Baghdadi særðist alvarlega í árás í maí Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2018 15:54 Baghdadi í al-Nuri moskunni í Mosul árið 2014. Vísir/AFP Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, særðist alvarlega í maí í fyrra og þurfti að láta af stjórn hryðjuverkasamtakanna um mánaða skeið. Hann er nú sagður vera í Sýrlandi, við landamæri Írak, og í slæmu ástandi bæði líkamlega og andlega. Abu Ali al-Basri, yfirmaður leyniþjónustu Írak, hélt þessu fram í morgun og sagði yfirvöld Írak hafa sterkar heimildir fyrir ástandi Baghdadi. Þær byggðu á yfirheyrslum yfir fönguðum ISIS-liðum og frásögnum flóttafólks á svæðinu.CNN hefur þetta einnig eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Talið er að Baghdadi hafi særst í loftárás nærri Raqqa en ekki er vitað hver gerði umrædda árás. Á þeim tíma voru sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra að umkringja Raqqa sem var nokkurs konar höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins. Þær aðgerðir voru studdar af Bandaríkjunum.Meiðsl Baghdadi voru ekki sögð vera lífshættuleg en þau voru þó það slæm að hann gat ekki stjórnað samtökunum sjálfur í allt að fimm mánuði. Þá mun hann ekki geta gengið án aðstoðar vegna fótbrota. Auk þess er hann sagður glíma við sykursýki. Baghdadi hefur aðeins einu sinni komið fram opinberlega en það var í al-Nuri moskunni í Mosul í júlí 2014, þar sem hann lýsti yfir stofnun kalífadæmisins. Síðan þá hefur írakski herinn og sveitir hliðhollar yfirvöldum í Baghdad rekið ISIS-liða frá Mosul. ISIS-liðar sprengdu hina fornu mosku þó í loft upp áður en þeir yfirgáfu svæðið.Þá hefur Baghdadi einungis sent frá sér hljóðupptökur síðan og þá síðustu í september. Þá reyndi hann að stappa stálinu í vígamenn sína sem voru á undanhaldi á öllum vígstöðvum í Írak og Sýrlandi.Síðan þá hafa samtökin tapað nánast öllu umráðasvæði sínu nema í Efratdalnum í Sýrlandi og í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Talið er að Baghdadi sé í felum þar en um stórt og strjálbýlt svæði er að ræða svo erfitt er að finna hann. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams gæti hafa verið á meðal á fjórða hundrað liðsmanna samtakanna sem féllu í rússneskum loftárásum í Raqqa í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda. 16. júní 2017 08:52 Herja nú á ISIS í eyðimörkinn Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak. 23. nóvember 2017 16:49 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, særðist alvarlega í maí í fyrra og þurfti að láta af stjórn hryðjuverkasamtakanna um mánaða skeið. Hann er nú sagður vera í Sýrlandi, við landamæri Írak, og í slæmu ástandi bæði líkamlega og andlega. Abu Ali al-Basri, yfirmaður leyniþjónustu Írak, hélt þessu fram í morgun og sagði yfirvöld Írak hafa sterkar heimildir fyrir ástandi Baghdadi. Þær byggðu á yfirheyrslum yfir fönguðum ISIS-liðum og frásögnum flóttafólks á svæðinu.CNN hefur þetta einnig eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Talið er að Baghdadi hafi særst í loftárás nærri Raqqa en ekki er vitað hver gerði umrædda árás. Á þeim tíma voru sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra að umkringja Raqqa sem var nokkurs konar höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins. Þær aðgerðir voru studdar af Bandaríkjunum.Meiðsl Baghdadi voru ekki sögð vera lífshættuleg en þau voru þó það slæm að hann gat ekki stjórnað samtökunum sjálfur í allt að fimm mánuði. Þá mun hann ekki geta gengið án aðstoðar vegna fótbrota. Auk þess er hann sagður glíma við sykursýki. Baghdadi hefur aðeins einu sinni komið fram opinberlega en það var í al-Nuri moskunni í Mosul í júlí 2014, þar sem hann lýsti yfir stofnun kalífadæmisins. Síðan þá hefur írakski herinn og sveitir hliðhollar yfirvöldum í Baghdad rekið ISIS-liða frá Mosul. ISIS-liðar sprengdu hina fornu mosku þó í loft upp áður en þeir yfirgáfu svæðið.Þá hefur Baghdadi einungis sent frá sér hljóðupptökur síðan og þá síðustu í september. Þá reyndi hann að stappa stálinu í vígamenn sína sem voru á undanhaldi á öllum vígstöðvum í Írak og Sýrlandi.Síðan þá hafa samtökin tapað nánast öllu umráðasvæði sínu nema í Efratdalnum í Sýrlandi og í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Talið er að Baghdadi sé í felum þar en um stórt og strjálbýlt svæði er að ræða svo erfitt er að finna hann.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams gæti hafa verið á meðal á fjórða hundrað liðsmanna samtakanna sem féllu í rússneskum loftárásum í Raqqa í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda. 16. júní 2017 08:52 Herja nú á ISIS í eyðimörkinn Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak. 23. nóvember 2017 16:49 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams gæti hafa verið á meðal á fjórða hundrað liðsmanna samtakanna sem féllu í rússneskum loftárásum í Raqqa í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda. 16. júní 2017 08:52
Herja nú á ISIS í eyðimörkinn Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak. 23. nóvember 2017 16:49
Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45