Skilti við Hlemm sveiflast „eins og lauf í vindi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 19:47 Viðbragðsaðilar við störf á Hlemmi í kvöld. Vísir/Egill Skilti utan á hótelinu Hlemmur Square við Hlemm í miðborg Reykjavíkur hefur losnað frá byggingunni og sveiflast til og frá í hvössum vindi sem nú er á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsaðilar vinna nú að því að ná skiltinu niður. Lögregluþjónn á vettvangi segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld að verulega hætta sé á að skiltið detti niður. „Það hefur slitnað út frá þremur festingum og svo sveiflast þetta eins og lauf í vindi.“ Búið er að girða af svæðið undir skiltinu til að koma í veg fyrir að það falli á vegfarendur. Þá eru björgunarsveitir mættar á staðinn til aðstoðar auk kranabíls. Aftakaveður er á höfuðborgarsvæðinu en skiltið laflausa er þó fyrsta veðurtengda verkefnið sem lögregla sinnir í kvöld.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum að skiltið umrædda sé einnig fyrsta verkefni kvöldsins hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin séu nú alls þrjú, fyrr í dag sinntu björgunarsveitir tveimur fokútköllum á Hvolsvelli annars vegar og Blönduósi hins vegar. Veður er afar slæmt um allt land og er gul viðvörun Veðurstofu í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestirði, Norðurlandi eystra, Austurlandi að glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Þá er appelsínugul viðvörun í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra.Kranabíll er kominn á vettvang.Vísir/Egill Lögregla vaktar skiltið við Hlemm Square.Vísir/Egill Skiltið sveiflaðist til eins og sjá má á myndinni.Vísir/EgillFréttin hefur verið uppfærð. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun fyrir allt landið: Færð gæti spillst frá hádegi Vindhviður við fjöll gætu farið yfir 40 metra á sekúndu í dag. 23. febrúar 2018 11:30 Heiðarlegur gamaldags stormur fram á nótt, jafnvel rok Viðvörunarstig fyrir Norðvesturland hefur verið hækkað úr gulri viðvörun í appelsínugula viðvörun. 23. febrúar 2018 15:59 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Skilti utan á hótelinu Hlemmur Square við Hlemm í miðborg Reykjavíkur hefur losnað frá byggingunni og sveiflast til og frá í hvössum vindi sem nú er á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsaðilar vinna nú að því að ná skiltinu niður. Lögregluþjónn á vettvangi segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld að verulega hætta sé á að skiltið detti niður. „Það hefur slitnað út frá þremur festingum og svo sveiflast þetta eins og lauf í vindi.“ Búið er að girða af svæðið undir skiltinu til að koma í veg fyrir að það falli á vegfarendur. Þá eru björgunarsveitir mættar á staðinn til aðstoðar auk kranabíls. Aftakaveður er á höfuðborgarsvæðinu en skiltið laflausa er þó fyrsta veðurtengda verkefnið sem lögregla sinnir í kvöld.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum að skiltið umrædda sé einnig fyrsta verkefni kvöldsins hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin séu nú alls þrjú, fyrr í dag sinntu björgunarsveitir tveimur fokútköllum á Hvolsvelli annars vegar og Blönduósi hins vegar. Veður er afar slæmt um allt land og er gul viðvörun Veðurstofu í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestirði, Norðurlandi eystra, Austurlandi að glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Þá er appelsínugul viðvörun í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra.Kranabíll er kominn á vettvang.Vísir/Egill Lögregla vaktar skiltið við Hlemm Square.Vísir/Egill Skiltið sveiflaðist til eins og sjá má á myndinni.Vísir/EgillFréttin hefur verið uppfærð.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun fyrir allt landið: Færð gæti spillst frá hádegi Vindhviður við fjöll gætu farið yfir 40 metra á sekúndu í dag. 23. febrúar 2018 11:30 Heiðarlegur gamaldags stormur fram á nótt, jafnvel rok Viðvörunarstig fyrir Norðvesturland hefur verið hækkað úr gulri viðvörun í appelsínugula viðvörun. 23. febrúar 2018 15:59 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Gul viðvörun fyrir allt landið: Færð gæti spillst frá hádegi Vindhviður við fjöll gætu farið yfir 40 metra á sekúndu í dag. 23. febrúar 2018 11:30
Heiðarlegur gamaldags stormur fram á nótt, jafnvel rok Viðvörunarstig fyrir Norðvesturland hefur verið hækkað úr gulri viðvörun í appelsínugula viðvörun. 23. febrúar 2018 15:59