Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Gissur Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2018 12:40 Vegagerðin sem og björgunarsveitir hafa haft í mörg horn að líta í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. Þrír slösuðust þegr ekið var á björgunarsveitarbíl við Hellisheiði, sem stóð þar lokunarvaktina og ökumenn lentu víða í vandræðum, þrátt fyrir mjög litla umferð. Vegagerðin lokaði í morgun Hellisheiði, þrengslum, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Hólasandi og á tólfta tímanum var Mývatns- og Möðrudalsöræfum líka lokað. Vind á að fara að lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum nú í hádeginu og suðvestanlands lægir upp ur hádeginu. Norðanlands verður vindur og skafrenningur í hámarki um miðjan daginn og lægir síðan en vindur gengur ekki niður á Vestfjörðum og við Breiðafjörð fyrr en í kvöld. Hviður mældust allt upp í 65 metra á sekúndu að Steinum undir Eyjafjöllum, sem er nálægt meti í byggð til þessa. Grjótfok braut meðal annars rúður í bílum, sem stóðu fyrir utan gistiheimili í grennd við Steina og mikið havarí varð í Vík í Mýrdal, þar sem Orri Örvarsson veitir björgunarsveitinni formennsku. Það er ekki alveg svona bjart yfir Vík í Mýrdal í dag.Vísir/Vilhelm„Það er búið að vera aftakaveður hérna í morgunsárið. Það hafa verið að fjúka þakplötur og lausamunir inn í þorpi, tuttugu feta gámur sem lagðist á hliðina. Við erum að berjast núna við að ganga frá björgunarsveitahúsinu,“ segir Orri.Var að fjúka af því líka? „Það fuku hérna tvær stórar þakplötur.“Hefur fokið valdið tjóni á húsum og bílum? „Ekki svo við vitum á bílum en eitthvað tjón á húsum.“Heldur fólk sig ekki bara innandyra á meðan þetta gengur yfir? „Jú, það er bara gott að það er ófært í þorpinu þannig að ferðamenn og aðrir komast ekkert um,“ segir Orri. Skammt fyrir austan Vík, eða nánar til tekið á brúnni yfir Múlakvísl, festist bílaleigubíll í skafli og lokaði brúnni. Fimm ungmenni sem voru í honum höfðu samband við Neyðarlínuna um klukkan fjögur í nótt, sem þegar sendi björgunarsveit á vettvang. Þá brá svo við að ungmennin neituðu að yfirgefa bílinn og færa sig yfir í björgunarsveitarbílinn, en til stóð að dráttarbíll kæmi svo bíl þeirar til Víkur. Björgunarmenn fóru því aftur heim og veðrið versnaði enn. En þegar tækifæri gafst var kranabíll sendur á vettvang, sem dró bílinn lausan, með öllum ungmennunum um borð, og fylgdi honum Til Víkur. Þá höfðu ungmennin hafst við í bílnum í sex klukkustundir, en varð ekki meint af. Tveir björgunarsveitarmennnn og ökumaður bíls, sem ók á bíl þeirra við lokunarpóst að Hellisheiði í morgun, meiddust og voru fluttir á slysadeild og ökumenn voru í vandræðum hér og þar um allt Suðurland í morgun. Veður Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. Þrír slösuðust þegr ekið var á björgunarsveitarbíl við Hellisheiði, sem stóð þar lokunarvaktina og ökumenn lentu víða í vandræðum, þrátt fyrir mjög litla umferð. Vegagerðin lokaði í morgun Hellisheiði, þrengslum, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Hólasandi og á tólfta tímanum var Mývatns- og Möðrudalsöræfum líka lokað. Vind á að fara að lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum nú í hádeginu og suðvestanlands lægir upp ur hádeginu. Norðanlands verður vindur og skafrenningur í hámarki um miðjan daginn og lægir síðan en vindur gengur ekki niður á Vestfjörðum og við Breiðafjörð fyrr en í kvöld. Hviður mældust allt upp í 65 metra á sekúndu að Steinum undir Eyjafjöllum, sem er nálægt meti í byggð til þessa. Grjótfok braut meðal annars rúður í bílum, sem stóðu fyrir utan gistiheimili í grennd við Steina og mikið havarí varð í Vík í Mýrdal, þar sem Orri Örvarsson veitir björgunarsveitinni formennsku. Það er ekki alveg svona bjart yfir Vík í Mýrdal í dag.Vísir/Vilhelm„Það er búið að vera aftakaveður hérna í morgunsárið. Það hafa verið að fjúka þakplötur og lausamunir inn í þorpi, tuttugu feta gámur sem lagðist á hliðina. Við erum að berjast núna við að ganga frá björgunarsveitahúsinu,“ segir Orri.Var að fjúka af því líka? „Það fuku hérna tvær stórar þakplötur.“Hefur fokið valdið tjóni á húsum og bílum? „Ekki svo við vitum á bílum en eitthvað tjón á húsum.“Heldur fólk sig ekki bara innandyra á meðan þetta gengur yfir? „Jú, það er bara gott að það er ófært í þorpinu þannig að ferðamenn og aðrir komast ekkert um,“ segir Orri. Skammt fyrir austan Vík, eða nánar til tekið á brúnni yfir Múlakvísl, festist bílaleigubíll í skafli og lokaði brúnni. Fimm ungmenni sem voru í honum höfðu samband við Neyðarlínuna um klukkan fjögur í nótt, sem þegar sendi björgunarsveit á vettvang. Þá brá svo við að ungmennin neituðu að yfirgefa bílinn og færa sig yfir í björgunarsveitarbílinn, en til stóð að dráttarbíll kæmi svo bíl þeirar til Víkur. Björgunarmenn fóru því aftur heim og veðrið versnaði enn. En þegar tækifæri gafst var kranabíll sendur á vettvang, sem dró bílinn lausan, með öllum ungmennunum um borð, og fylgdi honum Til Víkur. Þá höfðu ungmennin hafst við í bílnum í sex klukkustundir, en varð ekki meint af. Tveir björgunarsveitarmennnn og ökumaður bíls, sem ók á bíl þeirra við lokunarpóst að Hellisheiði í morgun, meiddust og voru fluttir á slysadeild og ökumenn voru í vandræðum hér og þar um allt Suðurland í morgun.
Veður Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55
Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47