Fljúgandi hálka og hvassviðri bakar vandræði við Höfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2018 11:38 Mikil hálka og hvassviðri er ekki góð blanda, Vísir/Friðrik Jónas Friðriksson Sextán björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar hafa verið að störfum í morgun vegna mikils hvassviðris. Bílar hafa fokið út af þjóðvegi 1 í grenndi við Höfn og þakplötur hafa fokið af húsum í nærsveitum Hafnar. „Það er fljúgandi hálka og það er vandamálið. Menn fjúka bara út af veginum þótt að þeir séu stopp á veginum,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, sem stýrir aðgerðum. Fimm bílar hafa fokið út af veginum, þar á meðal vöruflutningabíll með tengivagn í eftirdragi. Hafa björgunarsveitarmenn komið smærri bílunum sem fokið hafa aftur upp á veginn en verið er að vinna að því að koma vöruflutningabílnum upp á veginn en til þess þarf stærri vinunuvélar. Þá hafa björgunarsveitarmenn farið í þrjú útköll vegna fjúkandi þakplatna í sveitinni vestan við Höfn. Segir Friðrik að vindurinn nái 25 metrum á sekúndu inn í bænum en mun hvassara sé inn með fjöllunum. Engin slys hafa orðið á fólki en lögreglan á Suðurlandi hvetur vegfarendur til þess að huga vel að færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á svæðinu eða jafnvel að bíða með ferðalög þar til veðrið gengur niður. Lægð gengur nú yfir landið en reiknað er með að veðrið gangi niður síðdegis í dag. Þó er von á næstu lægð strax á morgun.Björgunarsveitarmenn frá Höfn að störfum .Mynd/Friðrik Jónas Friðriksson Veður Tengdar fréttir Léttir til síðdegis: „Svo er það bara næsta lægð í fyrramálið“ Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur- og Norðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. 13. febrúar 2018 10:56 Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Sextán björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar hafa verið að störfum í morgun vegna mikils hvassviðris. Bílar hafa fokið út af þjóðvegi 1 í grenndi við Höfn og þakplötur hafa fokið af húsum í nærsveitum Hafnar. „Það er fljúgandi hálka og það er vandamálið. Menn fjúka bara út af veginum þótt að þeir séu stopp á veginum,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, sem stýrir aðgerðum. Fimm bílar hafa fokið út af veginum, þar á meðal vöruflutningabíll með tengivagn í eftirdragi. Hafa björgunarsveitarmenn komið smærri bílunum sem fokið hafa aftur upp á veginn en verið er að vinna að því að koma vöruflutningabílnum upp á veginn en til þess þarf stærri vinunuvélar. Þá hafa björgunarsveitarmenn farið í þrjú útköll vegna fjúkandi þakplatna í sveitinni vestan við Höfn. Segir Friðrik að vindurinn nái 25 metrum á sekúndu inn í bænum en mun hvassara sé inn með fjöllunum. Engin slys hafa orðið á fólki en lögreglan á Suðurlandi hvetur vegfarendur til þess að huga vel að færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á svæðinu eða jafnvel að bíða með ferðalög þar til veðrið gengur niður. Lægð gengur nú yfir landið en reiknað er með að veðrið gangi niður síðdegis í dag. Þó er von á næstu lægð strax á morgun.Björgunarsveitarmenn frá Höfn að störfum .Mynd/Friðrik Jónas Friðriksson
Veður Tengdar fréttir Léttir til síðdegis: „Svo er það bara næsta lægð í fyrramálið“ Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur- og Norðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. 13. febrúar 2018 10:56 Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Léttir til síðdegis: „Svo er það bara næsta lægð í fyrramálið“ Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur- og Norðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. 13. febrúar 2018 10:56
Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37