Ávinningur af styttingu vinnuvikunnar Ásmundur Einar Daðason skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Jákvæð reynsla vinnustaða sem gert hafa tilraun með að stytta vinnuvikuna hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Velferðarráðuneytið hefur stýrt sambærilegu verkefni af hálfu hins opinbera. Efnt var til þess á grundvelli viljayfirlýsingar stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga ríkisins og aðildarfélaga BSRB haustið 2015. Stofnanirnar sem taka þátt í þessu verkefni eru Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun, Þjóðskrá og Lögreglustjórinn á Vestfjörðum. Tilraunin er til eins árs og hófst síðastliðið vor með fækkun vinnustunda starfsfólks á þessum vinnustöðum úr 40 stundum í 36, án launaskerðingar. Markmiðið er að skoða hvort þetta leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaða. Fyrir liggja erlendar rannsóknir, m.a. hjá nágrannaþjóðum, þar sem niðurstöður hafa annars vegar sýnt skaðleg áhrif af löngum vinnutíma og hins vegar að stytting vinnuvikunnar hafi jákvæð áhrif á líðan starfsfólksins og auki framleiðni. Í verkefninu eru könnuð áhrif styttri vinnutíma á gæði og hagkvæmni þjónustu vinnustaðanna og áhrifin á líðan starfsfólksins og starfsanda. Til samanburðar eru sambærilegar mælingar gerðar á fjórum öðrum vinnustöðum með svipaða starfsemi þar sem vinnuvikan er 40 stundir. Niðurstöður tveggja kannana og rýnihópa benda til mikillar ánægju með tilraunaverkefnið hjá þátttakendunum. Starfsánægja hafi aukist, líðan á vinnustað batnað, lífsgæði aukist og auðveldara sé fyrir starfsfólkið að samræma vinnu og einkalíf en á vinnustöðunum sem skoðaðir voru til samanburðar og í samanburði við mælingar sem gerðar höfðu verið á stofnununum fjórum áður en verkefnið hófst. Samkvæmt áætlun lýkur tilraunaverkefninu vorið 2018 og ættu lokaniðurstöður að liggja fyrir næsta haust. Miðað við þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir hefur stytting vinnuvikunnar jákvæð áhrif á starfsfólk og vinnustaði. Styttingin veitir fjölskyldum svigrúm til þess að eiga fleiri gæðastundir og slíkt hlýtur að hafa góð áhrif á þjóðfélagið í heild. Þótt við getum ekki alhæft út frá þessari tilraun virðast þessar vísbendingarnar nógu skýrar til þess að við verðum að halda áfram og skoða möguleikana á styttingu vinnuvikunnar af mikilli alvöru.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Jákvæð reynsla vinnustaða sem gert hafa tilraun með að stytta vinnuvikuna hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Velferðarráðuneytið hefur stýrt sambærilegu verkefni af hálfu hins opinbera. Efnt var til þess á grundvelli viljayfirlýsingar stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga ríkisins og aðildarfélaga BSRB haustið 2015. Stofnanirnar sem taka þátt í þessu verkefni eru Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun, Þjóðskrá og Lögreglustjórinn á Vestfjörðum. Tilraunin er til eins árs og hófst síðastliðið vor með fækkun vinnustunda starfsfólks á þessum vinnustöðum úr 40 stundum í 36, án launaskerðingar. Markmiðið er að skoða hvort þetta leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og viðkomandi vinnustaða. Fyrir liggja erlendar rannsóknir, m.a. hjá nágrannaþjóðum, þar sem niðurstöður hafa annars vegar sýnt skaðleg áhrif af löngum vinnutíma og hins vegar að stytting vinnuvikunnar hafi jákvæð áhrif á líðan starfsfólksins og auki framleiðni. Í verkefninu eru könnuð áhrif styttri vinnutíma á gæði og hagkvæmni þjónustu vinnustaðanna og áhrifin á líðan starfsfólksins og starfsanda. Til samanburðar eru sambærilegar mælingar gerðar á fjórum öðrum vinnustöðum með svipaða starfsemi þar sem vinnuvikan er 40 stundir. Niðurstöður tveggja kannana og rýnihópa benda til mikillar ánægju með tilraunaverkefnið hjá þátttakendunum. Starfsánægja hafi aukist, líðan á vinnustað batnað, lífsgæði aukist og auðveldara sé fyrir starfsfólkið að samræma vinnu og einkalíf en á vinnustöðunum sem skoðaðir voru til samanburðar og í samanburði við mælingar sem gerðar höfðu verið á stofnununum fjórum áður en verkefnið hófst. Samkvæmt áætlun lýkur tilraunaverkefninu vorið 2018 og ættu lokaniðurstöður að liggja fyrir næsta haust. Miðað við þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir hefur stytting vinnuvikunnar jákvæð áhrif á starfsfólk og vinnustaði. Styttingin veitir fjölskyldum svigrúm til þess að eiga fleiri gæðastundir og slíkt hlýtur að hafa góð áhrif á þjóðfélagið í heild. Þótt við getum ekki alhæft út frá þessari tilraun virðast þessar vísbendingarnar nógu skýrar til þess að við verðum að halda áfram og skoða möguleikana á styttingu vinnuvikunnar af mikilli alvöru.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun