Birgir Þór Harðarson hefur verið ráðinn sem framleiðslustjóri hjá H:N Markaðssamskiptum.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að hann hafi áður starfað hjá Kjarnanum. „Birgir Þór er 28 ára - uppalinn í Smáíbúðahverfinu. Hann gekk í Réttarholtsskóla en þaðan lá leiðin í Verslunarskóla Íslands og svo í Háskóla Íslands, þar sem hann lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Birgir Þór gríðarlega reynslu úr fjölmiðlaheiminum. Sautján ára hóf hann störf í umbroti á Fréttablaðinu en starfaði síðar sem blaðamaður þar. Hann er einn stofnenda Kjarnans og starfaði þar sem vefstjóri um fjögurra ára skeið áður en hann færði sig um set yfir til H:N Markaðssamskipta,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir að á Kjarnanum hafi Birgir Þór meðal annars stýrt framleiðslu efnis, hannað heimasíðu miðilsins, stýrt upptökum á hljóðvarpsþáttum auk þess að skrifa inn á vefinn. Hann var tilnefndur til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra, á Degi íslenskra náttúru, fyrir umfjöllun um loftslagsmál í Kjarnanum, veturinn 2016 - 2017.
Birgir Þór til H:N Markaðssamskipta
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent

Bjartara yfir við opnun markaða
Viðskipti erlent

Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna
Viðskipti innlent

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent

Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson
Viðskipti innlent

Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag
Viðskipti innlent

Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum
Viðskipti innlent

Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent
