Ráðlegt að huga að niðurföllum í stormi morgundagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 23:35 Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru auk þess í gildi um allt land en búist er við mikilli úrkomu seinnipartinn á morgun. VÍSIR/VILHELM Búist er við miklu hvassviðri sunnan- og vestanlands seinnipartinn á morgun. Þá mun auk þess hlýna í veðri með mikilli úrkomu og eru íbúar á Suður- og Vesturlandi, auk höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega beðnir að huga að niðurföllum þegar hlánar. „Það er í raun og veru bara hæg breytileg átt í nótt og á morgun, með stöku éljum á sunnan- og vestanverðu landdinu, en svo fer að hvessa síðdegis á morgun sunnanlands og þykknar upp,“ segir Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. „Það hvessir ekki að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun, þá bætir í vind syðst á landinu með staðbundnum stormum. Annars staðar á landinu verður þokkalegasta veður til útivistar lengi vel á morgun, en þó ekki allan daginn.“Íbúar fyrirbyggi vatnstjón Eins og áður sagði er búist við austan- og suðaustan hvassviðri eða stormi, með tilheyrandi rigningu eða slyddu á láglendi, á Suður- og Vesturlandi á morgun, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu sem naut þó hægviðris og sólskins í dag. Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru auk þess í gildi á áðurnefndum svæðum og um allt land á miðvikudag. Vegna hlýinda og úrkomu seinniparts dags á morgun er mælt með því að íbúar á Suður- og Vesturlandi hugi að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á mánudag: Sunnan 13-20 m/s og rigning en skúrir síðdegis. Styttir upp og birtir til á Norður- og Austurlandi með deginum. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestlægari um kvöldið og fer að kólna.Á þriðjudag: Suðvestan 13-20 og slydduél, en hægari og léttskýjað norðaustantil. Dregur úr vindi og kólnar með deginum, él sunnan- og vestanlands um kvöldið. Frost 0 til 5 stig, en rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á miðvikudag: Útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með rigningu, slyddu eða snjókomu, talsverð úrkoma um sunnanvert landið. Lengst af vægt frost, en hiti 0 til 5 stig um tíma. Suðvestan 8-13 um kvöldið með éljum, en rofar til norðaustantil.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og él en bjart með köflum um landð norðaustanvert. Frost um land allt.Á föstudag: Líkur á sunnan stormi eða roki með talsverðri rigningu en úrkomuminna fyrir norðan. Hlýnar í veðri.Á laugardag: Suðvestlæg átt og él yfirleitt bjart á Norður- og Norðausturlandi. Hiti um og undir frostmarki. Veður Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira
Búist er við miklu hvassviðri sunnan- og vestanlands seinnipartinn á morgun. Þá mun auk þess hlýna í veðri með mikilli úrkomu og eru íbúar á Suður- og Vesturlandi, auk höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega beðnir að huga að niðurföllum þegar hlánar. „Það er í raun og veru bara hæg breytileg átt í nótt og á morgun, með stöku éljum á sunnan- og vestanverðu landdinu, en svo fer að hvessa síðdegis á morgun sunnanlands og þykknar upp,“ segir Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. „Það hvessir ekki að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun, þá bætir í vind syðst á landinu með staðbundnum stormum. Annars staðar á landinu verður þokkalegasta veður til útivistar lengi vel á morgun, en þó ekki allan daginn.“Íbúar fyrirbyggi vatnstjón Eins og áður sagði er búist við austan- og suðaustan hvassviðri eða stormi, með tilheyrandi rigningu eða slyddu á láglendi, á Suður- og Vesturlandi á morgun, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu sem naut þó hægviðris og sólskins í dag. Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru auk þess í gildi á áðurnefndum svæðum og um allt land á miðvikudag. Vegna hlýinda og úrkomu seinniparts dags á morgun er mælt með því að íbúar á Suður- og Vesturlandi hugi að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á mánudag: Sunnan 13-20 m/s og rigning en skúrir síðdegis. Styttir upp og birtir til á Norður- og Austurlandi með deginum. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestlægari um kvöldið og fer að kólna.Á þriðjudag: Suðvestan 13-20 og slydduél, en hægari og léttskýjað norðaustantil. Dregur úr vindi og kólnar með deginum, él sunnan- og vestanlands um kvöldið. Frost 0 til 5 stig, en rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á miðvikudag: Útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með rigningu, slyddu eða snjókomu, talsverð úrkoma um sunnanvert landið. Lengst af vægt frost, en hiti 0 til 5 stig um tíma. Suðvestan 8-13 um kvöldið með éljum, en rofar til norðaustantil.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og él en bjart með köflum um landð norðaustanvert. Frost um land allt.Á föstudag: Líkur á sunnan stormi eða roki með talsverðri rigningu en úrkomuminna fyrir norðan. Hlýnar í veðri.Á laugardag: Suðvestlæg átt og él yfirleitt bjart á Norður- og Norðausturlandi. Hiti um og undir frostmarki.
Veður Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira