Algjört öngþveiti við Hakið í morgun vegna óveðursins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 15:30 Frá aðstæðum í þjóðgarðinum á Þingvöllum í dag en stormur hefur geisað á Suður-og Suðausturlandi með tilheyrandi ófærð í landshlutunum. vísir/einar Um 150 manns eru nú fastir í þjóðgarðinum á Þingvöllum vegna ófærðar en nánast allir vegir á Suðurlandi eru nú lokaðir vegna stormsins sem þar hefur geisað í dag. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður, segir að landverðir hafi í dag verið úti um allt í þjóðgarðinum að leita að fólki, aðstoða það og tryggja að það færi sér ekki að voða. „Það var alveg ljóst í gær miðað við veðurspána að það yrði einhver vandræði hérna hjá okkur vegna þess að um leið og fólk fer hérna yfir þá lokast það inni, og um leið og það er komið til okkar þá lokast það inni í þjóðgarðinum. Við erum með á milli 100 og 150 manns sem eru í gestastofunni og þjónustumiðstöðinni,“ segir Einar. Meðal annars þurfti að aðstoða ökumenn sem höfðu fest bíla sína úti í Þingvallahrauni og vegfarendur lentu einnig í vandræðum á bílastæðinu við Hakið. „Það var bara algjört kaos uppi á Haki í morgun vegna þess að það skóf jafnóðum inn í bílastæðin og á veginn,“ segir Einar og bætir við að það hafi verið standandi röð af ferðamönnum á Þingvöllum strax klukkan 9 í morgun.Fjöldi ferðamanna kemst ekki leiðar sinnar frá þjóðgarðinum á Þingvöllum vegna ófærðar og veðurs.vísir/einarHefði átt að loka vegum fyrr „Það var mjög slæmt veður hérna í morgun en þeir ná yfir heiðina áður en lokunin verður. Í raun og veru, við svona veðurupplýsingar, ætti bara að loka klukkan 7 eða 8 því menn eru bara að lenda í skaðræðisveseni hérna,“ segir Einar. Hann segir ferðamenn hafa fest bíla sína úti um allan þjóðgarð og þó að Vegagerðin og starfsmenn þjóðgarðsins standi sig í að moka og ryðja vegi þá verði einfaldlega ekki ráðið við ástandið í veðri eins og verið hefur í dag. „Það voru til dæmis fjórir bílar fastir hérna á leiðinni upp á Gjábakka og við erum að koma þeim í öruggt skjól í þjónustumiðstöðinni. Við erum í raun bara að bíða eftir að menn opni veginn og þá getur þessi floti haldið áfram, hvert sem hann er að fara. Flestir vilja nú bara halda áfram og sjá Gullfoss og Geysi en við erum að ítreka við fólk að það er ekki alveg að fara að gerast.“Menn reyna allt til að ná góðri „selfie“ Aðspurður hvort ekki sé alveg ófært innan þjóðgarðsins sjálfs segir Einar svo vera. „En menn reyna allt til að ná góðri „selfie,““ segir Einar. Einar segir ágætlega fara um ferðamennina; einhverjir bíði í bílum sínum úti, aðrir inni. Spurður út í hvort ferðalangarnir hafi verið eitthvað pirraðir á veðrinu segir hann svo ekki vera. „Nei, ég myndi nú ekki segja það þannig. Ef einhver er pirraður þá segjum við honum bara að fá sér kaffi.“ Óljóst er hvenær vegirnir opna en Einar á von á því að það verði á næstu klukkutímum. Upplýsingar um færð og aðstæður á vegum má finna hér fyrir neðan:Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir. Þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Vík er lokaður. Búið er að loka Biskupstungnabraut og frá Laugavatni að Gullfoss og einnig Krýsuvíkurleið. Vegirnir um Hafnarfjall, Brattabrekku, Fróðárheiði og á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar eru lokaðir.Einnig er lokað um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Hólasand, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Fjarðarheiði.OpnanirOpið er á milli Hveragerðis og Selfoss og einnig um Suðurstrandaveg. Búið er að opna veginn frá Steinum og austur úr.SúðavíkurhlíðSúðavíkurhlíð snjóflóð: Óvissurstigi er lýst yfir í dag miðvikudag kl. 14:00, veginum verður lokað kl 17:00.Færð og aðstæðurÞæfingsfærð og skafrenningur er á Kjalarnesi og undir Ingólfsfjalli.Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Ófært er á Kjósarskarðsvegi og í Landeyjum.Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur á flestum leiðum og skafrenningur. Þungfært og mjög hvasst er við Hafursfell. Ófært og óveður er víðast hvar á Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða þæfingur. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófærir og beðið með mokstur. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Ófært er á Gemlufallsheiði.Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og skafrenningur og farið að hvessa.Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja. Ófært og óveður er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða krapi er frá Egilsstöðum og með ströndinni. Veður Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40 Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Um 150 manns eru nú fastir í þjóðgarðinum á Þingvöllum vegna ófærðar en nánast allir vegir á Suðurlandi eru nú lokaðir vegna stormsins sem þar hefur geisað í dag. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður, segir að landverðir hafi í dag verið úti um allt í þjóðgarðinum að leita að fólki, aðstoða það og tryggja að það færi sér ekki að voða. „Það var alveg ljóst í gær miðað við veðurspána að það yrði einhver vandræði hérna hjá okkur vegna þess að um leið og fólk fer hérna yfir þá lokast það inni, og um leið og það er komið til okkar þá lokast það inni í þjóðgarðinum. Við erum með á milli 100 og 150 manns sem eru í gestastofunni og þjónustumiðstöðinni,“ segir Einar. Meðal annars þurfti að aðstoða ökumenn sem höfðu fest bíla sína úti í Þingvallahrauni og vegfarendur lentu einnig í vandræðum á bílastæðinu við Hakið. „Það var bara algjört kaos uppi á Haki í morgun vegna þess að það skóf jafnóðum inn í bílastæðin og á veginn,“ segir Einar og bætir við að það hafi verið standandi röð af ferðamönnum á Þingvöllum strax klukkan 9 í morgun.Fjöldi ferðamanna kemst ekki leiðar sinnar frá þjóðgarðinum á Þingvöllum vegna ófærðar og veðurs.vísir/einarHefði átt að loka vegum fyrr „Það var mjög slæmt veður hérna í morgun en þeir ná yfir heiðina áður en lokunin verður. Í raun og veru, við svona veðurupplýsingar, ætti bara að loka klukkan 7 eða 8 því menn eru bara að lenda í skaðræðisveseni hérna,“ segir Einar. Hann segir ferðamenn hafa fest bíla sína úti um allan þjóðgarð og þó að Vegagerðin og starfsmenn þjóðgarðsins standi sig í að moka og ryðja vegi þá verði einfaldlega ekki ráðið við ástandið í veðri eins og verið hefur í dag. „Það voru til dæmis fjórir bílar fastir hérna á leiðinni upp á Gjábakka og við erum að koma þeim í öruggt skjól í þjónustumiðstöðinni. Við erum í raun bara að bíða eftir að menn opni veginn og þá getur þessi floti haldið áfram, hvert sem hann er að fara. Flestir vilja nú bara halda áfram og sjá Gullfoss og Geysi en við erum að ítreka við fólk að það er ekki alveg að fara að gerast.“Menn reyna allt til að ná góðri „selfie“ Aðspurður hvort ekki sé alveg ófært innan þjóðgarðsins sjálfs segir Einar svo vera. „En menn reyna allt til að ná góðri „selfie,““ segir Einar. Einar segir ágætlega fara um ferðamennina; einhverjir bíði í bílum sínum úti, aðrir inni. Spurður út í hvort ferðalangarnir hafi verið eitthvað pirraðir á veðrinu segir hann svo ekki vera. „Nei, ég myndi nú ekki segja það þannig. Ef einhver er pirraður þá segjum við honum bara að fá sér kaffi.“ Óljóst er hvenær vegirnir opna en Einar á von á því að það verði á næstu klukkutímum. Upplýsingar um færð og aðstæður á vegum má finna hér fyrir neðan:Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir. Þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Vík er lokaður. Búið er að loka Biskupstungnabraut og frá Laugavatni að Gullfoss og einnig Krýsuvíkurleið. Vegirnir um Hafnarfjall, Brattabrekku, Fróðárheiði og á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar eru lokaðir.Einnig er lokað um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Hólasand, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Fjarðarheiði.OpnanirOpið er á milli Hveragerðis og Selfoss og einnig um Suðurstrandaveg. Búið er að opna veginn frá Steinum og austur úr.SúðavíkurhlíðSúðavíkurhlíð snjóflóð: Óvissurstigi er lýst yfir í dag miðvikudag kl. 14:00, veginum verður lokað kl 17:00.Færð og aðstæðurÞæfingsfærð og skafrenningur er á Kjalarnesi og undir Ingólfsfjalli.Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Ófært er á Kjósarskarðsvegi og í Landeyjum.Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur á flestum leiðum og skafrenningur. Þungfært og mjög hvasst er við Hafursfell. Ófært og óveður er víðast hvar á Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða þæfingur. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófærir og beðið með mokstur. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Ófært er á Gemlufallsheiði.Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og skafrenningur og farið að hvessa.Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja. Ófært og óveður er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða krapi er frá Egilsstöðum og með ströndinni.
Veður Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40 Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55
Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. 14. febrúar 2018 12:40
Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47