Faðir einnar stelpunnar reyndi að ráðast á Nassar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2018 14:43 Larry Nassar í réttarsalnum, Vísir/Getty Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. Pabbinn heitir Randall Margraves og var búinn að hlusta á dóttur sína segja frá hryllilegri sögu sinni af misnotkun Nassar. Larry Nassar er talinn hafa misnotað á þriðja hundrað stúlkur, bæði í starfi sínu sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Margar af fórnarlömbum hans voru í hópi bestu fimleikakvenna heims. Það er búið að dæma Nassar til 175 ára fangelsisvistar en það á enn eftir að taka mörg málin fyrir. Fyrr hafði Nassar áður verið dæmdur til 60 ára fyrir önnur brot og hann á því fyrir höndum samtals 235 ára fangelsisdóm. Þessi tala á bara eftir að hækka og það er ljóst að hann mun dúsa í fangelsi alla sína ævi. Síðustu vikur hafa fórnarlömbin, hvert á fætur öðru, komið í réttarsalinn fyrir framan Larry Nassar og sagt sögu sína. Dómarinn hefur hvatt þær áfram og sýnir Nassar enga miskunn. Stelpurnar hafa sýnt mikinn styrk en það kostar líka frekari fórnir. Það hefur ekki síst verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra að hlusta á sögur af hræðilegri upplifun þeirra og Randall Margraves missti þarna algjörlega stjórn á sér í réttarsalnum. Hér fyrir neðan má sjá þegar pabbinn stekkur af stað en öryggisverðir í réttarsalnum náðu að stoppa hann áður en hann náði til Nasssar.JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL — NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði það augljóst að Nassar iðraðist ekki gjörða sinna og þó hún trúi á endurhæfingu og hafi séð dæmda menn snúa blaðinu við þá sjái hún það ekki gerast í þessu tilfelli og sagði við Nassar: „Ég er búin að skrifa undir dauðadóm þinn.“ „Það var mikill heiður og forréttindi að fá að dæma í þessu máli. Því þú, herra, átt ekki skilið að dvelja fyrir utan veggi fangelsis nokkur tímann aftur,“ sagði dómarinn Rosemarie Aqualina á sínum tíma.MOMENTS AGO: Father of victim charges at Larry Nassar during sentencing. pic.twitter.com/AEFtD2iCfa — Fox News (@FoxNews) February 2, 2018 Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. Pabbinn heitir Randall Margraves og var búinn að hlusta á dóttur sína segja frá hryllilegri sögu sinni af misnotkun Nassar. Larry Nassar er talinn hafa misnotað á þriðja hundrað stúlkur, bæði í starfi sínu sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Margar af fórnarlömbum hans voru í hópi bestu fimleikakvenna heims. Það er búið að dæma Nassar til 175 ára fangelsisvistar en það á enn eftir að taka mörg málin fyrir. Fyrr hafði Nassar áður verið dæmdur til 60 ára fyrir önnur brot og hann á því fyrir höndum samtals 235 ára fangelsisdóm. Þessi tala á bara eftir að hækka og það er ljóst að hann mun dúsa í fangelsi alla sína ævi. Síðustu vikur hafa fórnarlömbin, hvert á fætur öðru, komið í réttarsalinn fyrir framan Larry Nassar og sagt sögu sína. Dómarinn hefur hvatt þær áfram og sýnir Nassar enga miskunn. Stelpurnar hafa sýnt mikinn styrk en það kostar líka frekari fórnir. Það hefur ekki síst verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra að hlusta á sögur af hræðilegri upplifun þeirra og Randall Margraves missti þarna algjörlega stjórn á sér í réttarsalnum. Hér fyrir neðan má sjá þegar pabbinn stekkur af stað en öryggisverðir í réttarsalnum náðu að stoppa hann áður en hann náði til Nasssar.JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL — NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði það augljóst að Nassar iðraðist ekki gjörða sinna og þó hún trúi á endurhæfingu og hafi séð dæmda menn snúa blaðinu við þá sjái hún það ekki gerast í þessu tilfelli og sagði við Nassar: „Ég er búin að skrifa undir dauðadóm þinn.“ „Það var mikill heiður og forréttindi að fá að dæma í þessu máli. Því þú, herra, átt ekki skilið að dvelja fyrir utan veggi fangelsis nokkur tímann aftur,“ sagði dómarinn Rosemarie Aqualina á sínum tíma.MOMENTS AGO: Father of victim charges at Larry Nassar during sentencing. pic.twitter.com/AEFtD2iCfa — Fox News (@FoxNews) February 2, 2018
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti