Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. febrúar 2018 15:07 Silja Dögg Gunnarsdóttir lagði frumvarpið fram á dögunum. Frumvarpið hefur nú þegar vakið athygli úti í heimi. Vísir/pjetur Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið felur í sér að einnig verði lagt bann við umskurði á kynfærm drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð Þýski kardinálinn Richard Marx hefur sagt frumvarpið vera árás á trúfrelsið og þá hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku einnig gagnrýnt það. Þá telur Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, að hætta sé á að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og að einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir, verði frumvarpið að lögum. Eins og áður segir er fjallað um frumvarpið á vef BBC undir fyrirsögninni „Fyrirhugað bann Íslands við umskurði veldur trúarlegum titringi“. Er þar stuttlega farið yfir frumvarpið og efni þess auk þess sem mótmæli trúarleiðtoga við frumvarpinu eru reifuð. Einnig er rætt við Silju Dögg. „Allir hafa rétt á því að trúa á það sem þeir vilja en réttindi barna eru hærra sett en rétturinn til þess að trúa,“ segir Silja Dögg í samtali við BBC.Einnig má finna umfjöllun um frumvarpið á vef breska dagblaðsins The Guardian þar sem einnig er rætt við Silju Dögg. Segist hún vonast til þess að frumvarpið verði að lögum og að það muni verða til þess að fleiri Evrópulönd muni leggja bann við umskurði barna. Í frétt BBC segir að umskurður sé almennt leyfður í Evrópu þó mælst sé til þess að tryggt sé fyllsta öryggis sé gætt við athöfnina.Fyrirsögn BBC á frétt um málið.Mynd/SkjáskotBarnaverndarsjónarmið vegi þyngra en trúfrelsiRætt var við Silju Dögg um þá athygli sem frumvarpið hefur fengið víða um heim í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þegar þáttastjórnendur náðu tali af Silju Dögg var hún upptekin við að ræða við erlenda fjölmiðla um frumvarpið. Hún segir BBC sýna málinu mikinn áhuga en hefði Silja Dögg farið af stað með frumvarpið hefði hún vitað um þá athygli sem frumvarpið myndi vekja? „Ég hef nú spurt mig að þessu nokkrum sinnum vegna þess að þetta er svolítið yfirþyrmandi, ég verð að viðurkenna það. Samt þegar ég hugsa til baka, þá finnst mér málstaðurinn það góður að já, ég hefði gert það. Ég á að vera manneskja til þess að takast á við þetta. Maður er ekki að fara í stjórnmál til þess að vera í einhverjum rólegheitum,“ segir Silja Dögg. Segir Silja Dögg að flestir erlendir fjölmiðlar sem hún hafi rætt við hafi mestan áhuga á því að vita hvaðan hugmyndin um frumvarpið hafið komið. Segist Silja Dögg þá vísa í viljayfirlýsingu sem Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Ég nálgast þetta eingöngu út frá barnaverndarsjónarmiðum. Ég vil hafa trúfrelsi og fólk má alveg trúa á það sem það vill. Ég ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum en hver og einn einstaklingur á að fá að ráða yfir sínum líkama. Sérstaklega í þessu tilviki þar sem er um óafturkræfa aðgerð að ræða sem felur í sér áhættu. Hún er gerð á meðan barnið er það lítið að það getur ekki sagt neitt eða gert neitt við þessu. Mér finnst þau sjónarmið vega þyngra en trúfrelsi foreldra.Hlusta má á viðtalið við Silju Dögg í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið felur í sér að einnig verði lagt bann við umskurði á kynfærm drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð Þýski kardinálinn Richard Marx hefur sagt frumvarpið vera árás á trúfrelsið og þá hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku einnig gagnrýnt það. Þá telur Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, að hætta sé á að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og að einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir, verði frumvarpið að lögum. Eins og áður segir er fjallað um frumvarpið á vef BBC undir fyrirsögninni „Fyrirhugað bann Íslands við umskurði veldur trúarlegum titringi“. Er þar stuttlega farið yfir frumvarpið og efni þess auk þess sem mótmæli trúarleiðtoga við frumvarpinu eru reifuð. Einnig er rætt við Silju Dögg. „Allir hafa rétt á því að trúa á það sem þeir vilja en réttindi barna eru hærra sett en rétturinn til þess að trúa,“ segir Silja Dögg í samtali við BBC.Einnig má finna umfjöllun um frumvarpið á vef breska dagblaðsins The Guardian þar sem einnig er rætt við Silju Dögg. Segist hún vonast til þess að frumvarpið verði að lögum og að það muni verða til þess að fleiri Evrópulönd muni leggja bann við umskurði barna. Í frétt BBC segir að umskurður sé almennt leyfður í Evrópu þó mælst sé til þess að tryggt sé fyllsta öryggis sé gætt við athöfnina.Fyrirsögn BBC á frétt um málið.Mynd/SkjáskotBarnaverndarsjónarmið vegi þyngra en trúfrelsiRætt var við Silju Dögg um þá athygli sem frumvarpið hefur fengið víða um heim í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þegar þáttastjórnendur náðu tali af Silju Dögg var hún upptekin við að ræða við erlenda fjölmiðla um frumvarpið. Hún segir BBC sýna málinu mikinn áhuga en hefði Silja Dögg farið af stað með frumvarpið hefði hún vitað um þá athygli sem frumvarpið myndi vekja? „Ég hef nú spurt mig að þessu nokkrum sinnum vegna þess að þetta er svolítið yfirþyrmandi, ég verð að viðurkenna það. Samt þegar ég hugsa til baka, þá finnst mér málstaðurinn það góður að já, ég hefði gert það. Ég á að vera manneskja til þess að takast á við þetta. Maður er ekki að fara í stjórnmál til þess að vera í einhverjum rólegheitum,“ segir Silja Dögg. Segir Silja Dögg að flestir erlendir fjölmiðlar sem hún hafi rætt við hafi mestan áhuga á því að vita hvaðan hugmyndin um frumvarpið hafið komið. Segist Silja Dögg þá vísa í viljayfirlýsingu sem Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Ég nálgast þetta eingöngu út frá barnaverndarsjónarmiðum. Ég vil hafa trúfrelsi og fólk má alveg trúa á það sem það vill. Ég ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum en hver og einn einstaklingur á að fá að ráða yfir sínum líkama. Sérstaklega í þessu tilviki þar sem er um óafturkræfa aðgerð að ræða sem felur í sér áhættu. Hún er gerð á meðan barnið er það lítið að það getur ekki sagt neitt eða gert neitt við þessu. Mér finnst þau sjónarmið vega þyngra en trúfrelsi foreldra.Hlusta má á viðtalið við Silju Dögg í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15