Þessir vegfarendur létu slag standa og röltu yfir ísilagða Tjörnina.Vísir/Hanna
Það var fallegt í Reykjavík rétt fyrir hádegisbil í dag. Skólahópar sáust í strætóskýlum á leið í ævintýri og fólk fór leiðar sinnar skokkandi og á hjólum.
Þykkt snjólag var yfir tjörninni og nokkrir hugaðir þveruðu yfir án þess að sjá hvort ísinn væri nógu þykkur.
Ljósmyndari Vísis var á ferðinni í dag og tók meðfylgjandi myndir.
Allir komast leiðar sinnar á endanum, hvort sem það er á tveimur jafnfljótum eða bílum.Vísir/HannaVísir/HannaVísir/HannaVísir/Hanna