FH leiðir eftir fyrri daginn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 15:26 Ari Bragi Kárason var í eldlínunni í dag. mynd/frí Fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Spennan var líklegast mest fyrir 60 metra spretthlaupið en Dóróthea Jóhannesdóttir sigraði í kvennaflokki á 7,71 sekúndu sem er hennar besti árangur. Mjög mjótt var á mununum en aðeins tveimur sekúndubrotum munaði á Dórótheu og Andreu Torfadóttur sem varð í öðru sæti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð þriðja á 7,83 sekúndum. Allar þrjár keppa undir merkjum FH. Fyrir mótið átti Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR besta tíma ársins í greininni, 7,66 sekúndur. Hrafnhild var ekki meðal þáttakenda í dag og náði enginn að bæta tíma hennar, Andrea komst þó nærri því þegar hún sigraði undanúrslitin á 7,69 sekúndum sem var hennar besti árangur á ferlinum. FH-ingurinn Ari Bragi Kárason sigraði í karlaflokki á tímanum 6,94 sekúndum. Næstur var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS á 7 sekúndum sléttum og Dagur Andri Einarsson, FH, varð þriðji á 7,04 sekúndum. Ari Bragi hafði áður bætt persónulegt met sitt í undanúrslitunum þegar hann fór á 6,92 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins þegar hún sigraði hástökkskeppnina. Hún stökk hæst 1,73 metra sem er jöfnun á hennar besta árangri. María varð önnur í greininni á Smáþjóðaleikunum á síðasta ári. Jafnar í öðru og þriðja sæti urðu Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS og Fjölniskonan Helga Þóra Sigurjónsdóttir. Þær stukku báðar 1,70 metra. Bjarki Gíslason úr KFA vann gullið í stangarstökki með yfirburðum. Hann stökk hæst 4,95 metra en næsti maður stökk hæst 4,52 metra. Það var Andri Fannar Gíslason, liðsfélagi Bjarka úr KFA. Þriðji varð Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, með 4,42 metra. ÍR-ingar hirtu öll verðlaunin í þrístökki kvenna. Hildigunnur Þórarinsdóttir stökk lengst allra, 11,66 metra. Vilborg María Loftsdóttir varð önnur með 10,95 metra stökk og Elma Sól Halldórsdóttir setti persónulegt met með því að fara 10,84 metra. Í 1500 metra hlaupi vann Sæmundur Ólafsson úr ÍR í karlaflokki en María Birkisdóttir, FH, tók Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Bjarki Rúnar Kristinsson stökk lengst allra í þrístökki karla með stökki upp á 14,09 metra sem er hans besti árangur. Andri Snær Ólafsson Lukes, Ármanni, og Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR, urðu í öðru og þriðja sæti. Kristján Viktor Kristinsson bætti sinn besta árangur með kasti upp á 15,77 metra í kúluvarpi sem tryggði honum Íslandsmeistaratitilinn. Kormákur Ari Hafliðason vann 400m hlaup karla og Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki. FH er með mikla forystu í stigakeppninni eftir fyrsta keppnisdag með 18114 stig. ÍR kemur næst á eftir með 10263 stig og Breiðablik er með 9030. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Spennan var líklegast mest fyrir 60 metra spretthlaupið en Dóróthea Jóhannesdóttir sigraði í kvennaflokki á 7,71 sekúndu sem er hennar besti árangur. Mjög mjótt var á mununum en aðeins tveimur sekúndubrotum munaði á Dórótheu og Andreu Torfadóttur sem varð í öðru sæti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð þriðja á 7,83 sekúndum. Allar þrjár keppa undir merkjum FH. Fyrir mótið átti Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR besta tíma ársins í greininni, 7,66 sekúndur. Hrafnhild var ekki meðal þáttakenda í dag og náði enginn að bæta tíma hennar, Andrea komst þó nærri því þegar hún sigraði undanúrslitin á 7,69 sekúndum sem var hennar besti árangur á ferlinum. FH-ingurinn Ari Bragi Kárason sigraði í karlaflokki á tímanum 6,94 sekúndum. Næstur var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS á 7 sekúndum sléttum og Dagur Andri Einarsson, FH, varð þriðji á 7,04 sekúndum. Ari Bragi hafði áður bætt persónulegt met sitt í undanúrslitunum þegar hann fór á 6,92 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins þegar hún sigraði hástökkskeppnina. Hún stökk hæst 1,73 metra sem er jöfnun á hennar besta árangri. María varð önnur í greininni á Smáþjóðaleikunum á síðasta ári. Jafnar í öðru og þriðja sæti urðu Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS og Fjölniskonan Helga Þóra Sigurjónsdóttir. Þær stukku báðar 1,70 metra. Bjarki Gíslason úr KFA vann gullið í stangarstökki með yfirburðum. Hann stökk hæst 4,95 metra en næsti maður stökk hæst 4,52 metra. Það var Andri Fannar Gíslason, liðsfélagi Bjarka úr KFA. Þriðji varð Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, með 4,42 metra. ÍR-ingar hirtu öll verðlaunin í þrístökki kvenna. Hildigunnur Þórarinsdóttir stökk lengst allra, 11,66 metra. Vilborg María Loftsdóttir varð önnur með 10,95 metra stökk og Elma Sól Halldórsdóttir setti persónulegt met með því að fara 10,84 metra. Í 1500 metra hlaupi vann Sæmundur Ólafsson úr ÍR í karlaflokki en María Birkisdóttir, FH, tók Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Bjarki Rúnar Kristinsson stökk lengst allra í þrístökki karla með stökki upp á 14,09 metra sem er hans besti árangur. Andri Snær Ólafsson Lukes, Ármanni, og Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR, urðu í öðru og þriðja sæti. Kristján Viktor Kristinsson bætti sinn besta árangur með kasti upp á 15,77 metra í kúluvarpi sem tryggði honum Íslandsmeistaratitilinn. Kormákur Ari Hafliðason vann 400m hlaup karla og Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki. FH er með mikla forystu í stigakeppninni eftir fyrsta keppnisdag með 18114 stig. ÍR kemur næst á eftir með 10263 stig og Breiðablik er með 9030.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira