Björgunarsveitarmenn tilbúnir í verkefni kvöldsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:29 Frá Suðurlandsvegi í dag. Færð er nú tekin að spillast og er búist við því að veður versni með kvöldinu. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs á Suðvesturlandi. Björgunarsveitir hafa nú þegar þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, þar á meðal við Úlfarsfell og á Grindavíkurvegi. Þá eru björgunarsveitarmenn á vakt við Hellisheiði og í Þrengslum ef ske kynni að loka þyrfti vegunum.Björgunarsveitarmenn víða á ferðinni í dag „Menn eru klárir í Skógarhlíðinni ef verkefnunum fjölgar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Fulltrúar frá björgunarsveitinni Landsbjörgu og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir út og standa vaktina í Skógarhlíð í Reykjavík ef senda þarf út mannskap í verkefni vegna óveðurs.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Björgunarsveitir hafa þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, að sögn Davíðs. Fyrsta verkefnið, vélarvana bátur í Súgandafirði, kom á borð björgunarsveita á Vestfjörðum strax í morgun. Þá lögðu björgunarsveitarhópar af stað um klukkan 15 í dag og standa nú vaktina við lokunarpósta á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá var kallaður út mannskapur að Grindavíkurvegi í dag og nú laust fyrir 18 festust 6 bílar við Úlfarsfell. Björgunarsveitarmenn luku því verkefni rétt fyrir klukkan 19.Færð að spillast Einhverjar umferðartafir hafa orðið við Reynisfjall vegna umferðaróhapps en fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á útvegum í kringum Selfoss og Þorlákshöfn, auk Suðurstrandarvegar við Krýsuvík. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka á Suður- og Suðvesturlandi öllu. Veður fer versnandi með kvöldinu suðvestanlands og óvissustigi hefur verið lýst yfir á þremur vegum, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði. Búist er við suðaustan 15-25 m/s í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hvassast syðst á landinu og rigning eða slydda á láglendi en snjókoma á heiðum fram eftir kvöldi. Búist er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, allt að 35 m/s og er miðað við að mesta hvassviðrið verði frá 19 í kvöld til 2 í nótt. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05 Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs á Suðvesturlandi. Björgunarsveitir hafa nú þegar þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, þar á meðal við Úlfarsfell og á Grindavíkurvegi. Þá eru björgunarsveitarmenn á vakt við Hellisheiði og í Þrengslum ef ske kynni að loka þyrfti vegunum.Björgunarsveitarmenn víða á ferðinni í dag „Menn eru klárir í Skógarhlíðinni ef verkefnunum fjölgar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Fulltrúar frá björgunarsveitinni Landsbjörgu og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir út og standa vaktina í Skógarhlíð í Reykjavík ef senda þarf út mannskap í verkefni vegna óveðurs.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Björgunarsveitir hafa þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, að sögn Davíðs. Fyrsta verkefnið, vélarvana bátur í Súgandafirði, kom á borð björgunarsveita á Vestfjörðum strax í morgun. Þá lögðu björgunarsveitarhópar af stað um klukkan 15 í dag og standa nú vaktina við lokunarpósta á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá var kallaður út mannskapur að Grindavíkurvegi í dag og nú laust fyrir 18 festust 6 bílar við Úlfarsfell. Björgunarsveitarmenn luku því verkefni rétt fyrir klukkan 19.Færð að spillast Einhverjar umferðartafir hafa orðið við Reynisfjall vegna umferðaróhapps en fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á útvegum í kringum Selfoss og Þorlákshöfn, auk Suðurstrandarvegar við Krýsuvík. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka á Suður- og Suðvesturlandi öllu. Veður fer versnandi með kvöldinu suðvestanlands og óvissustigi hefur verið lýst yfir á þremur vegum, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði. Búist er við suðaustan 15-25 m/s í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hvassast syðst á landinu og rigning eða slydda á láglendi en snjókoma á heiðum fram eftir kvöldi. Búist er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, allt að 35 m/s og er miðað við að mesta hvassviðrið verði frá 19 í kvöld til 2 í nótt.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05 Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05
Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09