létti þrýstingnum á byltinguna á Kúbu, hafði áhrif á barátta blökkumanna í Bandaríkjunum og víðar og afstöðuna til herstöðva Bandaríkjahers m.a. hér á landi og opnaði augu fólks fyrir alþjóðlegu samhengi hlutanna. Síðast en ekki síst skapaði hún fordæmi sem sýndi hvernig hægt er að rísa upp, berjast og hafa sigur á mesta hernaðarveldi allra tíma og breyta þar með gangi sögunnar.Gylfi Páll Hersir er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum og tók virkan þátt í starfi Víetnam hreyfingarinnar á sínum tíma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er myndin Post sýnd í kvikmyndahúsum. Þar segir frá átökum dagblaðsins Washington Post við stjórnvöld vegna birtingar leyniskjala sem Daniel Ellsberg, þáverandi starfsmaður Varnarmálaráðuneytisins, ljósritaði og kom til New York Times og Washington Post. Skjölin afhjúpa margra ára lygar stjórnvalda um málefni Víetnam og höfðu umtalsverð áhrif á afstöðu fólks til stríðsins. Mér finnst því við hæfi að rekja stuttlega sögu þjóðfrelsisbaráttunnar í landinu. Árið 1888 gerðu Frakkar Suðaustur-Asíu (núverandi Kambódíu, Víetnam og Laos) að nýlendu sinni – frumskógarsvæði voru rudd til þess rækta gúmmítré, sjálfsþurftarbúskapur lagðist af, fólk flutt nauðungarflutningum og nauðungarvinnu komið á. Nýlendustjórninni fylgdi mikil kúgun. Þjóðverjar hernámu Frakkland árið 1940 og komu á fót leppstjórn sem nýlendustjórnin í Suðaustur-Asíu studdi. Sama ár hernámu Japanir svæðið og stjórnuðu í náinni samvinnu við nýlendustjórn Frakka mestan hluta síðari heimsstyrjaldar. Eftir að Þjóðverjar höfðu verið hraktir frá Frakklandi, varpaði hernámslið Japana embættismönnum Frakka á dyr og lýsti Víetnam sjálfstætt ríki undir stjórn keisarans Bao Dai sem hafði unnið með Japönum. Samfara uppgjöf Japana fyrir bandamönnum í styrjaldarlok varð uppreisn í borgum landsins sem kom Víet Minh, Sjálfstæðisbandalagi Víetnams til valda. Nýja ríkisstjórnin lýsti yfir stofnun Lýðveldisins Víetnam. Á Potsdam-ráðstefnunni í stríðslok ákváðu bandamenn að hersveitir Chiang Kai-sheks tækju við af Japönum í norðurhluta landins en Bretar í þeim syðri. Víet Minh hafði fulla hernaðarlega stjórn í öllu landinu og því var ekki þörf á utanaðkomandi herliði. Hryðjuverk og ofbeldi setuliðsins á almennum borgurum varð til þess að mánaðargamalli ríkisstjórn Víet Minh var steypt af stóli og nýlendustjórn komið á fót í syðri hluta landsins sem heyrði undir ríkisstjórn de Gaulle í París. Þá tóku Frakkar völdin í nyrðri hluta landsins. Skæruliðabaráttunni gegn yfirráðum Frakka lauk með fullum hernaðarsigri Víet Minh í maí 1954 í frægri orrustu við Dien Bien Phu. Tekist var á um það innan ráðastéttarinnar í Bandaríkjunum 1954 hvort senda ætti bandarískt herlið á vettvang og rætt um að varpa kjarnorkusprengjum á landið. Þrátt fyrir afgerandi hernaðarsigur Víet Minh var gert samkomulag í Genf árið 1954 um skiptingu Víetnams um 17. breiddarbaug og Frökkum gert að yfirgefa nyrðri hluta landsins. Í syðri hlutanum átti að ríkja bráðabirgðastjórn til tveggja ára undir forystu Bao Dai og kosningar að fara fram um sameiningu landsins með liðsinni Bandaríkjanna. Frakkar fóru en gríðarleg bandarísk hernaðaraðstoð streymdi til handa ríkisstjórninni í Suður-Víetnam. Aldrei kom til kosninganna, enda komst Eisenhower Bandaríkjaforseti síðar svo að orði í endurminningum sínum: „Allir þeir kunnáttumenn um málefni Indókína sem ég ræddi við eða skrifaðist á við voru sammála um það að hefðu kosningar verið haldnar ... hefðu trúlega 80% íbúanna frekar greitt atkvæði með kommúnistanum Ho Chi Minh sem leiðtoga sínum en þjóðhöfðingjanum Bao Dai.“ Skæruliðabaráttan hófst að nýju. Árið 1959 streymdu bandarískir hernaðarráðgjafar til Suður-Víetnams. Þá fyrst barst stuðningur frá Norður-Víetnam. Árið 1960 myndaði andspyrnan í suðri Þjóðfrelsisfylkinguna (NLF) sem óvinirnir uppnefndu „Víet Cong“. Annar þáttur Víetnam stríðsins stóð yfir í 15 ár og lauk í apríllok 1975, þegar síðustu bandarísku starfsmennirnir flúðu í þyrlu af þaki sendiráðsins í Saigon (núverandi Ho Chi Minh borg). Í stríðinu féllu á bilinu 2 til 3 milljónir Víetnama og 60.000 bandarískir hermenn. Varpað var meira sprengjumagni á Laos, Kambódíu og Víetnam en samanlagt í öllum styrjöldum fram að því. Kostnaður Bandaríkjastjórnar bara í Suður-Víetnam nam 140 milljörðum dollara sem samsvarar 7.000 dollurum á hvern og einn 20 milljóna íbúa landsins. Þjóðartekjur á mann voru þarna 157 dollarar á ári. Í febrúar 1965, skömmu eftir að Lyndon B. Johnson komst til valda, hófu Bandaríkin stórfelldar sprengjuárásir á Norður-Víetnam, m.a. með nýjum tegundum af sprengjum, kúlu-, nála- og íkveikjusprengjum s.s. bensínhlaup- og fosfórsprengjum. Þá voru 23.000 bandarískir hermenn í Víetnam. Flestir urðu þeir 549.000 í árslok 1968. Auk þess voru þarna 50.000 hermenn frá Suður-Kóreu og færri frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Thailandi og Filippseyjum. Víðtæk alþjóðleg andstaða var við stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam. Víetnam-nefndir voru stofnaðar víða um heim, m.a. á Íslandi, og skipulagðar voru mótmælaaðgerðir í öllum heimshornum. Hér á landi voru farnar mjög fjölmennar mótmælagöngur og haldnir inni- og útifundir með þátttöku ýmissa stjórnmála- og félagasamtaka. Í Washington fóru fram stærstu pólitísku mótmælin í sögu landsins, í nóvember 1969 og aftur í apríl 1971 tóku þátt 750.000 manns. Áróðurinn gegn stríðinu og fjöldahreyfingin gegn því leiddi til róttækniþróunar margra, bæði í bandarísku samfélagi, á Íslandi og víðar. Pólitísk ásýnd Bandaríkjanna breyttist. Í kjölfarið fylgdi heilbrigt vantraust í garð stjórnvalda. Hin staðlaða ímynd bandaríska hermannsins sem hlýðinn undirsáti ráðastéttarinnar breyttist. Hermenn gerðust liðhlaupar, þeir mótmæltu stríðsrekstrinum. Víetnamhreyfingin í Bandaríkjunum var að því leyti öðruvísi en aðrar merkar hreyfingar fyrir félagslegum umbótum í landinu, að hún takmarkaðist ekki við innlend málefni og samþykkti ekki gagnrýnislaust utanríkisstefnu heimsveldisins, stríð og gagnbyltingar ráðastéttarinnar. Andstyggð á hverskyns ævintýrum Bandaríkjahers á erlendri grundu takmörkuðu hernaðarumsvif stjórnvalda svo talað hefur verið um „Víetnam-áhrifin“ allt til þessa. Árangursrík barátta alþýðu manna í Víetnam gegn bandarísku heimsvaldastefnunni markaði þáttaskil í sögu þessarar aldar. Hún breytti með afgerandi hætti pólitískri vitund milljóna manna í Bandaríkjunum og víðar, hún létti þrýstingnum á byltinguna á Kúbu, hafði áhrif á barátta blökkumanna í Bandaríkjunum og víðar og afstöðuna til herstöðva Bandaríkjahers m.a. hér á landi og opnaði augu fólks fyrir alþjóðlegu samhengi hlutanna. Síðast en ekki síst skapaði hún fordæmi sem sýndi hvernig hægt er að rísa upp, berjast og hafa sigur á mesta hernaðarveldi allra tíma og breyta þar með gangi sögunnar.Gylfi Páll Hersir er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum og tók virkan þátt í starfi Víetnam hreyfingarinnar á sínum tíma
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun