Kvika banki á markað í mars Hörður Ægisson skrifar 7. febrúar 2018 09:30 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka. Kvika banki stefnir nú að óbreyttu að skráningu hlutabréfa fjárfestingarbankans á First North markaðinn í Kauphöllinni í byrjun næsta mánaðar. Þetta staðfestir Marinó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri Kviku, í samtali við Markaðinn. Stjórn bankans samþykkti í lok september í fyrra að stefna að skráningu bankans og var upphaflega lagt upp með að hún yrði að veruleika í lok síðasta árs. Ákveðið var hins vegar að bíða með skráninguna þangað til eftir að ársuppgjör bankans yrði gert opinbert á síðari helmingi þessa mánaðar. Hagnaður Kviku á fyrstu sex mánuðum síðasta árs nam 946 milljónum. Arðsemi eigin fjár var 26,2 prósent, eigið fé Kviku var um 8.200 milljónir um mitt árið 2017. Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum. Á meðal þeirra sem hafa einnig komið inn í hluthafahóp Kviku að undanförnu eru Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, Lífsverk lífeyrissjóður, Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingarverktaki, Eiríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, og Hjörleifur Jakobsson, stór hluthafi í bílaumboðinu Öskju, Öryggismiðstöðinni og Samskipum. Stærstu hluthafar Kviku í dag eru tryggingafélagið VÍS með 23,57 prósenta hlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,32 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,96 prósent. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Kvika banki stefnir nú að óbreyttu að skráningu hlutabréfa fjárfestingarbankans á First North markaðinn í Kauphöllinni í byrjun næsta mánaðar. Þetta staðfestir Marinó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri Kviku, í samtali við Markaðinn. Stjórn bankans samþykkti í lok september í fyrra að stefna að skráningu bankans og var upphaflega lagt upp með að hún yrði að veruleika í lok síðasta árs. Ákveðið var hins vegar að bíða með skráninguna þangað til eftir að ársuppgjör bankans yrði gert opinbert á síðari helmingi þessa mánaðar. Hagnaður Kviku á fyrstu sex mánuðum síðasta árs nam 946 milljónum. Arðsemi eigin fjár var 26,2 prósent, eigið fé Kviku var um 8.200 milljónir um mitt árið 2017. Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum. Á meðal þeirra sem hafa einnig komið inn í hluthafahóp Kviku að undanförnu eru Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, Lífsverk lífeyrissjóður, Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingarverktaki, Eiríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, og Hjörleifur Jakobsson, stór hluthafi í bílaumboðinu Öskju, Öryggismiðstöðinni og Samskipum. Stærstu hluthafar Kviku í dag eru tryggingafélagið VÍS með 23,57 prósenta hlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,32 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,96 prósent. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira