Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 22:30 Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. Vísir/Hanna Íbúar á höfuðborgarsvæðinu mega búast við því að þurfa nokkrar auka mínútur þegar þeir leggja af stað í fyrramálið til vinnu. Enn á að snjóa meira og minna í alla nótt en búast má við því að dragi úr éljagangi með morgninum. Von er á annarri lægð annað kvöld og þá er líklegt að slæmt veður stríði borgarbúum um helgina. Vegagerðin hefur lokað bæði Hellisheiði og Þrengslum vegna versnandi veðurs á suðvesturhorninu. „Él eru náttúrulega þeim undarlega eiginleika gædd að maður veit aldrei nákvæmlega hvar þau lenda. Það er nokkuð líklegt að það verði enn þá él í fyrramálið. Það er búið að snjóa alveg þokkalega drjúgt hérna. Það verða örugglega einhverjir sem eiga svolítið bágt með að komast áfram,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Vona að sem flestir muni að hreinsa vel af rúðum og öðru. Það er fátt leiðinlegra en að mæta einhverjum sem sér varla út. Það verður allt hvítt og slétt, það verður erfiðara að sjá kantsteina og svona. Menn þurfa gjarnan að reikna sér einhverjar auka mínútur til að komast af stað.“Önnur lægð annað kvöld Von er á nýrri lægð seint annað kvöld um miðnætti. Skil þeirrar lægðar fara líklega mjög fljótt yfir landið og þeim fylgja ekki mikil hlýindi. „Við tekur þá aftur suðvestanátt og él, svolítið eins og í dag en ekki af þeim styrk og magni sem hafa verið núna. Samt verða þéttingsél á miðvikudaginn. Það er að sjá svo sem að fimmtudagurinn verði að mörgu leyti býsna keimlíkur með það líka. Þessi vika ætlar að verða alveg þokkalega snúin.“ Óli segir að helgin lýti ekki sérstaklega frýnilega út heldur, en líkur eru á að norðurland og austurland sleppi ágætlega í lægðum vikunnar. „Þetta má segja að þetta gildir eiginlega um sunnan- og vestanvert landið. Þessi skil fara svo yfir land á miðvikudag. Það verður eitthvað leiðinlegra á Austurlandinu um tíma en um leið og hann er kominn í suðvestanáttina aftur þá er eiginlega norðaustur- og austurland í ágætismálum. Þetta er eiginlega þeirra vindátt.“ Veður Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu mega búast við því að þurfa nokkrar auka mínútur þegar þeir leggja af stað í fyrramálið til vinnu. Enn á að snjóa meira og minna í alla nótt en búast má við því að dragi úr éljagangi með morgninum. Von er á annarri lægð annað kvöld og þá er líklegt að slæmt veður stríði borgarbúum um helgina. Vegagerðin hefur lokað bæði Hellisheiði og Þrengslum vegna versnandi veðurs á suðvesturhorninu. „Él eru náttúrulega þeim undarlega eiginleika gædd að maður veit aldrei nákvæmlega hvar þau lenda. Það er nokkuð líklegt að það verði enn þá él í fyrramálið. Það er búið að snjóa alveg þokkalega drjúgt hérna. Það verða örugglega einhverjir sem eiga svolítið bágt með að komast áfram,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Vona að sem flestir muni að hreinsa vel af rúðum og öðru. Það er fátt leiðinlegra en að mæta einhverjum sem sér varla út. Það verður allt hvítt og slétt, það verður erfiðara að sjá kantsteina og svona. Menn þurfa gjarnan að reikna sér einhverjar auka mínútur til að komast af stað.“Önnur lægð annað kvöld Von er á nýrri lægð seint annað kvöld um miðnætti. Skil þeirrar lægðar fara líklega mjög fljótt yfir landið og þeim fylgja ekki mikil hlýindi. „Við tekur þá aftur suðvestanátt og él, svolítið eins og í dag en ekki af þeim styrk og magni sem hafa verið núna. Samt verða þéttingsél á miðvikudaginn. Það er að sjá svo sem að fimmtudagurinn verði að mörgu leyti býsna keimlíkur með það líka. Þessi vika ætlar að verða alveg þokkalega snúin.“ Óli segir að helgin lýti ekki sérstaklega frýnilega út heldur, en líkur eru á að norðurland og austurland sleppi ágætlega í lægðum vikunnar. „Þetta má segja að þetta gildir eiginlega um sunnan- og vestanvert landið. Þessi skil fara svo yfir land á miðvikudag. Það verður eitthvað leiðinlegra á Austurlandinu um tíma en um leið og hann er kominn í suðvestanáttina aftur þá er eiginlega norðaustur- og austurland í ágætismálum. Þetta er eiginlega þeirra vindátt.“
Veður Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira