Heimsótti Messi og þeir fóru saman yfir Íslandsleikinn og HM-plönin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 09:30 Lionel Messi fagnar marki með Barcelona um síðustu helgi. Vísir/Getty Flestir Íslendingar eru orðnir mjög spenntir fyrir fyrsta leik íslenska fótboltalandsliðsins í úrslitakeppni HM sem verður á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu 16. júní næstkomandi. Forseti argentínska sambandsins er líka orðinn mjög spenntur. Claudio Tapia, forseti argentínska sambandins, mætti til Barcelona í þessari viku og heimsótti landsliðsfyrirliðann Lionel Messi. Messi bauð Tapia heim til sína og þar fóru þeir saman yfir Íslandsleikinn og öll HM-plönin. Argentínumenn komust alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum síðan en töpuðu þá í framlengdum úrslitaleik á móti Þýskalandi. Þeir urðu síðast heimsmeistarar 1986 en töpuðu úrslitaleiknum líka árið 1990. Claudio Tapia lét heiminn vita af fundinum með því að birta mynd af þeim félögum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Una linda mañana de charla, mates y unos regalitos para el capitán de nuestra selección @argentina#messi @TeamMessipic.twitter.com/XMBw17RwVe — Chiqui Tapia (@tapiachiqui) February 26, 2018 Undirbúningur Argentínska landsliðsins fer í gegnum Barcelona því argentínska landsliðið mun eyða átta dögum í Katalóníu, frá 1. til 8. júní, áður en liðið flýgur áfram til Rússlands. Liðið mun væntanlega spilað vináttulandsleik við landslið Katalóníu á þessari viku sinni í Barcelona. Claudio Tapia hitti einnig Josep Maria Bartomeu, forseta Barcelona, í ferð sinni yfir Atlantshafið. Tapia hefur væntanlega reynt að pressa á það að Lionel Messi fái meiri hvíld á lokakafla tímabilsins en það er mikilvægt fyrir argentínska landsliðið að Messi mæti frískur inn á HM í sumar. Lionel Messi hefur skorað 22 mörk og gefið 12 stoðsendingar í 25 leikjum í spænsku deildinni en þar er Barcelona með sjö stiga forskot á Atletico Madrid. Vinni Barcelona Atletico Madrid á sunndaginn þá ætti titilinn að vera svo gott sem tryggður. Það ætti að gefa Barcelona fínt tækifæri til að hvíla Messi í síðustu deildarleikjum tímabilsins en þeir þurfa á honum að halda í hinum keppnunum eins og Meisataradeildinni þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í fyrri leik 16 liða úrslita Meistaradeildarinnar. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Flestir Íslendingar eru orðnir mjög spenntir fyrir fyrsta leik íslenska fótboltalandsliðsins í úrslitakeppni HM sem verður á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu 16. júní næstkomandi. Forseti argentínska sambandsins er líka orðinn mjög spenntur. Claudio Tapia, forseti argentínska sambandins, mætti til Barcelona í þessari viku og heimsótti landsliðsfyrirliðann Lionel Messi. Messi bauð Tapia heim til sína og þar fóru þeir saman yfir Íslandsleikinn og öll HM-plönin. Argentínumenn komust alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum síðan en töpuðu þá í framlengdum úrslitaleik á móti Þýskalandi. Þeir urðu síðast heimsmeistarar 1986 en töpuðu úrslitaleiknum líka árið 1990. Claudio Tapia lét heiminn vita af fundinum með því að birta mynd af þeim félögum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Una linda mañana de charla, mates y unos regalitos para el capitán de nuestra selección @argentina#messi @TeamMessipic.twitter.com/XMBw17RwVe — Chiqui Tapia (@tapiachiqui) February 26, 2018 Undirbúningur Argentínska landsliðsins fer í gegnum Barcelona því argentínska landsliðið mun eyða átta dögum í Katalóníu, frá 1. til 8. júní, áður en liðið flýgur áfram til Rússlands. Liðið mun væntanlega spilað vináttulandsleik við landslið Katalóníu á þessari viku sinni í Barcelona. Claudio Tapia hitti einnig Josep Maria Bartomeu, forseta Barcelona, í ferð sinni yfir Atlantshafið. Tapia hefur væntanlega reynt að pressa á það að Lionel Messi fái meiri hvíld á lokakafla tímabilsins en það er mikilvægt fyrir argentínska landsliðið að Messi mæti frískur inn á HM í sumar. Lionel Messi hefur skorað 22 mörk og gefið 12 stoðsendingar í 25 leikjum í spænsku deildinni en þar er Barcelona með sjö stiga forskot á Atletico Madrid. Vinni Barcelona Atletico Madrid á sunndaginn þá ætti titilinn að vera svo gott sem tryggður. Það ætti að gefa Barcelona fínt tækifæri til að hvíla Messi í síðustu deildarleikjum tímabilsins en þeir þurfa á honum að halda í hinum keppnunum eins og Meisataradeildinni þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í fyrri leik 16 liða úrslita Meistaradeildarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira