Minning frá Manchester Þorvaldur Gylfason skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Ég man ekki lengur hvort þau voru þrjú eða fjögur. Ég man bara að við grúfðum okkur yfir sársvangar súpuskálarnar og tókum varla eftir því þegar þau læddust inn í mötuneytið og byrjuðu að stilla hljóðfærin. Þetta var haustið 1971 í hádegisverðarhléi í félagsheimili stúdenta í Manchester. Sá sem fór fyrir þeim ávarpaði okkur með þessum orðum: Okkur langar að fá að leika fyrir ykkur nokkur lög meðan þið sitjið að snæðingi. Ég heiti Paul McCartney og þetta eru félagar mínir í bandinu sem við stofnuðum í vor leið. Hófst síðan söngurinn. Við lukum súpunni. Íslendingarnir sátu jafnan saman við borð. Elztur og reyndastur í hópnum var Kjartan Thors jarðfræðingur. Söngurinn dugði varla til að létta grámyglu hversdagsins af sótsvartri iðnaðarborginni eða til að slökkva heimþrá stúdentanna. Manchester var þá líkt og aðrar borgir Bretlands óhrein og óhrjáleg, ekki svipur hjá fyrri eða síðari sjón. Aldarfjórðungi eftir stríðslokin 1945 átti Bretland ennþá langt í land, einnig gömlu borgirnar Birmingham, Glasgow, Liverpool, Manchester o.fl., sem höfðu allar verið stórveldi á fyrri tíð. Reykjavík átti þá einnig langt í land. Malbikun gatna var skammt á veg komin. Braggar stríðsáranna settu mark sitt á bæinn öll mín uppvaxtarár þótt þeim hefði fækkað smám saman eins og Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur lýsir vel í bók sinni Undir bárujárnsboga. Nú er Manchester mesta háskólaborg Evrópu á þann hátt að hvergi annars staðar eru fleiri stúdentar saman komnir á einum stað. Allt er breytt. Nú er nuddstofa í gömlu hagfræðideildinni við Dover Street þar sem áður var bókasafn.Ekki bara tónlist … Ferill Pauls McCartney og félaga hans í Bítlunum 1960-1970 hafði verið ævintýralegur. Tónlist þeirra var fersk og frumleg og endurnýjunargleðin átti engan sinn líka. Sumir tónlistarmenn líta svo á að Igor Stravinsky, rússneska tónskáldið, hafi e.t.v. átt manna mestan þátt í að bjarga svo nefndri klassískri tónlist 20. aldar úr tröllahöndum þeirra sem sömdu helzt tónlist sem fáir vildu heyra. Sumir aðrir líta svo á að Bítlarnir hafi átt mikinn þátt í þessu. Þeir kynntu sér raftónlist og aðrar nýjungar, einnig indverska tónlist, og veittu henni inn í eigin verk. Þeir létu ekki þar við sitja. Þegar þeir héldu tónleika í Bandaríkjunum 1964-1966 mæltu þeir gegn stríðsrekstri Bandaríkjastjórnar í Víetnam, ekki að fyrra bragði, heldur með því að svara spurningum blaðamanna um málið án undandráttar. Það höfðu aðrir hryntónlistarmenn ekki gert fram að því, t.d. ekki Bob Dylan.… heldur einnig hugsjónir McCartney sagði frá því löngu síðar að til sín hefðu komið nokkrir Rússar eftir tónleika sem hann hélt á Rauða torginu í Moskvu 2003. Erindið var að þakka honum fyrir framlag hans og félaga hans til hruns kommúnismans þar eystra. Rússarnir sögðu honum upptendraðir að tjaldabaki frá hugguninni sem þeir höfðu sótt í að hlusta á smyglaðar bítlaplötur mitt í allri fátæktinni, spillingunni og vonleysinu á valdatíma kommúnista. Við vorum í viðbragðsstöðu þegar múrarnir hrundu 1989-1991, sögðu Rússarnir við McCartney. Ég hafði ekki hugsað út í þetta, sagði bassaleikarinn hrærður – hann sem hafði ort kvæði um upprisu blökkumanna í Bandaríkjunum í krafti mannréttindalaganna sem Lyndon Johnson forseti kom í gegnum þingið í Washington 1964-1965 og sungið kvæðið við fallegt lag sem hann samdi í anda Bachs. Kvæðið heitir Svartfugl (Blackbird) og hljóðar svo í lauslegri þýðingu minni:Svartfugl syngur dátt um dimma nóttBrotnir vængir hefja þig til flugsAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þessa andartaksSvartfugl syngur dátt um dimma nóttSokkin augu leyfa þér að sjáAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þess að verða frjálsFljúg svarti fugl, fljúg svarti fuglbeint inn í ljósið um biksvarta nótt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Ég man ekki lengur hvort þau voru þrjú eða fjögur. Ég man bara að við grúfðum okkur yfir sársvangar súpuskálarnar og tókum varla eftir því þegar þau læddust inn í mötuneytið og byrjuðu að stilla hljóðfærin. Þetta var haustið 1971 í hádegisverðarhléi í félagsheimili stúdenta í Manchester. Sá sem fór fyrir þeim ávarpaði okkur með þessum orðum: Okkur langar að fá að leika fyrir ykkur nokkur lög meðan þið sitjið að snæðingi. Ég heiti Paul McCartney og þetta eru félagar mínir í bandinu sem við stofnuðum í vor leið. Hófst síðan söngurinn. Við lukum súpunni. Íslendingarnir sátu jafnan saman við borð. Elztur og reyndastur í hópnum var Kjartan Thors jarðfræðingur. Söngurinn dugði varla til að létta grámyglu hversdagsins af sótsvartri iðnaðarborginni eða til að slökkva heimþrá stúdentanna. Manchester var þá líkt og aðrar borgir Bretlands óhrein og óhrjáleg, ekki svipur hjá fyrri eða síðari sjón. Aldarfjórðungi eftir stríðslokin 1945 átti Bretland ennþá langt í land, einnig gömlu borgirnar Birmingham, Glasgow, Liverpool, Manchester o.fl., sem höfðu allar verið stórveldi á fyrri tíð. Reykjavík átti þá einnig langt í land. Malbikun gatna var skammt á veg komin. Braggar stríðsáranna settu mark sitt á bæinn öll mín uppvaxtarár þótt þeim hefði fækkað smám saman eins og Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur lýsir vel í bók sinni Undir bárujárnsboga. Nú er Manchester mesta háskólaborg Evrópu á þann hátt að hvergi annars staðar eru fleiri stúdentar saman komnir á einum stað. Allt er breytt. Nú er nuddstofa í gömlu hagfræðideildinni við Dover Street þar sem áður var bókasafn.Ekki bara tónlist … Ferill Pauls McCartney og félaga hans í Bítlunum 1960-1970 hafði verið ævintýralegur. Tónlist þeirra var fersk og frumleg og endurnýjunargleðin átti engan sinn líka. Sumir tónlistarmenn líta svo á að Igor Stravinsky, rússneska tónskáldið, hafi e.t.v. átt manna mestan þátt í að bjarga svo nefndri klassískri tónlist 20. aldar úr tröllahöndum þeirra sem sömdu helzt tónlist sem fáir vildu heyra. Sumir aðrir líta svo á að Bítlarnir hafi átt mikinn þátt í þessu. Þeir kynntu sér raftónlist og aðrar nýjungar, einnig indverska tónlist, og veittu henni inn í eigin verk. Þeir létu ekki þar við sitja. Þegar þeir héldu tónleika í Bandaríkjunum 1964-1966 mæltu þeir gegn stríðsrekstri Bandaríkjastjórnar í Víetnam, ekki að fyrra bragði, heldur með því að svara spurningum blaðamanna um málið án undandráttar. Það höfðu aðrir hryntónlistarmenn ekki gert fram að því, t.d. ekki Bob Dylan.… heldur einnig hugsjónir McCartney sagði frá því löngu síðar að til sín hefðu komið nokkrir Rússar eftir tónleika sem hann hélt á Rauða torginu í Moskvu 2003. Erindið var að þakka honum fyrir framlag hans og félaga hans til hruns kommúnismans þar eystra. Rússarnir sögðu honum upptendraðir að tjaldabaki frá hugguninni sem þeir höfðu sótt í að hlusta á smyglaðar bítlaplötur mitt í allri fátæktinni, spillingunni og vonleysinu á valdatíma kommúnista. Við vorum í viðbragðsstöðu þegar múrarnir hrundu 1989-1991, sögðu Rússarnir við McCartney. Ég hafði ekki hugsað út í þetta, sagði bassaleikarinn hrærður – hann sem hafði ort kvæði um upprisu blökkumanna í Bandaríkjunum í krafti mannréttindalaganna sem Lyndon Johnson forseti kom í gegnum þingið í Washington 1964-1965 og sungið kvæðið við fallegt lag sem hann samdi í anda Bachs. Kvæðið heitir Svartfugl (Blackbird) og hljóðar svo í lauslegri þýðingu minni:Svartfugl syngur dátt um dimma nóttBrotnir vængir hefja þig til flugsAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þessa andartaksSvartfugl syngur dátt um dimma nóttSokkin augu leyfa þér að sjáAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þess að verða frjálsFljúg svarti fugl, fljúg svarti fuglbeint inn í ljósið um biksvarta nótt
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun