Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Hanna Ólafsdóttir er annar umsjónarmanna Hjálparsímans 1717. Hanna segir að alls komi um 90 manns að Hjálparsímanum og hann sé opinn allan sólarhringinn og gjaldfrjálst að hringja, allan ársins hring. Fréttablaðið/Eyþór Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. Um 15 þúsund símtöl og samtöl í gegnum netið bárust Hjálparsímanum í fyrra. Það jafngildir um 40 samtölum á sólarhring. Af þessum 15 þúsund samtölum var 721 samtal um sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir. „Við hörmum að viðkomandi hafi ekki náð sambandi. Það er leiðinlegt þegar slíkt kemur fyrir. En það er yfirleitt þannig að fólk nær fljótt sambandi og það er líka hægt að tala í gegnum netspjall,“ segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmaður Hjálparsímans. „En þetta sýnir hversu mikil neyð er í samfélaginu.“ Hanna segir að síminn á nóttunni sé hugsaður sem neyðarsími. „Næturnar eru mannaðar af starfsfólki sem hefur farið í gegnum þjálfun til þess að taka á móti erfiðum símtölum. Það getur verið mikið að gera og eins og staðan er er einn starfsmaður á nóttunni.“ Hún segir að ef starfsmaður sé einn á vakt, í viðkvæmu samtali og einhver annar hringi inn á meðan verði starfsmaðurinn að láta það samtal sem hann er í hafa forgang. Þá komi símsvari sem segi viðkomandi að það sé mikið álag og fólk beðið um að hinkra. „Í fullkomnum heimi væri hægt að manna vaktina betur en það er mismikið að gera. Það geta komið toppar á nóttu þar sem margir reyna að ná inn og svo getur verið rólegt utan þess. Það er erfitt að ráða við þetta og við leggjum okkur öll fram við að veita eins góða þjónustu og við mögulega getum.“ Hún segir jákvætt að fólki sem líði illa hringi í Hjálparsímann. „En ef fólki líður þannig að það getur ekki beðið eftir að síminn losni, þá er best að hringja í vin eða ættingja eða í Neyðarlínuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. Um 15 þúsund símtöl og samtöl í gegnum netið bárust Hjálparsímanum í fyrra. Það jafngildir um 40 samtölum á sólarhring. Af þessum 15 þúsund samtölum var 721 samtal um sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir. „Við hörmum að viðkomandi hafi ekki náð sambandi. Það er leiðinlegt þegar slíkt kemur fyrir. En það er yfirleitt þannig að fólk nær fljótt sambandi og það er líka hægt að tala í gegnum netspjall,“ segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmaður Hjálparsímans. „En þetta sýnir hversu mikil neyð er í samfélaginu.“ Hanna segir að síminn á nóttunni sé hugsaður sem neyðarsími. „Næturnar eru mannaðar af starfsfólki sem hefur farið í gegnum þjálfun til þess að taka á móti erfiðum símtölum. Það getur verið mikið að gera og eins og staðan er er einn starfsmaður á nóttunni.“ Hún segir að ef starfsmaður sé einn á vakt, í viðkvæmu samtali og einhver annar hringi inn á meðan verði starfsmaðurinn að láta það samtal sem hann er í hafa forgang. Þá komi símsvari sem segi viðkomandi að það sé mikið álag og fólk beðið um að hinkra. „Í fullkomnum heimi væri hægt að manna vaktina betur en það er mismikið að gera. Það geta komið toppar á nóttu þar sem margir reyna að ná inn og svo getur verið rólegt utan þess. Það er erfitt að ráða við þetta og við leggjum okkur öll fram við að veita eins góða þjónustu og við mögulega getum.“ Hún segir jákvætt að fólki sem líði illa hringi í Hjálparsímann. „En ef fólki líður þannig að það getur ekki beðið eftir að síminn losni, þá er best að hringja í vin eða ættingja eða í Neyðarlínuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira