Baghdadi særðist alvarlega í árás í maí Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2018 15:54 Baghdadi í al-Nuri moskunni í Mosul árið 2014. Vísir/AFP Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, særðist alvarlega í maí í fyrra og þurfti að láta af stjórn hryðjuverkasamtakanna um mánaða skeið. Hann er nú sagður vera í Sýrlandi, við landamæri Írak, og í slæmu ástandi bæði líkamlega og andlega. Abu Ali al-Basri, yfirmaður leyniþjónustu Írak, hélt þessu fram í morgun og sagði yfirvöld Írak hafa sterkar heimildir fyrir ástandi Baghdadi. Þær byggðu á yfirheyrslum yfir fönguðum ISIS-liðum og frásögnum flóttafólks á svæðinu.CNN hefur þetta einnig eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Talið er að Baghdadi hafi særst í loftárás nærri Raqqa en ekki er vitað hver gerði umrædda árás. Á þeim tíma voru sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra að umkringja Raqqa sem var nokkurs konar höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins. Þær aðgerðir voru studdar af Bandaríkjunum.Meiðsl Baghdadi voru ekki sögð vera lífshættuleg en þau voru þó það slæm að hann gat ekki stjórnað samtökunum sjálfur í allt að fimm mánuði. Þá mun hann ekki geta gengið án aðstoðar vegna fótbrota. Auk þess er hann sagður glíma við sykursýki. Baghdadi hefur aðeins einu sinni komið fram opinberlega en það var í al-Nuri moskunni í Mosul í júlí 2014, þar sem hann lýsti yfir stofnun kalífadæmisins. Síðan þá hefur írakski herinn og sveitir hliðhollar yfirvöldum í Baghdad rekið ISIS-liða frá Mosul. ISIS-liðar sprengdu hina fornu mosku þó í loft upp áður en þeir yfirgáfu svæðið.Þá hefur Baghdadi einungis sent frá sér hljóðupptökur síðan og þá síðustu í september. Þá reyndi hann að stappa stálinu í vígamenn sína sem voru á undanhaldi á öllum vígstöðvum í Írak og Sýrlandi.Síðan þá hafa samtökin tapað nánast öllu umráðasvæði sínu nema í Efratdalnum í Sýrlandi og í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Talið er að Baghdadi sé í felum þar en um stórt og strjálbýlt svæði er að ræða svo erfitt er að finna hann. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams gæti hafa verið á meðal á fjórða hundrað liðsmanna samtakanna sem féllu í rússneskum loftárásum í Raqqa í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda. 16. júní 2017 08:52 Herja nú á ISIS í eyðimörkinn Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak. 23. nóvember 2017 16:49 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, særðist alvarlega í maí í fyrra og þurfti að láta af stjórn hryðjuverkasamtakanna um mánaða skeið. Hann er nú sagður vera í Sýrlandi, við landamæri Írak, og í slæmu ástandi bæði líkamlega og andlega. Abu Ali al-Basri, yfirmaður leyniþjónustu Írak, hélt þessu fram í morgun og sagði yfirvöld Írak hafa sterkar heimildir fyrir ástandi Baghdadi. Þær byggðu á yfirheyrslum yfir fönguðum ISIS-liðum og frásögnum flóttafólks á svæðinu.CNN hefur þetta einnig eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Talið er að Baghdadi hafi særst í loftárás nærri Raqqa en ekki er vitað hver gerði umrædda árás. Á þeim tíma voru sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra að umkringja Raqqa sem var nokkurs konar höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins. Þær aðgerðir voru studdar af Bandaríkjunum.Meiðsl Baghdadi voru ekki sögð vera lífshættuleg en þau voru þó það slæm að hann gat ekki stjórnað samtökunum sjálfur í allt að fimm mánuði. Þá mun hann ekki geta gengið án aðstoðar vegna fótbrota. Auk þess er hann sagður glíma við sykursýki. Baghdadi hefur aðeins einu sinni komið fram opinberlega en það var í al-Nuri moskunni í Mosul í júlí 2014, þar sem hann lýsti yfir stofnun kalífadæmisins. Síðan þá hefur írakski herinn og sveitir hliðhollar yfirvöldum í Baghdad rekið ISIS-liða frá Mosul. ISIS-liðar sprengdu hina fornu mosku þó í loft upp áður en þeir yfirgáfu svæðið.Þá hefur Baghdadi einungis sent frá sér hljóðupptökur síðan og þá síðustu í september. Þá reyndi hann að stappa stálinu í vígamenn sína sem voru á undanhaldi á öllum vígstöðvum í Írak og Sýrlandi.Síðan þá hafa samtökin tapað nánast öllu umráðasvæði sínu nema í Efratdalnum í Sýrlandi og í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Talið er að Baghdadi sé í felum þar en um stórt og strjálbýlt svæði er að ræða svo erfitt er að finna hann.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams gæti hafa verið á meðal á fjórða hundrað liðsmanna samtakanna sem féllu í rússneskum loftárásum í Raqqa í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda. 16. júní 2017 08:52 Herja nú á ISIS í eyðimörkinn Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak. 23. nóvember 2017 16:49 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams gæti hafa verið á meðal á fjórða hundrað liðsmanna samtakanna sem féllu í rússneskum loftárásum í Raqqa í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda. 16. júní 2017 08:52
Herja nú á ISIS í eyðimörkinn Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak. 23. nóvember 2017 16:49
Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45