Tugir snjóruðningstækja á götum borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 11:47 Mikið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu síðan í gær og er því nóg að gera hjá þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna mokstri og ruðningi. vísir/ernir Það tók íbúa höfuðborgarsvæðisins dágóðan tíma að komast milli staða í morgun. Gekk umferðin mjög hægt þar sem mikið hafði snjóað síðan í gær og voru dæmi um að það tæki vegfarendur allt upp í 100 mínútur að komast úr Hafnarfirði í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að mokstur og söltun hafa gengið samkvæmt óskum en öll snjóruðningstæki borgarinnar hafa verið úti auk verktaka. Tugir starfsmanna á tugum tækja hafi því verið að störfum síðan í nótt. „Við fórum út strax í nótt og erum í rauninni bara búin að vera síðasta sólarhringinn á ferðinni. Það er búið að vera rysjótt veðurfar eins og fólk veit en það var sem sagt farið út í nótt og byrjað að ryðja götur og hefur gengið ágætlega. Síðan kölluðum við út í húsagötur klukkan átta í morgun þannig að verkefnið er ennþá í gangi en gengur alveg ágætlega,“ segir Hjalti.Tilraunaverkefni að salta hjólaleiðir Hjalti segir að veðrið í morgun hafi ekki sett mikið strik í reikninginn; það dragi vissulega í skafla á ákveðnum stöðum sem starfsmenn borgarinnar viti af en þeir vinni verkefnið ákveðnum forgangi og rútínu. Götur eru ruddar og saltaðar og göngu- og hjólastígar ruddir auk þess sem borgin er með tilraunaverkefni í gangi sem snýr að því að salta hjólaleiðirnar til að tryggja betur öryggi hjólandi vegfarenda. Aðspurður um framhaldið segir Hjalti óvíst hvað menn verði lengi að við mokstur. Það fari allt eftir veðrinu. „Nú er spáin þannig í dag að það er útsynningur, það er suðvestanátt, og það gengur á með svona byljum en það á að lagast seinnipartinn ef ég les veðurfréttirnar rétt. Þannig að þá náum við örugglega að klára þetta þegar líður á daginn vonandi. En þetta er auðvitað háð því hvernig veðrið leikur okkur.“ Hjalti segir vegfarendur hafa sýnt ástandinu skilning. „Ég hef til dæmis ekki fengið eitt símtal í morgun frá pirruðum vegfarenda. Ég held að þegar svona aðstæður eru þá sýni fólk þessu skilning. Við búum jú á Íslandi og það snjóar á Íslandi og við verðum bara að lifa við það og gera sem best úr þessu. Við sem erum síðan að sinna þessum þjónustuþætti reynum síðan að gera hann eins skilvirkan og góðan og mögulegt er.“ Veður Tengdar fréttir Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11 Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Það tók íbúa höfuðborgarsvæðisins dágóðan tíma að komast milli staða í morgun. Gekk umferðin mjög hægt þar sem mikið hafði snjóað síðan í gær og voru dæmi um að það tæki vegfarendur allt upp í 100 mínútur að komast úr Hafnarfirði í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að mokstur og söltun hafa gengið samkvæmt óskum en öll snjóruðningstæki borgarinnar hafa verið úti auk verktaka. Tugir starfsmanna á tugum tækja hafi því verið að störfum síðan í nótt. „Við fórum út strax í nótt og erum í rauninni bara búin að vera síðasta sólarhringinn á ferðinni. Það er búið að vera rysjótt veðurfar eins og fólk veit en það var sem sagt farið út í nótt og byrjað að ryðja götur og hefur gengið ágætlega. Síðan kölluðum við út í húsagötur klukkan átta í morgun þannig að verkefnið er ennþá í gangi en gengur alveg ágætlega,“ segir Hjalti.Tilraunaverkefni að salta hjólaleiðir Hjalti segir að veðrið í morgun hafi ekki sett mikið strik í reikninginn; það dragi vissulega í skafla á ákveðnum stöðum sem starfsmenn borgarinnar viti af en þeir vinni verkefnið ákveðnum forgangi og rútínu. Götur eru ruddar og saltaðar og göngu- og hjólastígar ruddir auk þess sem borgin er með tilraunaverkefni í gangi sem snýr að því að salta hjólaleiðirnar til að tryggja betur öryggi hjólandi vegfarenda. Aðspurður um framhaldið segir Hjalti óvíst hvað menn verði lengi að við mokstur. Það fari allt eftir veðrinu. „Nú er spáin þannig í dag að það er útsynningur, það er suðvestanátt, og það gengur á með svona byljum en það á að lagast seinnipartinn ef ég les veðurfréttirnar rétt. Þannig að þá náum við örugglega að klára þetta þegar líður á daginn vonandi. En þetta er auðvitað háð því hvernig veðrið leikur okkur.“ Hjalti segir vegfarendur hafa sýnt ástandinu skilning. „Ég hef til dæmis ekki fengið eitt símtal í morgun frá pirruðum vegfarenda. Ég held að þegar svona aðstæður eru þá sýni fólk þessu skilning. Við búum jú á Íslandi og það snjóar á Íslandi og við verðum bara að lifa við það og gera sem best úr þessu. Við sem erum síðan að sinna þessum þjónustuþætti reynum síðan að gera hann eins skilvirkan og góðan og mögulegt er.“
Veður Tengdar fréttir Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11 Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11
Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30