Haukar halda sigurgöngunni áfram Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 21:00 Helena Sverrisdóttir vísir/getty Haukakonur sitja einar á toppi Domino's deild kvenna eftir leiki kvöldsins en þær sóttu tvö stig í Ásgarð í Garðabæ. Þær hafa nú unnið 11 deildarleiki í röð. Fyrir leiki kvöldsins voru Haukar og Valur jöfn á toppnum. Valskonur töðupu hins vegar fyrir Blikum á meðan Haukar unnu Stjörnuna svo Haukakonur eiga toppsætið einar eftir 22. umferð. Haukar settu tóninn strax frá upphafi. Stjarnan skoraði fyrstu körfuna en næstu þrjár voru Haukakvenna. Þær komust fljótt í ágæta forystu og fóru með 13-22 forystu eftir fyrsta leikhluta. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og munaði tíu stigum í hálfleik. Heimakonur í Stjörnunni byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig, 52-55, fyrir loka fjórðunginn. Leikurinn var í járnum allan loka leikhlutann en Haukar sigldu sigrinum heim, 72-74. Skallagrímur valtaði yfir Njarðvík í Fjósinu í Borgarnesi og eru grænir Suðurnesingar enn án stiga á botni deildarinnar. Skallagrímskonur eiga þó enn möguleika á að ná sæti í úrslitakeppninni, þær eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í fjórða sæti þegar sex umferðir eru eftir. Jafnt var með liðunum í fyrsta leikhluta en heimakonur leiddu með þremur stigum 23-20. Þær skoruðu aftur 23 stig í öðrum fjórðungi á meðan Njarðvík gerði stigi minna en í þeim fyrsta, 19, og staðan því 46-39 í hálfleik. Nokkuð jafnt var með liðunum í þriðja leikhluta og munurinn sjö stig fyrir síðasta fjórðunginn. Þegar stutt var liðið á fjórða leikhluta tók Skallagrímur 14-0 kafla og kom muninum upp í 20 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá var í raun orðið út um leikinn, leikurinn endaði með 25 stiga sigri heimakvenna 91-66. Snæfell fjarlægðist úrslitakeppnina með tapi suður með sjó í Keflavík. Snæfell er nú með 18 stig í 7. sæti, fjórum stigum á eftir Stjörnunni og bæði Skallagrímur og Breiðablik eru með 20 stig í 5. og 6. sætinu. Gestirnir frá Stykkishólmi áttu á brattann að sækja frá upphafi og voru 12 stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Þær unnu annan leikhluta, en aðeins með tveimur stigum og munurinn því tíu stig í hálfleik, 50-40. Keflavík kláraði svo leikinn í þriðja leikhluta, þær unnu hann 22-13 og voru komnar með 19 stiga forystu fyrir síðasta fjórðunginn. Lokatölur urðu 91-70.Stjarnan-Haukar 72-74 (13-22, 17-18, 22-15, 20-19)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/11 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/4 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/4 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Haukar: Whitney Michelle Frazier 27/18 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 11/9 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6.Skallagrímur-Njarðvík 91-66 (23-20, 23-19, 12-12, 33-15)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 23/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 12, Bríet Lilja Sigurðardóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst/4 varin skot, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0/5 stoðsendingar.Njarðvík: Shalonda R. Winton 25/24 fráköst, Ína María Einarsdóttir 13, Björk Gunnarsdótir 9/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 7, Hulda Bergsteinsdóttir 6, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Hrund Skúladóttir 2, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2.Keflavík-Snæfell 91-70 (29-17, 21-23, 22-13, 19-17) Keflavík: Brittanny Dinkins 40/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/9 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst, Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/7 fráköst/6 stolnir, Júlia Scheving Steindórsdóttir 16, Andrea Bjort Olafsdottir 10/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst/3 varin skot, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Sjá meira
Haukakonur sitja einar á toppi Domino's deild kvenna eftir leiki kvöldsins en þær sóttu tvö stig í Ásgarð í Garðabæ. Þær hafa nú unnið 11 deildarleiki í röð. Fyrir leiki kvöldsins voru Haukar og Valur jöfn á toppnum. Valskonur töðupu hins vegar fyrir Blikum á meðan Haukar unnu Stjörnuna svo Haukakonur eiga toppsætið einar eftir 22. umferð. Haukar settu tóninn strax frá upphafi. Stjarnan skoraði fyrstu körfuna en næstu þrjár voru Haukakvenna. Þær komust fljótt í ágæta forystu og fóru með 13-22 forystu eftir fyrsta leikhluta. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og munaði tíu stigum í hálfleik. Heimakonur í Stjörnunni byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig, 52-55, fyrir loka fjórðunginn. Leikurinn var í járnum allan loka leikhlutann en Haukar sigldu sigrinum heim, 72-74. Skallagrímur valtaði yfir Njarðvík í Fjósinu í Borgarnesi og eru grænir Suðurnesingar enn án stiga á botni deildarinnar. Skallagrímskonur eiga þó enn möguleika á að ná sæti í úrslitakeppninni, þær eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í fjórða sæti þegar sex umferðir eru eftir. Jafnt var með liðunum í fyrsta leikhluta en heimakonur leiddu með þremur stigum 23-20. Þær skoruðu aftur 23 stig í öðrum fjórðungi á meðan Njarðvík gerði stigi minna en í þeim fyrsta, 19, og staðan því 46-39 í hálfleik. Nokkuð jafnt var með liðunum í þriðja leikhluta og munurinn sjö stig fyrir síðasta fjórðunginn. Þegar stutt var liðið á fjórða leikhluta tók Skallagrímur 14-0 kafla og kom muninum upp í 20 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá var í raun orðið út um leikinn, leikurinn endaði með 25 stiga sigri heimakvenna 91-66. Snæfell fjarlægðist úrslitakeppnina með tapi suður með sjó í Keflavík. Snæfell er nú með 18 stig í 7. sæti, fjórum stigum á eftir Stjörnunni og bæði Skallagrímur og Breiðablik eru með 20 stig í 5. og 6. sætinu. Gestirnir frá Stykkishólmi áttu á brattann að sækja frá upphafi og voru 12 stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Þær unnu annan leikhluta, en aðeins með tveimur stigum og munurinn því tíu stig í hálfleik, 50-40. Keflavík kláraði svo leikinn í þriðja leikhluta, þær unnu hann 22-13 og voru komnar með 19 stiga forystu fyrir síðasta fjórðunginn. Lokatölur urðu 91-70.Stjarnan-Haukar 72-74 (13-22, 17-18, 22-15, 20-19)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/11 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/4 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/4 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Haukar: Whitney Michelle Frazier 27/18 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 11/9 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6.Skallagrímur-Njarðvík 91-66 (23-20, 23-19, 12-12, 33-15)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 23/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 12, Bríet Lilja Sigurðardóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst/4 varin skot, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0/5 stoðsendingar.Njarðvík: Shalonda R. Winton 25/24 fráköst, Ína María Einarsdóttir 13, Björk Gunnarsdótir 9/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 7, Hulda Bergsteinsdóttir 6, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Hrund Skúladóttir 2, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2.Keflavík-Snæfell 91-70 (29-17, 21-23, 22-13, 19-17) Keflavík: Brittanny Dinkins 40/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/9 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst, Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/7 fráköst/6 stolnir, Júlia Scheving Steindórsdóttir 16, Andrea Bjort Olafsdottir 10/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst/3 varin skot, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Sjá meira