Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. Ein vél frá Wow lenti þá Akureyri upp úr miðnætti og tvær frá Icelandair á Egilsstöðum um svipað leyti.
Allar vélarnar héldu svo áfram til Keflavíkur um tvöleytið í nótt þegar aðeins hafði dregið úr vindi.
Vélar sem höfðu náð að lenda í Keflavík um það bil sem veðurofsinn var að ná sér á strik, þurftu að bíða allt upp í tvær klukkustundir áður en þær komust að landgöngum og gátu hleypt farþegum út.
Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs

Tengdar fréttir

Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði
Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir.

Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði
90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.