Af hverju ertu Pírati? Valgerður Árnadóttir skrifar 22. febrúar 2018 16:24 Ég er í framboði til prófkjörs Pírata í borginni og ég er mjög oft spurð hversvegna ég er pírati en ekki vinstri græn eða samfylkingarkona því fólk þekkir mig fyrir að vera umhverfisverndarsinnuð, femínisti og vegan baráttukona og finnst ég eiga frekar heima í flokki sem auglýsir sig sérstaklega „umhverfisverndarflokk” eða „femínistaflokk”. En ég er pírati, vegna þess að hjá Pírötum sameinast allt sem ég hef trú á, píratar eru allskonar, með ólíkan bakgrunn og af báðum kynjum en við eigum það sameiginlegt að trúa á lýðræði, gagnsæji í stjórnsýslu og að við berjumst gegn spillingu og frændhygli. Það er enginn annar flokkur sem hefur jafn ötullega barist fyrir nýrri stjórnarskrá og staðið vörð um lýðræði okkar á öllum vígstöðvum. Píratar pönkast í þeim sem misnota aðstöðu sína og völd og er nokk sama um vinsældarkeppnir eða pólítíska leiki. Leyfið mér að taka nýleg dæmi: Gagnsæi: Ef Björn Leví hefði ekki sóst eftir upplýsingum um greiðslur til þingmanna, meðal annars vegna aksturskostnaðar myndum við ekki vita að Ásmundur Friðriksson fékk 4,6 milljónir í fyrra í aksturskostnað eða að endurskoða þurfi greiðslur til þingmanna og hafa þær aðgengilegar fyrir almenning til að koma í veg fyrir misnotkun á almannafé. Sanngirni: Kjararáð ákvað að hækka laun alþingismanna og ráðherra um 36-44% á einu bretti og Jón Þór pírati og þingmaður ákvað að stefna kjararáði ásamt VR stéttarfélagi fyrir þessa hækkun þar sem hún er úr öllum takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði. Þess er krafist að ákvörðunin sem stefnir stöðugleika á vinnumarkaði í bráða hættu verði tafarlaust ógilt með dómi. Þingmenn annarra flokka virtust bara sáttir með þessa launahækkun og ætluðu ekkert að aðhafast. Réttlæti: Ef Helgi Hrafn og aðrir þingmenn pírata væru ekki enn að pönkast í Sigríði Á Andersen fyrir að brjóta lög þá væru allir búnir að gleyma því, en þau munu ekki hætta, þau leyfa fólki ekki að gleyma því að manneskja í æðsta embætti dómsmála er sek um lögbrot en situr þó enn undir verndarvæng VG og Sjálfstæðismanna. Virðing: Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er formaður velferðarnefndar Alþingis og hefur lagt fram tvenn frumvörp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem eiga að miða að auknum réttindum lífeyrisþega. Annað snýst um afnám svokallaðrar krónu á móti krónu skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna tekna sem lífeyrisþegar afla sér með atvinnuþátttöku annars vegar og að festa frítekjumark tekjutryggingar öryrkja vegna atvinnutekna varanlega í lögunum í stað bráðabirgðaákvæðis sem þarf að endurnýja á hverju ár. Bergþór Þórðarson pírati og frambjóðandi í prófkjöri pírata til borgarstjórnarkosninga samdi frumvörpin og segir réttilega að „Krónu á móti krónu skerðingin er ein sú allra mesta vanvirða við öryrkja og áður aldraða sem stjórnvöldum hefur nokkurn tímann dottið í hug að sýna gagnvart lífeyrisþegum. Skerðingin segir mér að ég sé minna virði heldur en Jón í næsta húsi sem er frískur og fer í vinnuna á hverjum degi og fær greidd laun frá fyrstu mínútu í vinnu.“ Femínismi: Þórhildur Sunna kom sterk inn í síðustu ríkistjórnarkosningum, hún vill láta endurskoða lög varðandi “uppreist æru” og koma í veg fyrir að dæmdir kynferðisafbrotamenn geti starfað sem lögmenn. Hún vakti athygli í #metoo byltingunni og á óhugnalegum metoo-sögum erlendra kvenna á Íslandi og kallaði eftir tafarlausum betrumbótum í samfélaginu. Í kjölfarið hafa píratar stofnað femínistafélag innan flokksins til að undirstrika jafnréttisstefnu flokksins. Þér getur ef til vill þótt Píratar “sérkennilegir hausar” eins og virðuleg eldri kona orðaði það nýlega en það er vegna þess að þeir þurfa ekki að klæðast dýrum jakkafötum eða taka þátt í vinsældarkeppnum til að mark sé á þeim takandi, málefni þeirra standa fyrir sig sjálf og þú veist alltaf hvar þú hefur þá. Ég er pírati því Píratar eru mestu töffararnir, svo einfalt er það.Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég er í framboði til prófkjörs Pírata í borginni og ég er mjög oft spurð hversvegna ég er pírati en ekki vinstri græn eða samfylkingarkona því fólk þekkir mig fyrir að vera umhverfisverndarsinnuð, femínisti og vegan baráttukona og finnst ég eiga frekar heima í flokki sem auglýsir sig sérstaklega „umhverfisverndarflokk” eða „femínistaflokk”. En ég er pírati, vegna þess að hjá Pírötum sameinast allt sem ég hef trú á, píratar eru allskonar, með ólíkan bakgrunn og af báðum kynjum en við eigum það sameiginlegt að trúa á lýðræði, gagnsæji í stjórnsýslu og að við berjumst gegn spillingu og frændhygli. Það er enginn annar flokkur sem hefur jafn ötullega barist fyrir nýrri stjórnarskrá og staðið vörð um lýðræði okkar á öllum vígstöðvum. Píratar pönkast í þeim sem misnota aðstöðu sína og völd og er nokk sama um vinsældarkeppnir eða pólítíska leiki. Leyfið mér að taka nýleg dæmi: Gagnsæi: Ef Björn Leví hefði ekki sóst eftir upplýsingum um greiðslur til þingmanna, meðal annars vegna aksturskostnaðar myndum við ekki vita að Ásmundur Friðriksson fékk 4,6 milljónir í fyrra í aksturskostnað eða að endurskoða þurfi greiðslur til þingmanna og hafa þær aðgengilegar fyrir almenning til að koma í veg fyrir misnotkun á almannafé. Sanngirni: Kjararáð ákvað að hækka laun alþingismanna og ráðherra um 36-44% á einu bretti og Jón Þór pírati og þingmaður ákvað að stefna kjararáði ásamt VR stéttarfélagi fyrir þessa hækkun þar sem hún er úr öllum takti við almennar hækkanir á vinnumarkaði. Þess er krafist að ákvörðunin sem stefnir stöðugleika á vinnumarkaði í bráða hættu verði tafarlaust ógilt með dómi. Þingmenn annarra flokka virtust bara sáttir með þessa launahækkun og ætluðu ekkert að aðhafast. Réttlæti: Ef Helgi Hrafn og aðrir þingmenn pírata væru ekki enn að pönkast í Sigríði Á Andersen fyrir að brjóta lög þá væru allir búnir að gleyma því, en þau munu ekki hætta, þau leyfa fólki ekki að gleyma því að manneskja í æðsta embætti dómsmála er sek um lögbrot en situr þó enn undir verndarvæng VG og Sjálfstæðismanna. Virðing: Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er formaður velferðarnefndar Alþingis og hefur lagt fram tvenn frumvörp um breytingar á lögum um almannatryggingar sem eiga að miða að auknum réttindum lífeyrisþega. Annað snýst um afnám svokallaðrar krónu á móti krónu skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna tekna sem lífeyrisþegar afla sér með atvinnuþátttöku annars vegar og að festa frítekjumark tekjutryggingar öryrkja vegna atvinnutekna varanlega í lögunum í stað bráðabirgðaákvæðis sem þarf að endurnýja á hverju ár. Bergþór Þórðarson pírati og frambjóðandi í prófkjöri pírata til borgarstjórnarkosninga samdi frumvörpin og segir réttilega að „Krónu á móti krónu skerðingin er ein sú allra mesta vanvirða við öryrkja og áður aldraða sem stjórnvöldum hefur nokkurn tímann dottið í hug að sýna gagnvart lífeyrisþegum. Skerðingin segir mér að ég sé minna virði heldur en Jón í næsta húsi sem er frískur og fer í vinnuna á hverjum degi og fær greidd laun frá fyrstu mínútu í vinnu.“ Femínismi: Þórhildur Sunna kom sterk inn í síðustu ríkistjórnarkosningum, hún vill láta endurskoða lög varðandi “uppreist æru” og koma í veg fyrir að dæmdir kynferðisafbrotamenn geti starfað sem lögmenn. Hún vakti athygli í #metoo byltingunni og á óhugnalegum metoo-sögum erlendra kvenna á Íslandi og kallaði eftir tafarlausum betrumbótum í samfélaginu. Í kjölfarið hafa píratar stofnað femínistafélag innan flokksins til að undirstrika jafnréttisstefnu flokksins. Þér getur ef til vill þótt Píratar “sérkennilegir hausar” eins og virðuleg eldri kona orðaði það nýlega en það er vegna þess að þeir þurfa ekki að klæðast dýrum jakkafötum eða taka þátt í vinsældarkeppnum til að mark sé á þeim takandi, málefni þeirra standa fyrir sig sjálf og þú veist alltaf hvar þú hefur þá. Ég er pírati því Píratar eru mestu töffararnir, svo einfalt er það.Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun