Umfjöllun og viðtöl: Þór 69-92 | Íslandsmeistararnir léku sér að Þórsurum Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. febrúar 2018 23:00 KR-ingurinn Kristófer Acox. Vísir/Hanna Leikur Þórs og KR náði aldrei teljandi hæðum í kvöld þegar KR-ingar tylltu sér á toppinn í Dominos deild karla með öruggum 23 stiga sigri, 69-92. KR-ingar leiddu með ellefu stigum í leikhléi, 37-48. Í þriðja leikhluta gerðu þeir svo leikinn endanlega að sínum og hreinlega léku sér að heimamönnu. Staðan að loknum þriðja leikhluta 56-75 fyrir KR og úrslitin nánast ráðin. Fjórði leikhlutinn fór bara í að leyfa öllum að vera með en Kristófer Acox hélt uppi skemmtanagildinu og áttu Þórsarar engin svör við honum.Afhverju vann KR? Það þarf ekki annað en að skoða leikmannahópa liðanna til að sjá að KR-ingar eru töluvert langt á undan Þórsurum og munurinn á liðunum í kvöld var svakalegur. KR-ingar þurftu ekki að hafa mjög mikið fyrir hlutunum og Þórsarar áttu einfaldlega við ofurefli að etja.Bestu menn vallarins Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson sýndu bestu tilþrifin í annars jöfnu liði gestanna. Kristófer fær að vera maður leiksins þar sem hann sá til þess að áhorfendur myndu fá eitthvað fyrir peninginn með glæsilegum troðslum auk þess sem hann sýndi oft kröftug tilþrif í vörninni.Hvað gekk illa? Þórsarar töpuðu allt of mörgum boltum og mörgum þeirra á klaufalegan hátt. Þar af er Ingvi Rafn Ingvarsson með sjö tapaða bolta auk þess að skjóta illa. Þórsarar þurfa sárlega á hans kröftum að halda og ef þeir ætla að eiga einhvern möguleika á að halda sér í deildinni þarf að virkja Ingva aftur.Hvað er næst KR-ingar eru komnir þangað sem líður best, á topp deildarinnar og mæta Grindavík í næsta leik. Þórsarar í bullandi vandræðum, fjórum stigum frá öruggu sæti og þurfa að sækja sigur til Njarðvíkur í næstu umferð.Hjalti: Töpuðum fyrir betra liðiHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs, var að vonum svekktur í leikslok. Hann skaut föstum skotum á lykilmenn sína. „Við töpuðum bara fyrir betra liði í dag. Ég er samt ósáttur með hvað það voru margir sem lögðu ekki í púkkið og voru ekki með í dag. Við ætluðum að mæta grimmir og ákveðnir og taka aðeins á þeim, sjá hvað það myndi gera fyrir okkur en menn bara mættu ekki.“ „Ákveðnir leikmenn mættu ekki til leiks. Svo koma ungu strákarnir inn á og gera mikið, mikið betur. Þetta á ekki að vera svona. Menn hafa ekki trú á verkefninu eða ég veit ekki hvað það er en menn hljóta að gera betur í næsta leik.“ Þórsliðið er fjórum stigum frá öruggu sæti. Hvað þarf liðið að gera til að bjarga sér frá falli? „Við þurfum að ná upp sömu geðveiki og einkenndi okkur stóran hluta af tímabilinu. Það er það sem vantar helst. Um leið og það kemur förum við að vinna leiki“ Finnur Freyr: Við gerðum nógFinnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var sigurreifur í leikslok enda kominn á topp deildarinnar. „Við gerðum bara nóg. Það voru góðir hlutir inn á milli en það var ákveðinn doði yfir leiknum. Ég er ánægður að koma hingað og ná í sigur eftir afglöpin í fyrra.“ Töluverð umræða hefur myndast um Bandaríkjamann KR-inga, Brandon Penn, og spyrja sig margir hvort hann sé nógu góður fyrir KR-liðið. Finnur er ekki í nokkrum vafa um það. „KR getur vel orðið Íslandsmeistari með Brandon Penn innanborðs. Þetta er hörkuleikmaður og mikill skorari. Það er bara með hann eins og flesta aðra leikmenn að þú smellur ekkert inn í liðið um leið og þú kemur, það þarf mjög sérstaka leikmenn til þess að gera það. Hann er bara að rísa.“ „Aðallega snýst þetta um að allir leikmenn liðsins taki 2-3 skref áfram og búi til aðeins meiri heild. Við erum mjög langt frá því að vera á þeim stað sem við viljum vera í okkar leik. Við erum samt stundum að bögga okkur á hlutum sem skipta ekki máli og þurfum stundum að fókusa aðeins minna á neikvæðu hlutina og njóta þess að spila,“ sagði þjálfari toppliðsins að lokum. Dominos-deild karla
Leikur Þórs og KR náði aldrei teljandi hæðum í kvöld þegar KR-ingar tylltu sér á toppinn í Dominos deild karla með öruggum 23 stiga sigri, 69-92. KR-ingar leiddu með ellefu stigum í leikhléi, 37-48. Í þriðja leikhluta gerðu þeir svo leikinn endanlega að sínum og hreinlega léku sér að heimamönnu. Staðan að loknum þriðja leikhluta 56-75 fyrir KR og úrslitin nánast ráðin. Fjórði leikhlutinn fór bara í að leyfa öllum að vera með en Kristófer Acox hélt uppi skemmtanagildinu og áttu Þórsarar engin svör við honum.Afhverju vann KR? Það þarf ekki annað en að skoða leikmannahópa liðanna til að sjá að KR-ingar eru töluvert langt á undan Þórsurum og munurinn á liðunum í kvöld var svakalegur. KR-ingar þurftu ekki að hafa mjög mikið fyrir hlutunum og Þórsarar áttu einfaldlega við ofurefli að etja.Bestu menn vallarins Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson sýndu bestu tilþrifin í annars jöfnu liði gestanna. Kristófer fær að vera maður leiksins þar sem hann sá til þess að áhorfendur myndu fá eitthvað fyrir peninginn með glæsilegum troðslum auk þess sem hann sýndi oft kröftug tilþrif í vörninni.Hvað gekk illa? Þórsarar töpuðu allt of mörgum boltum og mörgum þeirra á klaufalegan hátt. Þar af er Ingvi Rafn Ingvarsson með sjö tapaða bolta auk þess að skjóta illa. Þórsarar þurfa sárlega á hans kröftum að halda og ef þeir ætla að eiga einhvern möguleika á að halda sér í deildinni þarf að virkja Ingva aftur.Hvað er næst KR-ingar eru komnir þangað sem líður best, á topp deildarinnar og mæta Grindavík í næsta leik. Þórsarar í bullandi vandræðum, fjórum stigum frá öruggu sæti og þurfa að sækja sigur til Njarðvíkur í næstu umferð.Hjalti: Töpuðum fyrir betra liðiHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Þórs, var að vonum svekktur í leikslok. Hann skaut föstum skotum á lykilmenn sína. „Við töpuðum bara fyrir betra liði í dag. Ég er samt ósáttur með hvað það voru margir sem lögðu ekki í púkkið og voru ekki með í dag. Við ætluðum að mæta grimmir og ákveðnir og taka aðeins á þeim, sjá hvað það myndi gera fyrir okkur en menn bara mættu ekki.“ „Ákveðnir leikmenn mættu ekki til leiks. Svo koma ungu strákarnir inn á og gera mikið, mikið betur. Þetta á ekki að vera svona. Menn hafa ekki trú á verkefninu eða ég veit ekki hvað það er en menn hljóta að gera betur í næsta leik.“ Þórsliðið er fjórum stigum frá öruggu sæti. Hvað þarf liðið að gera til að bjarga sér frá falli? „Við þurfum að ná upp sömu geðveiki og einkenndi okkur stóran hluta af tímabilinu. Það er það sem vantar helst. Um leið og það kemur förum við að vinna leiki“ Finnur Freyr: Við gerðum nógFinnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var sigurreifur í leikslok enda kominn á topp deildarinnar. „Við gerðum bara nóg. Það voru góðir hlutir inn á milli en það var ákveðinn doði yfir leiknum. Ég er ánægður að koma hingað og ná í sigur eftir afglöpin í fyrra.“ Töluverð umræða hefur myndast um Bandaríkjamann KR-inga, Brandon Penn, og spyrja sig margir hvort hann sé nógu góður fyrir KR-liðið. Finnur er ekki í nokkrum vafa um það. „KR getur vel orðið Íslandsmeistari með Brandon Penn innanborðs. Þetta er hörkuleikmaður og mikill skorari. Það er bara með hann eins og flesta aðra leikmenn að þú smellur ekkert inn í liðið um leið og þú kemur, það þarf mjög sérstaka leikmenn til þess að gera það. Hann er bara að rísa.“ „Aðallega snýst þetta um að allir leikmenn liðsins taki 2-3 skref áfram og búi til aðeins meiri heild. Við erum mjög langt frá því að vera á þeim stað sem við viljum vera í okkar leik. Við erum samt stundum að bögga okkur á hlutum sem skipta ekki máli og þurfum stundum að fókusa aðeins minna á neikvæðu hlutina og njóta þess að spila,“ sagði þjálfari toppliðsins að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum