Umskurður drengja Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Lagafrumvarp um bann við umskurði drengja, að viðurlögðu 6 ára fangelsi, er verulega vanhugsað og skaðlegt. Hér á landi er sem betur fer í gildi lagalegt bann frá 2005 við limlestingum á kynfærum kvenna. Svokallaður umskurður meybarna er grimmdaraðgerð og á rætur í drottnunarhyggju feðraveldisins. Hann veldur óafturkræfum skaða og mikilli skerðingu lífsgæða, heftingu, niðurlægingu og undirokun konunnar. Eðlismunur er á ofangreindu og umskurði drengja sem hefur viðgengist í um 5000 ár. Það að líkja þessu tvennu saman lýsir annaðhvort verulegri vanþekkingu eða annarlegum ásetningi. Umskurður sveinbarna er einn útbreiddasti menningar/trúarsiður sem fyrirfinnst í mannlegum samfélögum. Almennt er talið að rúmur þriðjungur karla í heiminum sé umskorinn. Ástæður eru gjarnan sambland af menningar/trúararfi, hreinlætisástæðum, samkennd, jákvæðri sjálfsmynd og heiðri. Umskurður drengja er algengastur í Mið-Austurlöndum en stór hluti t.d. Bandaríkjamanna er einnig umskorinn. Umskurður drengja er hvergi bannaður í heiminum frekar en ungbarnaskírn okkar kristinna, né stangast framkvæmdin á við nokkur mannréttindi. Hryllingsmynd búin til Í lagafrumvarpinu er þetta tvennt lagt að jöfnu. Þar er dregin upp hryllingsmynd, talað um limlestingu og líkamsárás. Það sem tugir milljóna upplýstra Vesturlandabúa telja mikla blessun og sæmd fyrir sig og syni sína er gert að grimmdarglæp sem ber að refsa fyrir. Þar er vitnað í einhliða læknisfræðilegar upplýsingar og reynt að láta líta svo út að siðurinn stangist á við samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem hann gerir þó ekki. Í greinargerð virðist gengið út frá því að alltaf þegar umskurður drengja er framkvæmdur þá sé það við lífshættuleg skilyrði, við þvingun og mikla kvöl. Það er alrangt. Umskurði drengja er ekki ætlað að meiða, niðurlægja eða skerða lífsgæði með nokkrum hætti, heldur hið gagnstæða. Í jafn karlmiðlægum feðraveldis menningarsamfélögum sem múslima og gyðinglegra samfélaga, þá er í raun fáránlegt að halda því fram að tilgangur umskurðar sveinbarna sé til niðurlægingar eða til takmörkunar drengja til að njóta kynlífs síðar. Þetta varðar sjálfsmynd, menningu/trú, ævaforna siði, heiður og hreinlæti. Mat lækna Til eru læknisfræðilegar rannsóknir sem mæla með umskurði drengja, hann er m.a. talinn stuðla að auknu hreinlæti. Eins er hægt að finna læknisfræðilegar kannanir sem vara við honum, því það eru einfaldlega ekki krefjandi læknisfræðilegar ástæður fyrir hendi. Víst er að málið er viðkvæmt og langt frá því að vera jafn einfalt og lesa má úr greinargerð frumvarpsins. Trúar- og menningarhefðir Hvergi í Biblíunni, Talmúd trúarritum gyðinga, né í Kóraninum er vísað til svokallaðrar umskurnar meybarna. En þó hefur sá skaðlegi siður gert vart við sig í múslimskum ríkjum þar sem slíkar hefðir voru þegar til staðar fyrir daga Íslams. En víða er fjallað um umskurð drengja. Í gyðingdómi hefur umskurður drengja á áttunda degi mikið trúarlegt og jákvætt vægi. Sjálfur Jesús var umskorinn en þó hefur siðurinn haft lítið vægi í kristindómi og er því flestum Íslendingum mjög framandi. Hvers vegna? Hver er ástæða þess að setja íslenska refsilöggjöf um sið sem er okkur svo framandi og fjarlægur en líklegast þriðjungi mannkyns afar helgur og kær? Með frumvarpinu erum við að senda út þau boð að Ísland, með allt sitt siðferði á hreinu, ætli að hafa vit fyrir og siðbæta þúsunda ára hefðir gyðingdóms og Íslam sem og annarra hundraða milljóna manna. En það sem heimurinn mun skynja og heyra, hróplega: „Við viljum ekki hingað til landsins þá sem stunda þennan sið.“ Mannúð Væri ekki mannúðlegra í upplýstu samfélagi að læra að virða menningarlegan fjölbreytileika og efla þroskaða umræðu við þá sem eru okkur framandi? Að sleppa fælandi refsilagasetningu en bjóða frekar upp á bestu heilbrigðisaðstæður sem völ er á, til að framkvæma umskurð hjá þeim hópum sem þess óska af menningarlegum og trúarlegum ástæðum.Höfundur er fríkirkjuprestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umskurðsfrumvarp Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Lagafrumvarp um bann við umskurði drengja, að viðurlögðu 6 ára fangelsi, er verulega vanhugsað og skaðlegt. Hér á landi er sem betur fer í gildi lagalegt bann frá 2005 við limlestingum á kynfærum kvenna. Svokallaður umskurður meybarna er grimmdaraðgerð og á rætur í drottnunarhyggju feðraveldisins. Hann veldur óafturkræfum skaða og mikilli skerðingu lífsgæða, heftingu, niðurlægingu og undirokun konunnar. Eðlismunur er á ofangreindu og umskurði drengja sem hefur viðgengist í um 5000 ár. Það að líkja þessu tvennu saman lýsir annaðhvort verulegri vanþekkingu eða annarlegum ásetningi. Umskurður sveinbarna er einn útbreiddasti menningar/trúarsiður sem fyrirfinnst í mannlegum samfélögum. Almennt er talið að rúmur þriðjungur karla í heiminum sé umskorinn. Ástæður eru gjarnan sambland af menningar/trúararfi, hreinlætisástæðum, samkennd, jákvæðri sjálfsmynd og heiðri. Umskurður drengja er algengastur í Mið-Austurlöndum en stór hluti t.d. Bandaríkjamanna er einnig umskorinn. Umskurður drengja er hvergi bannaður í heiminum frekar en ungbarnaskírn okkar kristinna, né stangast framkvæmdin á við nokkur mannréttindi. Hryllingsmynd búin til Í lagafrumvarpinu er þetta tvennt lagt að jöfnu. Þar er dregin upp hryllingsmynd, talað um limlestingu og líkamsárás. Það sem tugir milljóna upplýstra Vesturlandabúa telja mikla blessun og sæmd fyrir sig og syni sína er gert að grimmdarglæp sem ber að refsa fyrir. Þar er vitnað í einhliða læknisfræðilegar upplýsingar og reynt að láta líta svo út að siðurinn stangist á við samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem hann gerir þó ekki. Í greinargerð virðist gengið út frá því að alltaf þegar umskurður drengja er framkvæmdur þá sé það við lífshættuleg skilyrði, við þvingun og mikla kvöl. Það er alrangt. Umskurði drengja er ekki ætlað að meiða, niðurlægja eða skerða lífsgæði með nokkrum hætti, heldur hið gagnstæða. Í jafn karlmiðlægum feðraveldis menningarsamfélögum sem múslima og gyðinglegra samfélaga, þá er í raun fáránlegt að halda því fram að tilgangur umskurðar sveinbarna sé til niðurlægingar eða til takmörkunar drengja til að njóta kynlífs síðar. Þetta varðar sjálfsmynd, menningu/trú, ævaforna siði, heiður og hreinlæti. Mat lækna Til eru læknisfræðilegar rannsóknir sem mæla með umskurði drengja, hann er m.a. talinn stuðla að auknu hreinlæti. Eins er hægt að finna læknisfræðilegar kannanir sem vara við honum, því það eru einfaldlega ekki krefjandi læknisfræðilegar ástæður fyrir hendi. Víst er að málið er viðkvæmt og langt frá því að vera jafn einfalt og lesa má úr greinargerð frumvarpsins. Trúar- og menningarhefðir Hvergi í Biblíunni, Talmúd trúarritum gyðinga, né í Kóraninum er vísað til svokallaðrar umskurnar meybarna. En þó hefur sá skaðlegi siður gert vart við sig í múslimskum ríkjum þar sem slíkar hefðir voru þegar til staðar fyrir daga Íslams. En víða er fjallað um umskurð drengja. Í gyðingdómi hefur umskurður drengja á áttunda degi mikið trúarlegt og jákvætt vægi. Sjálfur Jesús var umskorinn en þó hefur siðurinn haft lítið vægi í kristindómi og er því flestum Íslendingum mjög framandi. Hvers vegna? Hver er ástæða þess að setja íslenska refsilöggjöf um sið sem er okkur svo framandi og fjarlægur en líklegast þriðjungi mannkyns afar helgur og kær? Með frumvarpinu erum við að senda út þau boð að Ísland, með allt sitt siðferði á hreinu, ætli að hafa vit fyrir og siðbæta þúsunda ára hefðir gyðingdóms og Íslam sem og annarra hundraða milljóna manna. En það sem heimurinn mun skynja og heyra, hróplega: „Við viljum ekki hingað til landsins þá sem stunda þennan sið.“ Mannúð Væri ekki mannúðlegra í upplýstu samfélagi að læra að virða menningarlegan fjölbreytileika og efla þroskaða umræðu við þá sem eru okkur framandi? Að sleppa fælandi refsilagasetningu en bjóða frekar upp á bestu heilbrigðisaðstæður sem völ er á, til að framkvæma umskurð hjá þeim hópum sem þess óska af menningarlegum og trúarlegum ástæðum.Höfundur er fríkirkjuprestur
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar