Aukið framboð grænmetisfæðis í skólum og stofnunum Reykjavíkurborgar Valgerður Árnadóttir skrifar 18. febrúar 2018 11:46 Það gleymist oft í umræðunni um umhverfisvænni borg að skoða þarf innkaup borgarinnar. Það hefur verið stefna í borginni að samræma matarinnkaup fyrir mötuneyti í skólum, leikskólum og á öðrum stofnunum og þá helst til að spara en taka mætti meira tillit til heilsu- og umhverfisþátta. Því fer þó fjarri að sparnaður felist í því að versla kjöt og mjólkurvörur og ætti borgin því að auka framboð á grænmetisfæði svo um munar en það er ekki einungis hagkvæmara heldur er mikill heilsufarslegur og umhverfis- ávinningur af því. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta. Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050. Nýlega birt úttekt sem verkfræðistofa gerði fyrir Samband garðyrkjubænda (SG) sýnir að kolefnis-spor íslensks grænmetis fer niður í 26% af því spori sem innflutt grænmeti skilur eftir sig. Að meðaltali getur verið nærri helmingsmunur á losun CO2 – íslenskri framleiðslu í hag. Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Belgía hefur tekið rautt kjöt úr fæðuhringnum og sett í flokk með ruslfæði og Kanada mun á þessu ári gefa út nýjan fæðuhring, uppfærðan samkvæmt nýjustu rannsóknum vegna þrýstings frá sérfræðingum innan heilbrigðisstéttarinnar. Mun nýr fæðuhringur Kanada sérstaklega mæla með aukinni neyslu grænmetis, heilkorna og plöntupróteins. Talið er að mjólkurvörur og rautt kjöt verði ekki innan ramma hringsins frekar en hvítur sykur og sódíum og telst þetta með stærri skrefum sem vestrænt ríki hefur tekið í lýðheilsumálum. Landlæknisembætti Íslands varar við því á heimasíðu sinni að miðað við framleiðslutölur frá hagstofunni neyti Íslendingar rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis en þrátt fyrir það er fæðuhringurinn óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra vestrænna þjóða í þessum málum og þar vil ég gjarna sjá úrbætur. Ég held að við séum öll sammála um að við viljum að börn okkar fái umfram allt heilsusamlegan mat á leikskólum og í skólum og á þeim stöðum sem sú innleiðing hefur þegar átt sér stað er mikil ánægja bæði meðal skjólstæðinga og starfsfólks. Mötuneyti í þjónustumiðstöðvum borgarinnar sem þjónusta bæði öryrkja og eldri borgara eru þar engin undantekning, það þarf að uppfæra matseðil samkvæmt ráðleggingum um lýðheilsu og umhverfismál. Ég mun beita mér fyrir því að Reykjavíkurborg uppfæri matarinnkaup á vegum borgarinnar samkvæmt umhverfisstefnu sinni og með tilliti til heilsufarslegra þátta ef ég kemst í borgarstjórn.Höfundur er innkaupastjóri og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Valgerður Árnadóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Það gleymist oft í umræðunni um umhverfisvænni borg að skoða þarf innkaup borgarinnar. Það hefur verið stefna í borginni að samræma matarinnkaup fyrir mötuneyti í skólum, leikskólum og á öðrum stofnunum og þá helst til að spara en taka mætti meira tillit til heilsu- og umhverfisþátta. Því fer þó fjarri að sparnaður felist í því að versla kjöt og mjólkurvörur og ætti borgin því að auka framboð á grænmetisfæði svo um munar en það er ekki einungis hagkvæmara heldur er mikill heilsufarslegur og umhverfis- ávinningur af því. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta. Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050. Nýlega birt úttekt sem verkfræðistofa gerði fyrir Samband garðyrkjubænda (SG) sýnir að kolefnis-spor íslensks grænmetis fer niður í 26% af því spori sem innflutt grænmeti skilur eftir sig. Að meðaltali getur verið nærri helmingsmunur á losun CO2 – íslenskri framleiðslu í hag. Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Belgía hefur tekið rautt kjöt úr fæðuhringnum og sett í flokk með ruslfæði og Kanada mun á þessu ári gefa út nýjan fæðuhring, uppfærðan samkvæmt nýjustu rannsóknum vegna þrýstings frá sérfræðingum innan heilbrigðisstéttarinnar. Mun nýr fæðuhringur Kanada sérstaklega mæla með aukinni neyslu grænmetis, heilkorna og plöntupróteins. Talið er að mjólkurvörur og rautt kjöt verði ekki innan ramma hringsins frekar en hvítur sykur og sódíum og telst þetta með stærri skrefum sem vestrænt ríki hefur tekið í lýðheilsumálum. Landlæknisembætti Íslands varar við því á heimasíðu sinni að miðað við framleiðslutölur frá hagstofunni neyti Íslendingar rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis en þrátt fyrir það er fæðuhringurinn óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra vestrænna þjóða í þessum málum og þar vil ég gjarna sjá úrbætur. Ég held að við séum öll sammála um að við viljum að börn okkar fái umfram allt heilsusamlegan mat á leikskólum og í skólum og á þeim stöðum sem sú innleiðing hefur þegar átt sér stað er mikil ánægja bæði meðal skjólstæðinga og starfsfólks. Mötuneyti í þjónustumiðstöðvum borgarinnar sem þjónusta bæði öryrkja og eldri borgara eru þar engin undantekning, það þarf að uppfæra matseðil samkvæmt ráðleggingum um lýðheilsu og umhverfismál. Ég mun beita mér fyrir því að Reykjavíkurborg uppfæri matarinnkaup á vegum borgarinnar samkvæmt umhverfisstefnu sinni og með tilliti til heilsufarslegra þátta ef ég kemst í borgarstjórn.Höfundur er innkaupastjóri og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun