Lægð dagsins annars eðlis Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 06:55 Lægðin sem heilsar upp á landsmenn í dag er víðáttumikil. VÍSIR/VILHELM Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur Er það ekki síst í ljósi þess að lægð dagsins í dag er annars eðlis en lægðir síðustu vikna, sem hafa verið litlar og krappar ásamt því að miðjur þeirra hafa farið yfir landið. Lægðin sem heilsar upp á landsmenn í dag er víðáttumikil og miðja hennar verður á djúpunum suður af landinu með þrýstingi rétt undir 950 mb að sögn veðurfræðings. „Lægðin sendir samskil yfir landið og í þeim er austan stormur og úrkoma,“ segir hann. Hann bætir við að það hlýni hjá okkur í dag „upp í frostmarkið eða rétt yfir það,“ og því verður úrkoman ýmist rigning, slydda eða snjókoma og mest af henni suðaustan- og austanlands. Óveðrið sem gæti orðið í dag mun þó ekki standa lengi yfir á hverjum stað ef marka má Veðurstofuna. það lægir snögglega við suðurströndina kringum hádegi og síðar einnig í öðrum landshlutum, með þeirri undantekningu að það blæs hraustlega á Vestfjörðum fram yfir miðnætti.Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarinsÞað verður svo fremur rólegt veður víðast hvar á morgun. Skúrir eða slydduél og hiti kringum frostmark, en hann ætti að hanga þurr í suðvesturfjórðungnum lengst af. Þá er ekki að sjá „nein stórátök“ í kortunum fyrir föstudag og laugardag. Hann gæti þó farið í sunnanátt með hláku á sunnudag og mánudag - „en enn er óvissa í spám um hversu mikil hlýindin verða.“ Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Skúrir eða él, en lengst af þurrt suðvestantil á landinu. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með rigningu eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig.Á þriðjudag:Snýst í suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnandi veðri. Þurrt norðaustantil á landinu. Veður Tengdar fréttir Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarins Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41 Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum í fyrramálið Mjög snarpar vindhviður verða undir Eyjafjöllum og hætta á foktjóni. Verður takmarkað skyggni í ofankomu og skafrenningi á svæðinu. 13. febrúar 2018 22:33 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur Er það ekki síst í ljósi þess að lægð dagsins í dag er annars eðlis en lægðir síðustu vikna, sem hafa verið litlar og krappar ásamt því að miðjur þeirra hafa farið yfir landið. Lægðin sem heilsar upp á landsmenn í dag er víðáttumikil og miðja hennar verður á djúpunum suður af landinu með þrýstingi rétt undir 950 mb að sögn veðurfræðings. „Lægðin sendir samskil yfir landið og í þeim er austan stormur og úrkoma,“ segir hann. Hann bætir við að það hlýni hjá okkur í dag „upp í frostmarkið eða rétt yfir það,“ og því verður úrkoman ýmist rigning, slydda eða snjókoma og mest af henni suðaustan- og austanlands. Óveðrið sem gæti orðið í dag mun þó ekki standa lengi yfir á hverjum stað ef marka má Veðurstofuna. það lægir snögglega við suðurströndina kringum hádegi og síðar einnig í öðrum landshlutum, með þeirri undantekningu að það blæs hraustlega á Vestfjörðum fram yfir miðnætti.Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarinsÞað verður svo fremur rólegt veður víðast hvar á morgun. Skúrir eða slydduél og hiti kringum frostmark, en hann ætti að hanga þurr í suðvesturfjórðungnum lengst af. Þá er ekki að sjá „nein stórátök“ í kortunum fyrir föstudag og laugardag. Hann gæti þó farið í sunnanátt með hláku á sunnudag og mánudag - „en enn er óvissa í spám um hversu mikil hlýindin verða.“ Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Skúrir eða él, en lengst af þurrt suðvestantil á landinu. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með rigningu eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig.Á þriðjudag:Snýst í suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnandi veðri. Þurrt norðaustantil á landinu.
Veður Tengdar fréttir Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarins Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41 Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum í fyrramálið Mjög snarpar vindhviður verða undir Eyjafjöllum og hætta á foktjóni. Verður takmarkað skyggni í ofankomu og skafrenningi á svæðinu. 13. febrúar 2018 22:33 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarins Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41
Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum í fyrramálið Mjög snarpar vindhviður verða undir Eyjafjöllum og hætta á foktjóni. Verður takmarkað skyggni í ofankomu og skafrenningi á svæðinu. 13. febrúar 2018 22:33