Gagnrýnir að upplýsingar úr skýrslutöku lögreglu séu birtar Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. febrúar 2018 07:00 Ítarlegar upplýsingar úr skýrslutökum yfir kærendum eru birtar í gæsluvarðhaldsúrskurðinum á netinu sem greint var frá í gær. Á einum stað er nákvæmlega greint frá skyldleika eins kæranda við sakborning. Vísir/vilhelm „Ég er búinn að gera athugasemd við þetta hjá lögreglu,“segir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður þriggja ungmenna sem hafa kært fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir kynferðisofbeldi. Hann gagnrýnir að gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum hafi verið birtur á netinu.Greint var frá úrskurðinum í fjölmiðlum í gær. Sævar kveðst hafa gert athugasemdina um leið og hann vissi af úrskurðinum. Samkvæmt úrskurði Landsréttar er maðurinn grunaður um brot gegn sjö börnum á árunum 1998 til 2012. Brotin geta varðað allt að 16 ára fangelsi. „Brot þau, sem til rannsóknar eru, yrðu að teljast svívirðileg að almenningsáliti ef sönnuð yrðu. Þegar á allt er horft þykir verða að telja nauðsynlegt vegna almannahagsmuna að taka kröfu lögreglustjóra til greina,“ segir í úrskurðinum þar sem fallist er á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar til 16. mars.Sjá einnig: Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota „Það er verið að fjalla um hluti sem koma fram í skýrslutöku hjá lögreglu og ég hefði ekki talið það tímabært að fara að fjalla um vitnisburði umbjóðenda minna hjá lögreglunni á þessu stigi málsins,“ segir Sævar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst kveða reglur dómstólsins á um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu birtir opinberlega, án nafna og kennitölu sakbornings eða annarra sem skýrsla er tekin af, þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli almannahagsmuna. Þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli rannsóknarhagsmuna geti lögregla krafist þess að úrskurður sé ekki birtur opinberlega. Á einum stað í úrskurðinum segir að þeir sjö einstaklingar sem hafi lagt fram kæru í málinu séu mjög misjafnlega tengdir, ýmist náskyldir, vinir eða ótengdir sín á milli. Á öðrum stað er nákvæmlega greint frá skyldleika eins kærandans við sakborning. „Það er líka athugavert,“ segir Sævar.„En það er eitt sem ég hef líka reynt að ítreka í þessu máli við fjölmiðla og það er að umbjóðendur mínir eru ekki vinir þessa manns. Þetta eru ekki vinabönd. Þau fengu ábendingar um að hann væri stuðningsfulltrúi vegna starfa hans fyrir barnaverndarnefnd og þau leituðu til hans út af því. En það eru engin vinatengsl milli þessara aðila.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Ég er búinn að gera athugasemd við þetta hjá lögreglu,“segir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður þriggja ungmenna sem hafa kært fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir kynferðisofbeldi. Hann gagnrýnir að gæsluvarðhaldsúrskurður Landsréttar yfir manninum hafi verið birtur á netinu.Greint var frá úrskurðinum í fjölmiðlum í gær. Sævar kveðst hafa gert athugasemdina um leið og hann vissi af úrskurðinum. Samkvæmt úrskurði Landsréttar er maðurinn grunaður um brot gegn sjö börnum á árunum 1998 til 2012. Brotin geta varðað allt að 16 ára fangelsi. „Brot þau, sem til rannsóknar eru, yrðu að teljast svívirðileg að almenningsáliti ef sönnuð yrðu. Þegar á allt er horft þykir verða að telja nauðsynlegt vegna almannahagsmuna að taka kröfu lögreglustjóra til greina,“ segir í úrskurðinum þar sem fallist er á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar til 16. mars.Sjá einnig: Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota „Það er verið að fjalla um hluti sem koma fram í skýrslutöku hjá lögreglu og ég hefði ekki talið það tímabært að fara að fjalla um vitnisburði umbjóðenda minna hjá lögreglunni á þessu stigi málsins,“ segir Sævar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst kveða reglur dómstólsins á um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu birtir opinberlega, án nafna og kennitölu sakbornings eða annarra sem skýrsla er tekin af, þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli almannahagsmuna. Þegar gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli rannsóknarhagsmuna geti lögregla krafist þess að úrskurður sé ekki birtur opinberlega. Á einum stað í úrskurðinum segir að þeir sjö einstaklingar sem hafi lagt fram kæru í málinu séu mjög misjafnlega tengdir, ýmist náskyldir, vinir eða ótengdir sín á milli. Á öðrum stað er nákvæmlega greint frá skyldleika eins kærandans við sakborning. „Það er líka athugavert,“ segir Sævar.„En það er eitt sem ég hef líka reynt að ítreka í þessu máli við fjölmiðla og það er að umbjóðendur mínir eru ekki vinir þessa manns. Þetta eru ekki vinabönd. Þau fengu ábendingar um að hann væri stuðningsfulltrúi vegna starfa hans fyrir barnaverndarnefnd og þau leituðu til hans út af því. En það eru engin vinatengsl milli þessara aðila.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Mál starfsmanns barnaverndar: Einn þolandi segist hafa misst tölu á fjölda brota Maðurinn neitar sök en lögregla telur að brot hans hafi verið sleitulaus frá 1998-2010. 26. febrúar 2018 14:45