Skuldaprísundir Þorvaldur Gylfason skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Ein helzta skylda almannavaldsins er að tryggja jafnræði milli manna. Þetta stendur skýrum stöfum t.d. í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna frá 1776. Hún hefst svo að loknum aðfaraorðum (í þýðingu Jóns Ólafssonar ritstjóra frá 1884): „Vér ætlum þessi sannindi auðsæ af sjálfum sér: – að allir menn eru skapaðir jafnir; að þeir eru af skapara sínum gæddir ýmsum ósviftanlegum réttindum; að á meðal þessara réttinda eru líf, frelsi og viðleitni til velvegnunar; …“ Sams konar ákvæði er einnig að finna í stjórnarskrá Íslands frá 1944 en þó ekki fyrr en í 65. grein af 81: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda ...“ Nýja stjórnarskráin frá 2011 sem Alþingi er enn að reyna að koma sér undan að staðfesta orðar þessa hugsun betur, finnst mér (og fyrr, í 6. grein af 114): „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda …“ Aðfaraorðin framan við sjálfan stjórnarskrártextann leggja línuna: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.“ Jafnræðiskrafan birtist strax í blábyrjun frumvarpsins.Að jafna aðstöðumun Skylda almannavaldsins snýr m.a. að því að tryggja rétt þeirra sem höllum fæti standa gagnvart öðrum sem síður þurfa á sérstakri vernd að halda. Tökum dæmi. Sérstök ákvæði eru í lögum til að vernda sjúklinga gegn læknum þar eð læknarnir vita svo miklu meira um veikindi en flestir sjúklingar. Sama mætti segja um bílaviðgerðamenn og bíleigendur, en þar er aðstöðumunurinn jafnan talinn vera viðurhlutaminni svo löggjafinn lætur sér nægja almenn úrræði varðandi slík samskipti. Vandinn varðandi aðstöðumun í heilbrigðisþjónustunni er einkum brýnn í þeim löndum þar sem hún er að miklu leyti einkarekin því þá eru stundum miklir fjárhagsmunir í húfi.Lyfjafyrirtæki … Á þetta hefur reynt í Bandaríkjunum síðustu ár. Lyfjafyrirtæki fengu þingið til að létta hömlum af sölu vanabindandi verkjalyfja. Slík lyf hafa flætt yfir landið og leitt til faraldurs ótímabærra dauðsfalla af völdum of stórra skammta. Slík dauðsföll eru nú þriðja algengasta dánarorsök Bandaríkjamanna á eftir hjartasjúkdómum og krabbameini. Meðalævi Bandaríkjamanna hefur stytzt tvö síðustu ár. Fyrirtækin vissu hvað þau voru að gera þegar þau fengu þingið til að fella úr lögum þá vernd sem sjúklingar höfðu áður gegn lyfjafyrirtækjum. Þau buðu starfsmönnum Lyfjaeftirlitsins (Drug Enforcement Administration) gull og græna skóga fyrir að ganga til liðs við þau og grafa undan eftirlitinu. Þetta skiptir máli ekki aðeins fyrir heill og hamingju einstaklinga heldur fyrir samfélagið allt. Fylgi Trumps forseta í forsetakosningunum 2016 stóð í beinu sambandi við útbreiðslu dauðsfallafaraldursins sýslu fyrir sýslu um landið allt eins og hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur kortlagt ásamt konu sinni Anne Case. Forsetinn hefur því hag af því líkt og lyfjafyrirtækin að fólkið haldi áfram að hrynja niður af völdum of stórra skammta nema hægt sé að opna augu kjósenda fyrir samhenginu.… og bankar Sama munstur er vel þekkt í bankaheiminum. Fram að hruni 2008 löðuðu bankar til sín fjármálaeftirlitsmenn gagngert til að veikja eftirlitið. Hliðstæðan við lyfjabransann nær lengra því bankamenn vita yfirleitt meira um fjármál og fjármálagerninga en flestir viðskiptavinir þeirra. Sérstök ákvæði eru í lögum til að vernda viðskiptavini banka gegn bankamönnum, þ.e. til að vernda saklaust fólk gegn óprúttnum sölumönnum og þá um leið gegn sjálfu sér. Þaðan er t.d. ættað bannið gegn verðtryggingu neyzlulána sem bönkum hélzt uppi að brjóta gegn árum saman án þess að Seðlabanki Íslands segði múkk eða Alþingi. Lagavernd almennings hefur ekki dugað betur en svo að enn eru dómstólar að dæma að því er virðist saklaust fólk frá eignum sínum þótt bráðum séu tíu ár liðin frá hruni. Aukin umsvif smálánafyrirtækja sem hafa hneppt fjölda fólks í fjötra vitna enn frekar um vanhirðu almannavaldsins. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki ganga á lagið. Stjórnendur þeirra vita að þeim fyrirgefst jafnan meira en skuldunautum þeirra og þeir gera út á þessa slagsíðu. Þetta er gömul saga. Faðirvorið hvetur menn til að fyrirgefa skuldunautum sínum en nefnir ekki lánardrottna; þeir geta jafnan séð um sig sjálfir. Bankar sjá sér yfirleitt hag í að þenja útlán sín umfram viðtekin öryggismörk þar eð stjórnendur þeirra vita af reynslunni að óforsjálir skuldarar – nema nokkrir útvaldir! – þurfa jafnan að taka skellinn ef boginn er spenntur of hátt. Þessi hliðarhalli skýrir hvers vegna skuldir heimila og fyrirtækja eru svo miklar sem raun ber vitni um og fara víða vaxandi. Skv. Eurostat, OECD og Seðlabanka Íslands voru skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum enn sem jafnan fyrr mun hærri á Íslandi en í flestum öðrum Evrópulöndum 2016. Miklar skuldir eru þyngri byrði fyrir skuldara hér heima en víða annars staðar þar eð vextir eru vegna fákeppni miklu hærri hér en þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ein helzta skylda almannavaldsins er að tryggja jafnræði milli manna. Þetta stendur skýrum stöfum t.d. í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna frá 1776. Hún hefst svo að loknum aðfaraorðum (í þýðingu Jóns Ólafssonar ritstjóra frá 1884): „Vér ætlum þessi sannindi auðsæ af sjálfum sér: – að allir menn eru skapaðir jafnir; að þeir eru af skapara sínum gæddir ýmsum ósviftanlegum réttindum; að á meðal þessara réttinda eru líf, frelsi og viðleitni til velvegnunar; …“ Sams konar ákvæði er einnig að finna í stjórnarskrá Íslands frá 1944 en þó ekki fyrr en í 65. grein af 81: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda ...“ Nýja stjórnarskráin frá 2011 sem Alþingi er enn að reyna að koma sér undan að staðfesta orðar þessa hugsun betur, finnst mér (og fyrr, í 6. grein af 114): „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda …“ Aðfaraorðin framan við sjálfan stjórnarskrártextann leggja línuna: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.“ Jafnræðiskrafan birtist strax í blábyrjun frumvarpsins.Að jafna aðstöðumun Skylda almannavaldsins snýr m.a. að því að tryggja rétt þeirra sem höllum fæti standa gagnvart öðrum sem síður þurfa á sérstakri vernd að halda. Tökum dæmi. Sérstök ákvæði eru í lögum til að vernda sjúklinga gegn læknum þar eð læknarnir vita svo miklu meira um veikindi en flestir sjúklingar. Sama mætti segja um bílaviðgerðamenn og bíleigendur, en þar er aðstöðumunurinn jafnan talinn vera viðurhlutaminni svo löggjafinn lætur sér nægja almenn úrræði varðandi slík samskipti. Vandinn varðandi aðstöðumun í heilbrigðisþjónustunni er einkum brýnn í þeim löndum þar sem hún er að miklu leyti einkarekin því þá eru stundum miklir fjárhagsmunir í húfi.Lyfjafyrirtæki … Á þetta hefur reynt í Bandaríkjunum síðustu ár. Lyfjafyrirtæki fengu þingið til að létta hömlum af sölu vanabindandi verkjalyfja. Slík lyf hafa flætt yfir landið og leitt til faraldurs ótímabærra dauðsfalla af völdum of stórra skammta. Slík dauðsföll eru nú þriðja algengasta dánarorsök Bandaríkjamanna á eftir hjartasjúkdómum og krabbameini. Meðalævi Bandaríkjamanna hefur stytzt tvö síðustu ár. Fyrirtækin vissu hvað þau voru að gera þegar þau fengu þingið til að fella úr lögum þá vernd sem sjúklingar höfðu áður gegn lyfjafyrirtækjum. Þau buðu starfsmönnum Lyfjaeftirlitsins (Drug Enforcement Administration) gull og græna skóga fyrir að ganga til liðs við þau og grafa undan eftirlitinu. Þetta skiptir máli ekki aðeins fyrir heill og hamingju einstaklinga heldur fyrir samfélagið allt. Fylgi Trumps forseta í forsetakosningunum 2016 stóð í beinu sambandi við útbreiðslu dauðsfallafaraldursins sýslu fyrir sýslu um landið allt eins og hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur kortlagt ásamt konu sinni Anne Case. Forsetinn hefur því hag af því líkt og lyfjafyrirtækin að fólkið haldi áfram að hrynja niður af völdum of stórra skammta nema hægt sé að opna augu kjósenda fyrir samhenginu.… og bankar Sama munstur er vel þekkt í bankaheiminum. Fram að hruni 2008 löðuðu bankar til sín fjármálaeftirlitsmenn gagngert til að veikja eftirlitið. Hliðstæðan við lyfjabransann nær lengra því bankamenn vita yfirleitt meira um fjármál og fjármálagerninga en flestir viðskiptavinir þeirra. Sérstök ákvæði eru í lögum til að vernda viðskiptavini banka gegn bankamönnum, þ.e. til að vernda saklaust fólk gegn óprúttnum sölumönnum og þá um leið gegn sjálfu sér. Þaðan er t.d. ættað bannið gegn verðtryggingu neyzlulána sem bönkum hélzt uppi að brjóta gegn árum saman án þess að Seðlabanki Íslands segði múkk eða Alþingi. Lagavernd almennings hefur ekki dugað betur en svo að enn eru dómstólar að dæma að því er virðist saklaust fólk frá eignum sínum þótt bráðum séu tíu ár liðin frá hruni. Aukin umsvif smálánafyrirtækja sem hafa hneppt fjölda fólks í fjötra vitna enn frekar um vanhirðu almannavaldsins. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki ganga á lagið. Stjórnendur þeirra vita að þeim fyrirgefst jafnan meira en skuldunautum þeirra og þeir gera út á þessa slagsíðu. Þetta er gömul saga. Faðirvorið hvetur menn til að fyrirgefa skuldunautum sínum en nefnir ekki lánardrottna; þeir geta jafnan séð um sig sjálfir. Bankar sjá sér yfirleitt hag í að þenja útlán sín umfram viðtekin öryggismörk þar eð stjórnendur þeirra vita af reynslunni að óforsjálir skuldarar – nema nokkrir útvaldir! – þurfa jafnan að taka skellinn ef boginn er spenntur of hátt. Þessi hliðarhalli skýrir hvers vegna skuldir heimila og fyrirtækja eru svo miklar sem raun ber vitni um og fara víða vaxandi. Skv. Eurostat, OECD og Seðlabanka Íslands voru skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum enn sem jafnan fyrr mun hærri á Íslandi en í flestum öðrum Evrópulöndum 2016. Miklar skuldir eru þyngri byrði fyrir skuldara hér heima en víða annars staðar þar eð vextir eru vegna fákeppni miklu hærri hér en þar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar